22 ára og rekur einn vinsælasta veitingastaðinn á Ströndum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júlí 2022 14:05 Guðrún Ásla eigandi Café Riis á Hólmavík að vinna inn í eldhúsi staðarins með einum af starfsmanni veitingastaðarins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún er ekki nema tuttugu og tveggja ára en á og rekur einn vinsælasta veitingastað á Ströndum, Café Riis á Hólmavík. Hér erum við að tala um Guðrúnu Áslu Atladóttur, sem hefur auk þessa lokið BA-gráðu í arkitektúr. Guðrún Ásla keypti og tók við rekstri Café Riis um síðustu áramót af frændfólki sínu, þeim Báru Karlsdóttur og Kristjáni Jóhannssyni, sem ráku Café Riis frá 2005. Café Riis er í elsta húsinu á Hólmavík, byggt árið 1897 en var gert upp árið 1995 og því breytt í veitingastað. Nýi eigandinn hefur fengið mjög góðar viðtökur og það er oft brjálað að gera á staðnum enda staðurinn rómaður fyrir frábærar pizzur svo eitthvað sé nefnt. Fjölskylda Guðrúnar og vinir og vandamenn hafa verið duglegir að hjálpa henni. „Ég varð bara brjáluð fyrir þessum stað, ég hugsaði bara hvenær væri hægt að halda áfram að vera með þennan frábæra stað. Þetta er mjög mikilvægur staður fyrir samfélagið,“ segir Guðrún og bætir við. „Jú, ég er svolítið ung fyrir þetta en þá er maður með meiri orku og maður er að læra mjög mikið mjög fljótt.“ Staðurinn er til dæmis rómaður fyrir frábærar pizzur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segist vera mjög opin fyrir nýjum hugmyndum með rekstur staðarins, breyting á matseðli, óvæntar uppákomu og fleira og fleira, hún sjái tækifæri í hverju horni. En hvernig viðbrögð hefur hún fengið við staðnum eftir að hún tók við ? „Allt mjög jákvætt, það er allavega það sem ég er búin að heyra.“ Heimasíða staðarins Fréttin hefur verið leiðrétt. Í upprunalegri útgáfu sagði að Guðrún væri arkitekt en hún hefur lokið BA-gráðu í arkitektúr. Strandabyggð Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Guðrún Ásla keypti og tók við rekstri Café Riis um síðustu áramót af frændfólki sínu, þeim Báru Karlsdóttur og Kristjáni Jóhannssyni, sem ráku Café Riis frá 2005. Café Riis er í elsta húsinu á Hólmavík, byggt árið 1897 en var gert upp árið 1995 og því breytt í veitingastað. Nýi eigandinn hefur fengið mjög góðar viðtökur og það er oft brjálað að gera á staðnum enda staðurinn rómaður fyrir frábærar pizzur svo eitthvað sé nefnt. Fjölskylda Guðrúnar og vinir og vandamenn hafa verið duglegir að hjálpa henni. „Ég varð bara brjáluð fyrir þessum stað, ég hugsaði bara hvenær væri hægt að halda áfram að vera með þennan frábæra stað. Þetta er mjög mikilvægur staður fyrir samfélagið,“ segir Guðrún og bætir við. „Jú, ég er svolítið ung fyrir þetta en þá er maður með meiri orku og maður er að læra mjög mikið mjög fljótt.“ Staðurinn er til dæmis rómaður fyrir frábærar pizzur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún segist vera mjög opin fyrir nýjum hugmyndum með rekstur staðarins, breyting á matseðli, óvæntar uppákomu og fleira og fleira, hún sjái tækifæri í hverju horni. En hvernig viðbrögð hefur hún fengið við staðnum eftir að hún tók við ? „Allt mjög jákvætt, það er allavega það sem ég er búin að heyra.“ Heimasíða staðarins Fréttin hefur verið leiðrétt. Í upprunalegri útgáfu sagði að Guðrún væri arkitekt en hún hefur lokið BA-gráðu í arkitektúr.
Strandabyggð Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira