Mikil gleði þegar helsta fyrirmyndin fékk flugvél nefnda eftir sér Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2022 22:45 Systurnar Erna Kristín og Hrefna Kristrún Jónasdætur eru barnabörn Ernu. Hér eru þær ásamt Jónasi Knútssyni, sem er einmitt sonur Ernu. Þau eru öll afar stolt af Ernu og segja hana sína helstu fyrirmynd. Vísir/Arnar Flugakademía Íslands heiðraði í dag Ernu Hjaltalín, sem var fyrsta konan til að taka einkaflugmannspróf og atvinnuflugmannspróf hér á landi. Afkomendur hennar segja það mikinn heiður að ein kennsluvéla akademíunnar sé nú nefnd eftir Ernu. Nafn flugvélarinnar var afhjúpað við hátíðlega athöfn í flugskýli eitt á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélin er nefnd eftir Ernu en hún var fædd 12. mars 1932. Hún lést 14. maí síðastliðinn. Skólastjóri flugakademíunnar segir nafngiftina vel við hæfi. „Hún á það bara svo fyllilega skilið, að hafa verið fyrsta konan til að hljóta atvinnuflugmannsskírteini, þar sem við kennum nú bara langmest til atvinnuflugmannsins,“ segir Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri og forstöðumaður Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson er skólastjóri og forstöðumaður Flugakademíu Íslands.Vísir/Arnar Erna var einnig fyrst íslenskra kvenna til að einkaflugmannspróf og öðlast réttindi til loftsiglingafræðings. Afkomendur Ernu segja framtakið afar þýðingarmikið. „Mamma var aðeins á undan sinni samtíð, þannig að þessi heiður hann er mjög kærkominn,“ segir Jónas Knútsson, sonur Ernu. Erna var brautryðjandi í íslenskri flugsögu. „Hún var alltaf svo ótrúlega hógvær og vildi aldrei gorta sig af afrekum sínum,“ segir Erna Kristín, dóttir Jónasar og barnabarn Ernu. Það hafi orðið til þess að Erna yngri og systir hennar, Hrefna Kristrún, hefðu komist mjög seint að því hversu merkileg staða ömmu þeirra innan íslenskrar flugsögu væri í raun og veru. „Þannig að þetta hefur rosalega mikla þýðingu fyrir okkur fjölskylduna, að hún sé heiðruð á þennan hátt,“ segir Erna um ömmu sína og nöfnu. Þannig að hún hefði kannski mátt monta sig aðeins meira, eða hvað? „Algjörlega,“ segir Hrefna. Aðalfyrirmyndin Fjölskyldan þarf ekki að leita langt eftir fyrirmyndum. Þær systur segja Ernu hafa verið afar hvetjandi og kennt þeim að elta drauma sína. „Hún er aðalfyrirmyndin okkar í lífinu,“ segir Hrefna. „Alltaf að segja okkur að gera það það sem við viljum, sama hvað,“ segir Erna. Fréttir af flugi Tímamót Skóla - og menntamál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Nafn flugvélarinnar var afhjúpað við hátíðlega athöfn í flugskýli eitt á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélin er nefnd eftir Ernu en hún var fædd 12. mars 1932. Hún lést 14. maí síðastliðinn. Skólastjóri flugakademíunnar segir nafngiftina vel við hæfi. „Hún á það bara svo fyllilega skilið, að hafa verið fyrsta konan til að hljóta atvinnuflugmannsskírteini, þar sem við kennum nú bara langmest til atvinnuflugmannsins,“ segir Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri og forstöðumaður Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson er skólastjóri og forstöðumaður Flugakademíu Íslands.Vísir/Arnar Erna var einnig fyrst íslenskra kvenna til að einkaflugmannspróf og öðlast réttindi til loftsiglingafræðings. Afkomendur Ernu segja framtakið afar þýðingarmikið. „Mamma var aðeins á undan sinni samtíð, þannig að þessi heiður hann er mjög kærkominn,“ segir Jónas Knútsson, sonur Ernu. Erna var brautryðjandi í íslenskri flugsögu. „Hún var alltaf svo ótrúlega hógvær og vildi aldrei gorta sig af afrekum sínum,“ segir Erna Kristín, dóttir Jónasar og barnabarn Ernu. Það hafi orðið til þess að Erna yngri og systir hennar, Hrefna Kristrún, hefðu komist mjög seint að því hversu merkileg staða ömmu þeirra innan íslenskrar flugsögu væri í raun og veru. „Þannig að þetta hefur rosalega mikla þýðingu fyrir okkur fjölskylduna, að hún sé heiðruð á þennan hátt,“ segir Erna um ömmu sína og nöfnu. Þannig að hún hefði kannski mátt monta sig aðeins meira, eða hvað? „Algjörlega,“ segir Hrefna. Aðalfyrirmyndin Fjölskyldan þarf ekki að leita langt eftir fyrirmyndum. Þær systur segja Ernu hafa verið afar hvetjandi og kennt þeim að elta drauma sína. „Hún er aðalfyrirmyndin okkar í lífinu,“ segir Hrefna. „Alltaf að segja okkur að gera það það sem við viljum, sama hvað,“ segir Erna.
Fréttir af flugi Tímamót Skóla - og menntamál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira