Íþróttamenn 68 sinnum líklegri til að hljóta heilaskaða Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2022 08:01 Fyrrum NFL-leikmaðurinn Junior Seau svipti sig lífi árið 2012 með því að skjóta sig í bringuna. Hann hlífði höfðinu viljandi til að hægt væri að rannsaka það. Í ljós kom að hann var með CTE. George Gojkovich/Getty Images Ný rannsókn alþjóðlegra sérfræðinga er sögð hafa fært fram óyggjandi sannanir fyrir tengslum milli ítrekaðra höfuðhögga í íþróttum og heilasjúkdómsins CTE (chronic traumatic encephalopathy). Íþróttasambönd eru hvött til þess að taka mark á rannsókninni. Rannsóknin var unnin af sérfræðingum úr 13 háskólum, þar á meðal Oxford-háskóla í Bretlandi, í samstarfi við heilahristingssamtök í Bretlandi (Concussion Legacy Foundation UK). Nýst var við gögn frá Boston-háskóla og fleiri stofnunum í Bandaríkjunum sem sýna fram á að íþróttafólk í íþróttum með snertingu (e. contact sport) séu 68 sinnum líklegri til að þróa með sér CTE heldur en þeir sem ekki spila íþróttir. Mike Webster var sá fyrsti til að vera greindur með CTE.George Gojkovich/Getty Images Mikil umræða hefur skapast um áhrif höfuðmeiðsla, sérstaklega í amerískum fótbolta og ruðningi, þar sem hvað mest hætta er af ítrekuðum höfuðhöggum. Nígerísk-bandaríski læknirinn Bennet Omalu setti hugtakið CTE fram í grein árið 2005 eftir að hafa rannsakað fyrrum NFL-leikmanninn Mike Webster, sem lést árið 2002 eftir að hafa hagað sér óvenjulega um nokkurt skeið áður en hann svipti sig lífi. Fjölmargir leikmenn í NFL hafa sýnt einkenni CTE eftir að ferli þeirra lauk, sem hvað helst sýnir sig í snemmbúnum vitglöpum, ofbeldishneigðri hegðun og þunglyndi. Velski ruðningsspilarinn Alix Popham greindist með vitglöp árið 2020, þá fertugur, og sömu sögu er að segja að fyrrum fyrirliða velska landsliðsins í íþróttinni, Ryan Jones, sem er 41 árs og greindist í desember í fyrra. Jones er á meðal fyrrum leikmanna sem hafa kært alþjóðaruðningssambandinu, World Rugby. Aðgerða sé þörf gegn þessum „hræðilega sjúkdómi“ Sérfræðingar sem stóðu að rannsókninni hafa hvatt alþjóðasambönd, sér í lagi þau sem koma að ruðningi og amerískum fótbolta, til aðgerða. „Alþjóðleg íþróttasambönd ættu að viðurkenna að höfuðhögg valda CTE og þau ættu ekki að villa um fyrir almenningi um orsök CTE á meðan íþróttafólk deyr og fjölskyldur þeirra eyðilagðar af þessum hræðilega sjúkdómi,“ er haft eftir Dr. Chris Nowitski, sem er á meðal þeirra sem stóðu að rannsókninni. Fyrr í þessum mánuði lagði enska knattspyrnusambandið, The F.A., fram reglubreytingu þar sem skallar verða bannaðir í ákveðnum yngri flokka keppnum. NFL Rugby Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira
Rannsóknin var unnin af sérfræðingum úr 13 háskólum, þar á meðal Oxford-háskóla í Bretlandi, í samstarfi við heilahristingssamtök í Bretlandi (Concussion Legacy Foundation UK). Nýst var við gögn frá Boston-háskóla og fleiri stofnunum í Bandaríkjunum sem sýna fram á að íþróttafólk í íþróttum með snertingu (e. contact sport) séu 68 sinnum líklegri til að þróa með sér CTE heldur en þeir sem ekki spila íþróttir. Mike Webster var sá fyrsti til að vera greindur með CTE.George Gojkovich/Getty Images Mikil umræða hefur skapast um áhrif höfuðmeiðsla, sérstaklega í amerískum fótbolta og ruðningi, þar sem hvað mest hætta er af ítrekuðum höfuðhöggum. Nígerísk-bandaríski læknirinn Bennet Omalu setti hugtakið CTE fram í grein árið 2005 eftir að hafa rannsakað fyrrum NFL-leikmanninn Mike Webster, sem lést árið 2002 eftir að hafa hagað sér óvenjulega um nokkurt skeið áður en hann svipti sig lífi. Fjölmargir leikmenn í NFL hafa sýnt einkenni CTE eftir að ferli þeirra lauk, sem hvað helst sýnir sig í snemmbúnum vitglöpum, ofbeldishneigðri hegðun og þunglyndi. Velski ruðningsspilarinn Alix Popham greindist með vitglöp árið 2020, þá fertugur, og sömu sögu er að segja að fyrrum fyrirliða velska landsliðsins í íþróttinni, Ryan Jones, sem er 41 árs og greindist í desember í fyrra. Jones er á meðal fyrrum leikmanna sem hafa kært alþjóðaruðningssambandinu, World Rugby. Aðgerða sé þörf gegn þessum „hræðilega sjúkdómi“ Sérfræðingar sem stóðu að rannsókninni hafa hvatt alþjóðasambönd, sér í lagi þau sem koma að ruðningi og amerískum fótbolta, til aðgerða. „Alþjóðleg íþróttasambönd ættu að viðurkenna að höfuðhögg valda CTE og þau ættu ekki að villa um fyrir almenningi um orsök CTE á meðan íþróttafólk deyr og fjölskyldur þeirra eyðilagðar af þessum hræðilega sjúkdómi,“ er haft eftir Dr. Chris Nowitski, sem er á meðal þeirra sem stóðu að rannsókninni. Fyrr í þessum mánuði lagði enska knattspyrnusambandið, The F.A., fram reglubreytingu þar sem skallar verða bannaðir í ákveðnum yngri flokka keppnum.
NFL Rugby Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira