Sakfelldur fyrir að bana unglingi sem hann hitti aldrei Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. júlí 2022 14:31 Artur Borzecki/Getty Images Rúmlega sextugur karl hefur verið sakfelldur í Katalóníu á Spáni fyrir að hafa banað 17 ára unglingi. Maðurinn hitti unglinginn aldrei og þeir höfðu einungis átt í samskiptum í einn sólarhring. Íván var venjulegur 17 ára unglingur sem gekk vel í skóla, hafði gaman af fótbolta og stundaði píanónám. Dag nokkurn fór hann inn á stefnumótasíðu og byrjaði að spjalla við karlmann. Þegar hann uppgötvaði að maðurinn var meira en 40 árum eldri, sá hann að sér og reyndi að slíta samskiptunum. Sendi mörg hundruð hótanir Hinn fullorðni karl setti þá í gang skæðadrífu skilaboða á WhatsApp, sem er eitt útbreiddasta samskiptaforrit á Spáni. Hann sagði drengnum að hann skyldi sjá eftir þessu og að hann skyldi ná sér niðri á honum. Hann hótaði honum misþyrmingum og að hann myndi skaða foreldra hans. Áreitið og hótanirnar stóðu yfir látlaust í 7 klukkustundir, á 3ja klukkustunda tímabili sendi hann Iván 219 andstyggileg skilaboð. Iván bað manninn afsökunar, lofaði að gera hvað sem væri, bara ef maðurinn léti sig og fjölskylduna í friði. Loks var líðan drengsins orðin það slæm, að hann sagðist vera að hugsa um að taka eigið líf. Sá sextugi sagði að sér gæti ekki staðið meira á sama og hvatti hann til þess fremur en hitt. Tók eigið líf Við svo búið, undir kvöldmatarleyti, fór Iván upp á þak byggingar, kastaði sér niður og lést samstundis. Þetta var í desember 2016. Af einhverjum ástæðum láðist algerlega að kanna innihald farsímans hans og það var ekki fyrr en 8 mánuðum síðar, sem hótanir hins sextuga karls, Vicente Paradís, urðu lýðum ljósar. Vicente Paradís var á fimmtudag fundinn sekur um að hafa orðið Iván að bana. Hann má nú vænta þess að verða dæmdur í allt að 16 ára fangelsi. Paradís hefur á meðan réttarhöldin hafa staðið yfir, sýnt af sér svipaða hegðun og lesa mátti út úr skilaboðunum 219 sem hann sendi Iván. Að honum stæði hjartanlega á sama. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Íván var venjulegur 17 ára unglingur sem gekk vel í skóla, hafði gaman af fótbolta og stundaði píanónám. Dag nokkurn fór hann inn á stefnumótasíðu og byrjaði að spjalla við karlmann. Þegar hann uppgötvaði að maðurinn var meira en 40 árum eldri, sá hann að sér og reyndi að slíta samskiptunum. Sendi mörg hundruð hótanir Hinn fullorðni karl setti þá í gang skæðadrífu skilaboða á WhatsApp, sem er eitt útbreiddasta samskiptaforrit á Spáni. Hann sagði drengnum að hann skyldi sjá eftir þessu og að hann skyldi ná sér niðri á honum. Hann hótaði honum misþyrmingum og að hann myndi skaða foreldra hans. Áreitið og hótanirnar stóðu yfir látlaust í 7 klukkustundir, á 3ja klukkustunda tímabili sendi hann Iván 219 andstyggileg skilaboð. Iván bað manninn afsökunar, lofaði að gera hvað sem væri, bara ef maðurinn léti sig og fjölskylduna í friði. Loks var líðan drengsins orðin það slæm, að hann sagðist vera að hugsa um að taka eigið líf. Sá sextugi sagði að sér gæti ekki staðið meira á sama og hvatti hann til þess fremur en hitt. Tók eigið líf Við svo búið, undir kvöldmatarleyti, fór Iván upp á þak byggingar, kastaði sér niður og lést samstundis. Þetta var í desember 2016. Af einhverjum ástæðum láðist algerlega að kanna innihald farsímans hans og það var ekki fyrr en 8 mánuðum síðar, sem hótanir hins sextuga karls, Vicente Paradís, urðu lýðum ljósar. Vicente Paradís var á fimmtudag fundinn sekur um að hafa orðið Iván að bana. Hann má nú vænta þess að verða dæmdur í allt að 16 ára fangelsi. Paradís hefur á meðan réttarhöldin hafa staðið yfir, sýnt af sér svipaða hegðun og lesa mátti út úr skilaboðunum 219 sem hann sendi Iván. Að honum stæði hjartanlega á sama.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira