Reyndu að færa lík Johns Snorra í tvær klukkustundir Eiður Þór Árnason skrifar 29. júlí 2022 13:54 John Snorri og Lína Móey þegar hann kom til landsins árið 2017 eftir að hafa toppað K2 að sumarlagi. Lífsspor K2 Jarðneskar leifar Johns Snorra Sigurjónssonar liggja á einum erfiðasta staðnum á fjallinu K2 og illa hefur gengið að færa þær af gönguleiðinni. Nýfallinn snjór skapar snjóflóðahættu á umræddu svæði og hamlar aðgerðum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fjölskyldu Johns Snorra en hluti hennar er nú staddur í Pakistan. Vonaðist hún til þess að hægt yrði að flytja líkið nær samferðamönnum hans Ali og Juan Pablo sem fórust einnig á fjallinu í febrúar 2021. Teymi sem samanstendur af fjórum fjallgöngumönnum reyndi að færa lík Johns Snorra í tvær klukkustundir án árangurs. „Það að flytja hann hefði getað skapað alvarlega öryggishættu fyrir þá yfir 150 einstaklinga sem ætla að klífa K2 í sumar.“ Fjölskyldan bíði eftir frekari upplýsingum um aðstæður á svæðinu áður en hún kanni næstu skref. Vildu þakka fyrir alla veitta aðstoð og stuðning Fjölskyldan leggur áherslu á að hún vilji ekki á neinn hátt stefna öryggi fjallgöngumanna sem koma að verkefninu í hættu. Í yfirlýsingu þakkar Lína Móey, ekkja Johns Snorra, pakistönsku þjóðinni fyrir hlýjar móttökur og veitta aðstoð. Hún segir að vinátta Johns Snorra og hins pakistanska Ali Sadpara hafi verið mjög náin og fjölskyldan viljað heimsækja Pakistan til að þakka öllum þeim sem hafi stutt hana á þessum erfiða tíma. „Ég trúi því innilega og veit það í hjarta mínu að John og Ali náðu á topp K2 í febrúar 2021. Það er ekki auðvelt að útskýra það sorgarferli sem ég og börnin höfum gengið í gegnum eftir fráfall Johns. Það að vera stödd hér í Pakistan er mikilvægur áfangi í okkar vegferð.“ Hún bætir við að hjónin hafi frá upphafi sambands þeirra verið samstíga í því að skapa líf sem væri þess virði að lifa og ferð Johns Snorra og Ali hafi verið hluti af því markmiði. „John hafði fullan og skilyrðislausan stuðning minn þegar kom að því að elta þann bernskudraum að að klífa K2 bæði að sumri og vetri til.“ Lína Móey hefur sagt að með því að fara til Pakistan vilji fjölskyldan ljúka leiðangri hans en hann reyndi að komast fyrstur manna upp fjallið að vetri til. Hefur Lína Móey síðustu daga meðal annars fundað með forseta Pakistan og mætt í fjölmiðlaviðtöl þar í landi. John Snorri á K2 Pakistan Fjallamennska Tengdar fréttir „Hefði viljað vera í grunnbúðum“ Sjerpunum sem fóru upp á K2 tókst ekki að færa jarðneskar leifar fjallagarpsins John Snorra sem fórst í mars 2021 á fjallinu. 28. júlí 2022 19:48 Fjölskylda John Snorra greinir frá missinum í pakistönskum miðlum Fjölskylda fjallagarpsins John Snorra sem fórst á fjallinu K2 á seinasta ári er komin til Pakistan til þess að ganga frá jarðneskum leifum hans. Fjölskyldan hefur farið á fund með forseta Pakistan og talað um missinn í pakistönskum fjölmiðlum. 27. júlí 2022 18:07 Fara til Pakistan á sunnudag til að ljúka leiðangri Johns Snorra Fjölskylda Johns Snorra Sigurjónssonar leggur af stað til Pakistan á sunnudag til að ganga frá jarðneskum leifum fjallagarpsins sem fórst á fjallinu K2 í mars á seinasta ári. 22. júlí 2022 17:33 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fjölskyldu Johns Snorra en hluti hennar er nú staddur í Pakistan. Vonaðist hún til þess að hægt yrði að flytja líkið nær samferðamönnum hans Ali og Juan Pablo sem fórust einnig á fjallinu í febrúar 2021. Teymi sem samanstendur af fjórum fjallgöngumönnum reyndi að færa lík Johns Snorra í tvær klukkustundir án árangurs. „Það að flytja hann hefði getað skapað alvarlega öryggishættu fyrir þá yfir 150 einstaklinga sem ætla að klífa K2 í sumar.