Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2022 11:34 Lögregla mun óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir manninum. Vísir/Hallgerður Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu almannahagsmuna yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. Maðurinn var handtekinn samdægurs á vettvangi og var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald 5. júní. Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í byrjun þessa mánaðar sem rennur út á morgun. Miðað er við að gefa þurfi út ákæru í málinu innan tólf vikna frá handtöku. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.Vísir/Arnar „[Rannsókn] gengur bara mjög vel og rannsókn verður örugglega lokið áður en þessu tímabili lýkur þannig að ákæruvaldið geti tekið ákvörðun um hvort gefin veðri út ákæra eða ekki,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarvæðinu í samtali við fréttastofu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að maðurinn sem lést hafi látist af völdum barsmíða og að barefli hafi verið notað. Tengsl voru milli þess látna og grunaðs banamanns hans en þeir bjuggu í sama húsi. Fréttastofa greindi frá því á sínum tíma að aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna hins grunaða í tvígang daginn sem morðið átti sér stað. Sjá einnig: Margir í hverfinu hafi vitað af ógnandi hegðun hins grunaða Nágrannar höfðu þá kvartað yfir ofbeldisfullri hegðun af hálfu hins grunaða en hann var ekki fjarlægður af heimilinu þrátt fyrir það. Fyrrverandi nágranni lýsti í kjölfarið í samtali við fréttastofu að hinn grunaði hafi ítrekað viðhaft ógnandi tilburði og að mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma. Þá hafi verið ljóst að maðurinn þyrfti sértæk úrræði. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvort maðurinn hafi játað eða neitað sök. Þá gefur hún ekkert upp um mögulegt morðvopn eða dánarorsök. Manndráp í Barðavogi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í Barðagerði í byrjun mánaðar hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 1. júlí 2022 17:53 Góður gangur í rannsókn manndrápsins í Barðavogi Rannsókn manndrápsins í Barðavogi miðar vel að sögn fulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2022 11:40 Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11. júní 2022 18:57 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Maðurinn var handtekinn samdægurs á vettvangi og var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald 5. júní. Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í byrjun þessa mánaðar sem rennur út á morgun. Miðað er við að gefa þurfi út ákæru í málinu innan tólf vikna frá handtöku. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.Vísir/Arnar „[Rannsókn] gengur bara mjög vel og rannsókn verður örugglega lokið áður en þessu tímabili lýkur þannig að ákæruvaldið geti tekið ákvörðun um hvort gefin veðri út ákæra eða ekki,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarvæðinu í samtali við fréttastofu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að maðurinn sem lést hafi látist af völdum barsmíða og að barefli hafi verið notað. Tengsl voru milli þess látna og grunaðs banamanns hans en þeir bjuggu í sama húsi. Fréttastofa greindi frá því á sínum tíma að aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna hins grunaða í tvígang daginn sem morðið átti sér stað. Sjá einnig: Margir í hverfinu hafi vitað af ógnandi hegðun hins grunaða Nágrannar höfðu þá kvartað yfir ofbeldisfullri hegðun af hálfu hins grunaða en hann var ekki fjarlægður af heimilinu þrátt fyrir það. Fyrrverandi nágranni lýsti í kjölfarið í samtali við fréttastofu að hinn grunaði hafi ítrekað viðhaft ógnandi tilburði og að mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma. Þá hafi verið ljóst að maðurinn þyrfti sértæk úrræði. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp hvort maðurinn hafi játað eða neitað sök. Þá gefur hún ekkert upp um mögulegt morðvopn eða dánarorsök.
Manndráp í Barðavogi Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í Barðagerði í byrjun mánaðar hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 1. júlí 2022 17:53 Góður gangur í rannsókn manndrápsins í Barðavogi Rannsókn manndrápsins í Barðavogi miðar vel að sögn fulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2022 11:40 Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11. júní 2022 18:57 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í Barðagerði í byrjun mánaðar hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 1. júlí 2022 17:53
Góður gangur í rannsókn manndrápsins í Barðavogi Rannsókn manndrápsins í Barðavogi miðar vel að sögn fulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 21. júní 2022 11:40
Skortur á úrræðum og engin lausn að senda veikt fólk í fangelsi Formaður Afstöðu, félags fanga, segir engin úrræði standa fólki með geðræn vandamál til boða inni í fangelsiskerfinu. Svokallaðar tifandi tímasprengjur finnist víða í þjóðfélaginu. Ísland sé áratugum á eftir í málaflokknum en stjórnvöld skorti vilja til að taka á vandamálinu. 11. júní 2022 18:57