Vill prófa að breyta klukkunni í Vestmannaeyjum Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2022 16:11 Erna Sif Arnardóttur, lektor við Háskólann í Reykjavík, vinnur nú að umfangsmikilli rannsókn á svefnvenjum Íslendinga. HR Reglulega hefur komið til umræðu að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund til að færa hana nær sólartíma og samræma betur líkamsklukku Íslendinga. Eftir ítarlega athugun stjórnvalda á árunum 2018 til 2020 þar sem meðal annars barst metfjöldi umsagna frá almenningi í Samráðsgátt tók ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ákvörðun um að klukkan á Íslandi skyldi haldast óbreytt. Erna Sif Arnardóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík (HR) og forstöðumaður Svefnseturs HR, segir að niðurstöður svefnrannsókna bendi eindregið til að það myndi hafa jákvæð heilsufarsleg áhrif að seinka klukkunni um eina klukkustund. „Allar rannsóknir sem hafa verið gerðar og allir vísindamenn sem virkilega eru að vinna á þessu sviði eru að hvetja til þess að við séum á réttri klukku, það er að segja að sól sé hæst á lofti á hádegi,“ sagði Erna Sif í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Í millitíðinni á að setja fjármuni skilst mér í rannsóknir á svefni og að bæta svefn Íslendinga. Það hefur ekki komið fjármagn með því enn þá en við erum að vinna með Landlæknisembættinu að fræðsluátaki og búa til efni fyrir skóla og slíkt.“ Einnig verði brátt farið í fræðsluátak fyrir fólk í vaktavinnu og vinnuveitendur þeirra. Höfðu áhyggjur af fækkun birtustunda Fækkun birtustunda á vökutíma vó þyngst í ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem sagði að skoðun á því hvort færa ætti staðartíma nær sólartíma „hafi ekki leitt fram nægilega sterk rök til að réttlæta þá miklu breytingu sem felst í því að seinka klukkunni um eina klukkustund.“ Sömuleiðis hefur verið kallað eftir frekari rannsóknum á svefni íbúa á norðurslóðum. „Það er alveg rétt að minni rannsóknir hafa verið gerðar á norðlægum slóðum, en það er auðvitað flókið að gera slíkar rannsóknir,“ segir Erna Sif. „Það þarf þá að breyta klukkunni hjá hluta fólks og það var auðvitað það sem við vorum að vona að við gætum gert á Íslandi og gera það sem tilraunaverkefni. Ein hugmynd sem kom upp var að við myndum fá Vestmannaeyjar með okkur í lið og þau væru á annarri klukku þar sem þau eru á sér eyju, en við höfum ekki farið í það enn þá,“ segir Erna Sif létt í bragði. Erna Sif vill sjá hvaða áhrif það myndi hafa á íbúa Heimaeyjar að ýta þeim í næsta tímabelti.Vísir/Vilhelm Hún bætir við að þessa stundina þurfi rannsóknarteymi hennar við Svefnsetur HR að verja allri sinni orku í að vinna að risastóru verkefni sem skoðar kæfisvefn og hrotur Íslendinga. En hafið þið verið í viðræðum við Eyjamenn? „Þetta hefur eitthvað aðeins verið viðrað en bara svona óformlega. Það gæti verið gaman að gera þetta,“ segir Erna Sif. Núna leiti hún hins vegar að þátttakendum fyrir rannsóknarverkefnið Svefnbyltinguna sem hefur fengið fimmtán milljóna evra styrk, sem samsvarar rúmum tveimur milljörðum króna, úr Horizon 2020 rammaáætlun Evrópusambandsins fyrir rannsóknir og nýsköpun. Hlusta má á viðtalið við Ernu Sif í Reykjavík síðdegis í heild sinni í spilaranum. Svefn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24 Sá á kvölina sem á völina í klukkumálinu Forsætisráðherra segir að afar góð rök séu fyrir seinkun á klukkunni en einnig fyrir því að halda tímanum óbreyttum. Eftir samráð um málið ætlar hún að leggjast undir feld og tekur svo ákvörðun í málinu á vordögum. 30. desember 2019 08:30 Meirihluti landsmanna vill seinka klukkunni Rúmlega 63 prósent Íslendinga vilja að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er. Aðrir vilja óbreytta stöðu klukkunnar. 18. janúar 2019 14:59 Heilbrigðisráðherra segir það lýðheilsumál að seinka klukkunni Heilbrigðisráðherra segir það eindregna skoðun sína að seinka eigi klukkunni á Íslandi enda sé um stórt lýðheilsumál að ræða. Málið hefur endanlega verið afgreitt af heilbrigðisráðuneytinu og er nú í höndum forsætisráðherra að taka ákvörðun um næstu skref. 