Brotist inn hjá enskri landsliðskonu á meðan hún var að spila á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 08:00 Georgia Stanway er liðsfélagi Glódísar Perlu, Karólínu Leu og Cecilíu Rán hjá Bayern München. AP/Alessandra Tarantino Þetta hefur verið vandamál hjá þekktustu fótboltakörlunum í Englandi en nú eru óprúttnir aðilar líka farnir að brjótast inn hjá ensku landsliðskonunum þegar þær eru að spila fyrir þjóð sína. Það fylgja því neikvæðir hliðar að vera orðnar þjóðþekktar persónur eftir frábæra frammistöðu sína á EM í Englandi. Englands stjärna utsatt för inbrott under Sverige-matchen https://t.co/9huP6qemJK— Sportbladet (@sportbladet) July 28, 2022 Georgia Stanway skoraði eftirminnilegt mark sem tryggði Englandi sigur á Spáni í átta liða úrslitunum og hjálpaði enska liðinu síðan að vinna undanúrslitaleikinn á móti Svíum á þriðjudagskvöldið. Stanway fagnaði sigri með liði sínu en fékk síðan slæmar fréttir að heiman þar sem innbrotsþjófar reyndu að brjótast inn í hús fjölskyldunnar. Þjófarnir héldu eflaust að öll fjölskyldan væri í Sheffield á undanúrslitaleiknum en ættingi hennar varð eftir heima. Hann kom þjófunum á óvart og þeir fóru tómhentir í burtu. Faðir Georgiu sagði frá atburðunum í samtali við The Sun. The match-winner A by @StanwayGeorgia #WEUROMoments | #WEURO2022 | @Lays_football pic.twitter.com/iedHbBBJDm— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 20, 2022 „Þetta var súrsætur dagur. Við fengum nefnilega þær hræðilegu fréttir að einhverji hefðu brotist inn í húsið okkar en þeir héldu að við værum öll í burtu. Sem betur fer náði fjölskyldumeðlimur að stoppa þá en hann komst ekki á leikinn,“ sagði Paul, faðir Georgiu Stanway. Paul varaði nágranna sína við að það væru þjófar á ferðinni á svæðinu og óskaði líka eftir vitnum af innbrotinu. „Ég vil vara ykkur við því að gefa upplýsingar um að þið séuð að fara í burtu því það er skuggalegt fólk þarna úti. Læsið dyrum, hafið augun á húsi nágrannans og passið ykkur. Við þiggjum líka allar upplýsingar um innbrotið,“ sagði Paul. Innbrotsþjófurinn var á þrítugsaldri og vitorðsmennirnir hans biðu út í bíl á meðan. Hann mætti með Ikea poka sem hann ætlaði væntanlega að fylla af verðmætum. Georgia Stanway er 23 ára miðjumaður sem spilar með Íslendingaliðinu Bayern München í Þýskalandi. Hún spilaði með Blackburn Rovers í yngri flokkum en fór til Manchester City þegar hún var sextán ára gömul. "There's a different vibe, there's a different experience amongst the team" England are two wins away from a first major tournament trophy, Georgia Stanway scored the winning goal to knock out Spain in the quarter-finals pic.twitter.com/YRy2dxbwHV— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 25, 2022 EM 2022 í Englandi Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Sjá meira
Það fylgja því neikvæðir hliðar að vera orðnar þjóðþekktar persónur eftir frábæra frammistöðu sína á EM í Englandi. Englands stjärna utsatt för inbrott under Sverige-matchen https://t.co/9huP6qemJK— Sportbladet (@sportbladet) July 28, 2022 Georgia Stanway skoraði eftirminnilegt mark sem tryggði Englandi sigur á Spáni í átta liða úrslitunum og hjálpaði enska liðinu síðan að vinna undanúrslitaleikinn á móti Svíum á þriðjudagskvöldið. Stanway fagnaði sigri með liði sínu en fékk síðan slæmar fréttir að heiman þar sem innbrotsþjófar reyndu að brjótast inn í hús fjölskyldunnar. Þjófarnir héldu eflaust að öll fjölskyldan væri í Sheffield á undanúrslitaleiknum en ættingi hennar varð eftir heima. Hann kom þjófunum á óvart og þeir fóru tómhentir í burtu. Faðir Georgiu sagði frá atburðunum í samtali við The Sun. The match-winner A by @StanwayGeorgia #WEUROMoments | #WEURO2022 | @Lays_football pic.twitter.com/iedHbBBJDm— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 20, 2022 „Þetta var súrsætur dagur. Við fengum nefnilega þær hræðilegu fréttir að einhverji hefðu brotist inn í húsið okkar en þeir héldu að við værum öll í burtu. Sem betur fer náði fjölskyldumeðlimur að stoppa þá en hann komst ekki á leikinn,“ sagði Paul, faðir Georgiu Stanway. Paul varaði nágranna sína við að það væru þjófar á ferðinni á svæðinu og óskaði líka eftir vitnum af innbrotinu. „Ég vil vara ykkur við því að gefa upplýsingar um að þið séuð að fara í burtu því það er skuggalegt fólk þarna úti. Læsið dyrum, hafið augun á húsi nágrannans og passið ykkur. Við þiggjum líka allar upplýsingar um innbrotið,“ sagði Paul. Innbrotsþjófurinn var á þrítugsaldri og vitorðsmennirnir hans biðu út í bíl á meðan. Hann mætti með Ikea poka sem hann ætlaði væntanlega að fylla af verðmætum. Georgia Stanway er 23 ára miðjumaður sem spilar með Íslendingaliðinu Bayern München í Þýskalandi. Hún spilaði með Blackburn Rovers í yngri flokkum en fór til Manchester City þegar hún var sextán ára gömul. "There's a different vibe, there's a different experience amongst the team" England are two wins away from a first major tournament trophy, Georgia Stanway scored the winning goal to knock out Spain in the quarter-finals pic.twitter.com/YRy2dxbwHV— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 25, 2022
EM 2022 í Englandi Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Sjá meira