“ Fjölskyldan bíði eftir frekari upplýsingum um aðstæður á svæðinu áður en hún kanni næstu skref. Vildu þakka fyrir alla veitta aðstoð og stuðning Fjölskyldan leggur áherslu á að hún vilji ekki á neinn hátt stefna öryggi fjallgöngumanna sem koma að verkefninu í hættu. Í yfirlýsingu þakkar Lína Móey, ekkja Johns Snorra, pakistönsku þjóðinni fyrir hlýjar móttökur og veitta aðstoð. Hún segir að vinátta Johns Snorra og hins pakistanska Ali Sadpara hafi verið mjög náin og fjölskyldan viljað heimsækja Pakistan til að þakka öllum þeim sem hafi stutt hana á þessum erfiða tíma. „Ég trúi því innilega og veit það í hjarta mínu að John og Ali náðu á topp K2 í febrúar 2021. Það er ekki auðvelt að útskýra það sorgarferli sem ég og börnin höfum gengið í gegnum eftir fráfall Johns. Það að vera stödd hér í Pakistan er mikilvægur áfangi í okkar vegferð.“ Hún bætir við að hjónin hafi frá upphafi sambands þeirra verið samstíga í því að skapa líf sem væri þess virði að lifa og ferð Johns Snorra og Ali hafi verið hluti af því markmiði. „John hafði fullan og skilyrðislausan stuðning minn þegar kom að því að elta þann bernskudraum að að klífa K2 bæði að sumri og vetri til.“ Lína Móey hefur sagt að með því að fara til Pakistan vilji fjölskyldan ljúka leiðangri hans en hann reyndi að komast fyrstur manna upp fjallið að vetri til. Hefur Lína Móey síðustu daga meðal annars fundað með forseta Pakistan og mætt í fjölmiðlaviðtöl þar í landi.
John Snorri á K2 Pakistan Fjallamennska Tengdar fréttir „Hefði viljað vera í grunnbúðum“ Sjerpunum sem fóru upp á K2 tókst ekki að færa jarðneskar leifar fjallagarpsins John Snorra sem fórst í mars 2021 á fjallinu. 28. júlí 2022 19:48 Fjölskylda John Snorra greinir frá missinum í pakistönskum miðlum Fjölskylda fjallagarpsins John Snorra sem fórst á fjallinu K2 á seinasta ári er komin til Pakistan til þess að ganga frá jarðneskum leifum hans. Fjölskyldan hefur farið á fund með forseta Pakistan og talað um missinn í pakistönskum fjölmiðlum. 27. júlí 2022 18:07 Fara til Pakistan á sunnudag til að ljúka leiðangri Johns Snorra Fjölskylda Johns Snorra Sigurjónssonar leggur af stað til Pakistan á sunnudag til að ganga frá jarðneskum leifum fjallagarpsins sem fórst á fjallinu K2 í mars á seinasta ári. 22. júlí 2022 17:33 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
„Hefði viljað vera í grunnbúðum“ Sjerpunum sem fóru upp á K2 tókst ekki að færa jarðneskar leifar fjallagarpsins John Snorra sem fórst í mars 2021 á fjallinu. 28. júlí 2022 19:48
Fjölskylda John Snorra greinir frá missinum í pakistönskum miðlum Fjölskylda fjallagarpsins John Snorra sem fórst á fjallinu K2 á seinasta ári er komin til Pakistan til þess að ganga frá jarðneskum leifum hans. Fjölskyldan hefur farið á fund með forseta Pakistan og talað um missinn í pakistönskum fjölmiðlum. 27. júlí 2022 18:07
Fara til Pakistan á sunnudag til að ljúka leiðangri Johns Snorra Fjölskylda Johns Snorra Sigurjónssonar leggur af stað til Pakistan á sunnudag til að ganga frá jarðneskum leifum fjallagarpsins sem fórst á fjallinu K2 í mars á seinasta ári. 22. júlí 2022 17:33