7. desember 2019 09:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Eftir ítarlega athugun stjórnvalda á árunum 2018 til 2020 þar sem meðal annars barst metfjöldi umsagna frá almenningi í Samráðsgátt tók ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ákvörðun um að klukkan á Íslandi skyldi haldast óbreytt. Erna Sif Arnardóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík (HR) og forstöðumaður Svefnseturs HR, segir að niðurstöður svefnrannsókna bendi eindregið til að það myndi hafa jákvæð heilsufarsleg áhrif að seinka klukkunni um eina klukkustund. „Allar rannsóknir sem hafa verið gerðar og allir vísindamenn sem virkilega eru að vinna á þessu sviði eru að hvetja til þess að við séum á réttri klukku, það er að segja að sól sé hæst á lofti á hádegi,“ sagði Erna Sif í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Í millitíðinni á að setja fjármuni skilst mér í rannsóknir á svefni og að bæta svefn Íslendinga. Það hefur ekki komið fjármagn með því enn þá en við erum að vinna með Landlæknisembættinu að fræðsluátaki og búa til efni fyrir skóla og slíkt.“ Einnig verði brátt farið í fræðsluátak fyrir fólk í vaktavinnu og vinnuveitendur þeirra. Höfðu áhyggjur af fækkun birtustunda Fækkun birtustunda á vökutíma vó þyngst í ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem sagði að skoðun á því hvort færa ætti staðartíma nær sólartíma „hafi ekki leitt fram nægilega sterk rök til að réttlæta þá miklu breytingu sem felst í því að seinka klukkunni um eina klukkustund.“ Sömuleiðis hefur verið kallað eftir frekari rannsóknum á svefni íbúa á norðurslóðum. „Það er alveg rétt að minni rannsóknir hafa verið gerðar á norðlægum slóðum, en það er auðvitað flókið að gera slíkar rannsóknir,“ segir Erna Sif. „Það þarf þá að breyta klukkunni hjá hluta fólks og það var auðvitað það sem við vorum að vona að við gætum gert á Íslandi og gera það sem tilraunaverkefni. Ein hugmynd sem kom upp var að við myndum fá Vestmannaeyjar með okkur í lið og þau væru á annarri klukku þar sem þau eru á sér eyju, en við höfum ekki farið í það enn þá,“ segir Erna Sif létt í bragði. Erna Sif vill sjá hvaða áhrif það myndi hafa á íbúa Heimaeyjar að ýta þeim í næsta tímabelti.Vísir/Vilhelm Hún bætir við að þessa stundina þurfi rannsóknarteymi hennar við Svefnsetur HR að verja allri sinni orku í að vinna að risastóru verkefni sem skoðar kæfisvefn og hrotur Íslendinga. En hafið þið verið í viðræðum við Eyjamenn? „Þetta hefur eitthvað aðeins verið viðrað en bara svona óformlega. Það gæti verið gaman að gera þetta,“ segir Erna Sif. Núna leiti hún hins vegar að þátttakendum fyrir rannsóknarverkefnið Svefnbyltinguna sem hefur fengið fimmtán milljóna evra styrk, sem samsvarar rúmum tveimur milljörðum króna, úr Horizon 2020 rammaáætlun Evrópusambandsins fyrir rannsóknir og nýsköpun. Hlusta má á viðtalið við Ernu Sif í Reykjavík síðdegis í heild sinni í spilaranum.
Svefn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24 Sá á kvölina sem á völina í klukkumálinu Forsætisráðherra segir að afar góð rök séu fyrir seinkun á klukkunni en einnig fyrir því að halda tímanum óbreyttum. Eftir samráð um málið ætlar hún að leggjast undir feld og tekur svo ákvörðun í málinu á vordögum. 30. desember 2019 08:30 Meirihluti landsmanna vill seinka klukkunni Rúmlega 63 prósent Íslendinga vilja að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er. Aðrir vilja óbreytta stöðu klukkunnar. 18. janúar 2019 14:59 Heilbrigðisráðherra segir það lýðheilsumál að seinka klukkunni Heilbrigðisráðherra segir það eindregna skoðun sína að seinka eigi klukkunni á Íslandi enda sé um stórt lýðheilsumál að ræða. Málið hefur endanlega verið afgreitt af heilbrigðisráðuneytinu og er nú í höndum forsætisráðherra að taka ákvörðun um næstu skref. 7. desember 2019 09:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Klukkunni verður ekki seinkað Klukkunni verður ekki seinkað um eina klukkustund hér á landi líkt og komið hefur til umræðu öðru hvoru undanfarin ár. 1. september 2020 08:24
Sá á kvölina sem á völina í klukkumálinu Forsætisráðherra segir að afar góð rök séu fyrir seinkun á klukkunni en einnig fyrir því að halda tímanum óbreyttum. Eftir samráð um málið ætlar hún að leggjast undir feld og tekur svo ákvörðun í málinu á vordögum. 30. desember 2019 08:30
Meirihluti landsmanna vill seinka klukkunni Rúmlega 63 prósent Íslendinga vilja að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er. Aðrir vilja óbreytta stöðu klukkunnar. 18. janúar 2019 14:59
Heilbrigðisráðherra segir það lýðheilsumál að seinka klukkunni Heilbrigðisráðherra segir það eindregna skoðun sína að seinka eigi klukkunni á Íslandi enda sé um stórt lýðheilsumál að ræða. Málið hefur endanlega verið afgreitt af heilbrigðisráðuneytinu og er nú í höndum forsætisráðherra að taka ákvörðun um næstu skref. 7. desember 2019 09:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent