Mikil gleði þegar helsta fyrirmyndin fékk flugvél nefnda eftir sér Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2022 22:45 Systurnar Erna Kristín og Hrefna Kristrún Jónasdætur eru barnabörn Ernu. Hér eru þær ásamt Jónasi Knútssyni, sem er einmitt sonur Ernu. Þau eru öll afar stolt af Ernu og segja hana sína helstu fyrirmynd. Vísir/Arnar Flugakademía Íslands heiðraði í dag Ernu Hjaltalín, sem var fyrsta konan til að taka einkaflugmannspróf og atvinnuflugmannspróf hér á landi. Afkomendur hennar segja það mikinn heiður að ein kennsluvéla akademíunnar sé nú nefnd eftir Ernu. Nafn flugvélarinnar var afhjúpað við hátíðlega athöfn í flugskýli eitt á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélin er nefnd eftir Ernu en hún var fædd 12. mars 1932. Hún lést 14. maí síðastliðinn. Skólastjóri flugakademíunnar segir nafngiftina vel við hæfi. „Hún á það bara svo fyllilega skilið, að hafa verið fyrsta konan til að hljóta atvinnuflugmannsskírteini, þar sem við kennum nú bara langmest til atvinnuflugmannsins,“ segir Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri og forstöðumaður Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson er skólastjóri og forstöðumaður Flugakademíu Íslands.Vísir/Arnar Erna var einnig fyrst íslenskra kvenna til að einkaflugmannspróf og öðlast réttindi til loftsiglingafræðings. Afkomendur Ernu segja framtakið afar þýðingarmikið. „Mamma var aðeins á undan sinni samtíð, þannig að þessi heiður hann er mjög kærkominn,“ segir Jónas Knútsson, sonur Ernu. Erna var brautryðjandi í íslenskri flugsögu. „Hún var alltaf svo ótrúlega hógvær og vildi aldrei gorta sig af afrekum sínum,“ segir Erna Kristín, dóttir Jónasar og barnabarn Ernu. Það hafi orðið til þess að Erna yngri og systir hennar, Hrefna Kristrún, hefðu komist mjög seint að því hversu merkileg staða ömmu þeirra innan íslenskrar flugsögu væri í raun og veru. „Þannig að þetta hefur rosalega mikla þýðingu fyrir okkur fjölskylduna, að hún sé heiðruð á þennan hátt,“ segir Erna um ömmu sína og nöfnu. Þannig að hún hefði kannski mátt monta sig aðeins meira, eða hvað? „Algjörlega,“ segir Hrefna. Aðalfyrirmyndin Fjölskyldan þarf ekki að leita langt eftir fyrirmyndum. Þær systur segja Ernu hafa verið afar hvetjandi og kennt þeim að elta drauma sína. „Hún er aðalfyrirmyndin okkar í lífinu,“ segir Hrefna. „Alltaf að segja okkur að gera það það sem við viljum, sama hvað,“ segir Erna. Fréttir af flugi Tímamót Skóla - og menntamál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
Nafn flugvélarinnar var afhjúpað við hátíðlega athöfn í flugskýli eitt á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélin er nefnd eftir Ernu en hún var fædd 12. mars 1932. Hún lést 14. maí síðastliðinn. Skólastjóri flugakademíunnar segir nafngiftina vel við hæfi. „Hún á það bara svo fyllilega skilið, að hafa verið fyrsta konan til að hljóta atvinnuflugmannsskírteini, þar sem við kennum nú bara langmest til atvinnuflugmannsins,“ segir Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri og forstöðumaður Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson er skólastjóri og forstöðumaður Flugakademíu Íslands.Vísir/Arnar Erna var einnig fyrst íslenskra kvenna til að einkaflugmannspróf og öðlast réttindi til loftsiglingafræðings. Afkomendur Ernu segja framtakið afar þýðingarmikið. „Mamma var aðeins á undan sinni samtíð, þannig að þessi heiður hann er mjög kærkominn,“ segir Jónas Knútsson, sonur Ernu. Erna var brautryðjandi í íslenskri flugsögu. „Hún var alltaf svo ótrúlega hógvær og vildi aldrei gorta sig af afrekum sínum,“ segir Erna Kristín, dóttir Jónasar og barnabarn Ernu. Það hafi orðið til þess að Erna yngri og systir hennar, Hrefna Kristrún, hefðu komist mjög seint að því hversu merkileg staða ömmu þeirra innan íslenskrar flugsögu væri í raun og veru. „Þannig að þetta hefur rosalega mikla þýðingu fyrir okkur fjölskylduna, að hún sé heiðruð á þennan hátt,“ segir Erna um ömmu sína og nöfnu. Þannig að hún hefði kannski mátt monta sig aðeins meira, eða hvað? „Algjörlega,“ segir Hrefna. Aðalfyrirmyndin Fjölskyldan þarf ekki að leita langt eftir fyrirmyndum. Þær systur segja Ernu hafa verið afar hvetjandi og kennt þeim að elta drauma sína. „Hún er aðalfyrirmyndin okkar í lífinu,“ segir Hrefna. „Alltaf að segja okkur að gera það það sem við viljum, sama hvað,“ segir Erna.
Fréttir af flugi Tímamót Skóla - og menntamál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira