Reikna verður með erlendum tekjum við útreikning fæðingarorlofs Árni Sæberg skrifar 29. júlí 2022 15:46 Páll Hreinsson, annar frá hægri, er forseti EFTA-dómstólsins. EFTA EFTA-dómstóllinn segir í nýbirtu ráðgefandi áliti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að óheimilt sé að binda útreikning fæðingarorlofsgreiðslna alfarið við tekjur sem aflað er hér á landi. Héraðsdómur óskaði eftir áliti EFTA-dómstólsins vegna máls íslenskrar konu sem nú er í meðferð dómsins. Konan hafði verið í framhaldsnámi í læknisfræði í Danmörku og starfaði þar í fullu starfi frá árinu 2015. Síðan flutti hún hingað til lands á meðan hún var barnshafandi um miðjan september 2019. Þá hóf hún störf hjá Landspítalanum í lok september 2019. Hinn 22. janúar 2020 lagði hún inn umsókn um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði. Umsókninni fylgdu launaseðlar frá Landspítalanum fyrir nóvember og desember 2019 auk staðfestingar frá Danmörku um búsetu hennar þar frá árinu 2015 og yfirlit þarlendra launagreiðslna. Hún fæddi barn 26. mars 2020. Fæðingarorlofssjóður samþykkti umsókn konunnar en greiðsluáætlun gerði aðeins ráð fyrir greiðslu 184 þúsund króna á mánuði. Fæðingarorlofssjóður hafði því ekki tekið tillit til tekna hennar í Danmörku við útreikning greiðslna. Það þýddi því að hún fengi aðeins lágmarksgreiðslu á fæðingarorlofstímanum, að því er segir í áliti EFTA-dómstólsins. Konan kærði miðurstöðu sjóðsins til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti niðurstöðuna og því höfðaði konan mál fyrir héraðsdómi til að hnekkja úrskurðinum. Brjóti í bága við regluna um frjálsa för Í áliti EFTA-dómstólsins segir að reglugerð Evrópuráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa áskilji ekki að reikna beri fæðingarorlofsgreiðslur á grundvelli tekna sem aflað var í öðru EES-ríki. Hins vegar skuli þó miða fjárhæð bóta, líkt og þeirra sem um ræðir í málinu sem er til meðferðar hjá landsdómstólnum, sem veittar eru farandlaunþega sem aðeins aflaði tekna í öðru EES-ríki á því tímabili sem miðað er við samkvæmt landslögum, við tekjur launþega með sambærilega starfsreynslu og hæfi og sem gegnir svipuðu starfi í því EES-ríki þar sem sótt er um bætur. Þannig megi launþegi ekki missa rétt sinn til almannatryggingabóta eða að fjárhæð slíkra bóta skerðist vegna þess að hann hafi nýtt rétt sinn til frjálsrar farar. Fæðingarorlof EFTA Tryggingar Félagsmál Börn og uppeldi Dómsmál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
Héraðsdómur óskaði eftir áliti EFTA-dómstólsins vegna máls íslenskrar konu sem nú er í meðferð dómsins. Konan hafði verið í framhaldsnámi í læknisfræði í Danmörku og starfaði þar í fullu starfi frá árinu 2015. Síðan flutti hún hingað til lands á meðan hún var barnshafandi um miðjan september 2019. Þá hóf hún störf hjá Landspítalanum í lok september 2019. Hinn 22. janúar 2020 lagði hún inn umsókn um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði. Umsókninni fylgdu launaseðlar frá Landspítalanum fyrir nóvember og desember 2019 auk staðfestingar frá Danmörku um búsetu hennar þar frá árinu 2015 og yfirlit þarlendra launagreiðslna. Hún fæddi barn 26. mars 2020. Fæðingarorlofssjóður samþykkti umsókn konunnar en greiðsluáætlun gerði aðeins ráð fyrir greiðslu 184 þúsund króna á mánuði. Fæðingarorlofssjóður hafði því ekki tekið tillit til tekna hennar í Danmörku við útreikning greiðslna. Það þýddi því að hún fengi aðeins lágmarksgreiðslu á fæðingarorlofstímanum, að því er segir í áliti EFTA-dómstólsins. Konan kærði miðurstöðu sjóðsins til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti niðurstöðuna og því höfðaði konan mál fyrir héraðsdómi til að hnekkja úrskurðinum. Brjóti í bága við regluna um frjálsa för Í áliti EFTA-dómstólsins segir að reglugerð Evrópuráðsins um samræmingu almannatryggingakerfa áskilji ekki að reikna beri fæðingarorlofsgreiðslur á grundvelli tekna sem aflað var í öðru EES-ríki. Hins vegar skuli þó miða fjárhæð bóta, líkt og þeirra sem um ræðir í málinu sem er til meðferðar hjá landsdómstólnum, sem veittar eru farandlaunþega sem aðeins aflaði tekna í öðru EES-ríki á því tímabili sem miðað er við samkvæmt landslögum, við tekjur launþega með sambærilega starfsreynslu og hæfi og sem gegnir svipuðu starfi í því EES-ríki þar sem sótt er um bætur. Þannig megi launþegi ekki missa rétt sinn til almannatryggingabóta eða að fjárhæð slíkra bóta skerðist vegna þess að hann hafi nýtt rétt sinn til frjálsrar farar.
Fæðingarorlof EFTA Tryggingar Félagsmál Börn og uppeldi Dómsmál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira