Enduðu allar í einni stórri hrúgu eftir árekstur í Tour de France Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 10:01 Elisa Balsamo var ein af þeim sem kom blóðug út úr árekstrinum. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Svakalegur árekstur setti mikinn svip á fimmtu sérleið Frakklandshjólreiða kvenna í gær og varð meðal annars til þess að danska hjólreiðakonan Emma Norsgaard varð að hætta keppni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem óhapp verður í þessari fyrstu Tour de France kvenna í sögunni. Karlarnir hafa keppt frá árinu 1903 en nú fá konurnar loksins sína keppni. Skysið varð í maraþonhluta keppninnar þar sem hjólaðir voru 175,6 kílómetrar frá Bar-le-Duc til Saint-Dié-Des-Vosges í austuhluta Frakklands. Watch: 30-woman pile-up at Tour de France Femmes that brought the race to a halt.@fi_tomas_ reports after Lorena Wiebes wins her second stage stage and Marianne Vos retains the leader's yellow jersey.https://t.co/hEoH8z8nSm— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) July 28, 2022 Alls lentu þrjátíu hjólreiðakonur í þessum árekstri sem varð þegar um 45 kílómetra voru eftir. Ein þeirra þurfti aðstoð eftir að fótur hennar festist í hennar eigin hjóli. Það þurfti auðvitað að gera hlé á keppninni á meðan leyst var úr flækjunni sem myndaðist en hjólreiðakonurnar enduðu allar í einni stórri hrúgu. Flestar héldu áfram með blóðugar fætur eða blóðugu olnboga en ekki þó allar. Danska hjólreiðakonan Emma Norsgaard stóð upp eftir slysið en var greinilega þjáð. Hún hætti síðan keppni fljótlega og yfirgaf svæðið í hálskraga og með sjúkrabíl. Incroyables images sur le Tour de France Femmes avec cette chute collective XXL !Suivez la Grande Boucle féminine sur Eurosport avec #LesRP pic.twitter.com/fYBCGjPRWu— Eurosport France (@Eurosport_FR) July 28, 2022 Hin ítalska Marta Bastianelli hélt áfram keppni þrátt fyrir að vera með blóðuga olnboga og maskarinn rann niður andlit hennar. Lorena Wiebes, 23 ára Hollendingur, vann sérleiðina en hún var kominn í Gulu peysuna eftir að hafa unnið fyrstu sérleiðina sem endaði í París. Eftir þessa keppni er Marianne Vos, 35 ára Hollendingur, áfram í gulu sem hún tók með því að vinna aðra sérleið og hefur hún haldið henni síðan. Næsta á dagskrá er Alparnir við landamærin við Sviss og þar mun reyna virkilega á hjólreiðakonurnar. Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem óhapp verður í þessari fyrstu Tour de France kvenna í sögunni. Karlarnir hafa keppt frá árinu 1903 en nú fá konurnar loksins sína keppni. Skysið varð í maraþonhluta keppninnar þar sem hjólaðir voru 175,6 kílómetrar frá Bar-le-Duc til Saint-Dié-Des-Vosges í austuhluta Frakklands. Watch: 30-woman pile-up at Tour de France Femmes that brought the race to a halt.@fi_tomas_ reports after Lorena Wiebes wins her second stage stage and Marianne Vos retains the leader's yellow jersey.https://t.co/hEoH8z8nSm— Telegraph Women s Sport (@WomensSport) July 28, 2022 Alls lentu þrjátíu hjólreiðakonur í þessum árekstri sem varð þegar um 45 kílómetra voru eftir. Ein þeirra þurfti aðstoð eftir að fótur hennar festist í hennar eigin hjóli. Það þurfti auðvitað að gera hlé á keppninni á meðan leyst var úr flækjunni sem myndaðist en hjólreiðakonurnar enduðu allar í einni stórri hrúgu. Flestar héldu áfram með blóðugar fætur eða blóðugu olnboga en ekki þó allar. Danska hjólreiðakonan Emma Norsgaard stóð upp eftir slysið en var greinilega þjáð. Hún hætti síðan keppni fljótlega og yfirgaf svæðið í hálskraga og með sjúkrabíl. Incroyables images sur le Tour de France Femmes avec cette chute collective XXL !Suivez la Grande Boucle féminine sur Eurosport avec #LesRP pic.twitter.com/fYBCGjPRWu— Eurosport France (@Eurosport_FR) July 28, 2022 Hin ítalska Marta Bastianelli hélt áfram keppni þrátt fyrir að vera með blóðuga olnboga og maskarinn rann niður andlit hennar. Lorena Wiebes, 23 ára Hollendingur, vann sérleiðina en hún var kominn í Gulu peysuna eftir að hafa unnið fyrstu sérleiðina sem endaði í París. Eftir þessa keppni er Marianne Vos, 35 ára Hollendingur, áfram í gulu sem hún tók með því að vinna aðra sérleið og hefur hún haldið henni síðan. Næsta á dagskrá er Alparnir við landamærin við Sviss og þar mun reyna virkilega á hjólreiðakonurnar.
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Sjá meira