Viðbúið að jarðskjálftar verði áfram næstu daga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2022 22:00 Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu. Náttúruvársérfræðingur segir viðbúið að skjálftarnir verði áfram næstu daga og útilokar ekki eldgos. Skjálftahrinan hófst um hádegisbil og stendur enn yfir en hún er að mati sérfræðinga mjög öflug. „Þetta eru mjög margir smáskjálftar með stærri skjálftum inni á milli. Stærsti skjálftinn í hrinunni mældist fjórir að stærð,“ sagði Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Sá fannst meðal annars í Borgarfirði. Í sjónvarpsfréttinni sýnir Einar okkur tölur yfir jarðskjálfta og eins og sést á skjánum er töluvert um smáskjálfta. Einar telur að kvikuhlaup sé á fjögurra til sjö kílómetra dýpi og ástæða til að fylgjast náið með þróuninni. Hann segir viðbúið að skjálftarnir verði áfram. „Og við þurfum að fylgjast með hvert dýpið er á skjálftunum og hver framvindan verður. Hvort þetta kóðni niður á endanum eins og gerðist um áramótin síðustu eða hvort við sjáum aftur eldgos á svipuðum slóðum.“ Veðurstofan fundaði með almannavörnum í dag og var óvissustigi lýst yfir. Þá hefur flugveðurkóði verið settur á gult viðbúnaðarstig en það hefur ekki verið gert síðan eldgosinu í Fagradalsfjalli lauk. Getur gosið alveg fyrirvaralaust eða fáum við fyrirboða áður? „Við sáum fyrst þegar það byrjaði að gjósa þá var eins og skjálftavirknin kóðnaði niður á undan en það er frekar erfitt að meta það. Við fylgjumst vel með vefmyndavélum og reynum að meta hver hæðin á skjálftunum er hverju sinni. Ef skjálftavirknin kóðnar niður þá förum við að horfa á vefmyndavélarnar.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Kröftugasti skjálftinn 4,4 að stærð og átján skjálftar stærri en 3,0 á Richter Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall sem hófst um hádegisbilið stendur enn yfir. Kröftugasti skjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan fimm og mældist 4,4 að stærð en þar að auki hefur verið stöðug hrina smærri skjálfta. 30. júlí 2022 18:45 Óvissustigi lýst yfir vegna hrinunnar Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst uppúr hádegi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veðurstofa Íslands hefur sett Krýsuvík á gult vegna flugumferðar en mesta virknin er NA við Fagradalsfjall. 30. júlí 2022 15:16 Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir fimm Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga. 30. júlí 2022 14:15 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Skjálftahrinan hófst um hádegisbil og stendur enn yfir en hún er að mati sérfræðinga mjög öflug. „Þetta eru mjög margir smáskjálftar með stærri skjálftum inni á milli. Stærsti skjálftinn í hrinunni mældist fjórir að stærð,“ sagði Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Sá fannst meðal annars í Borgarfirði. Í sjónvarpsfréttinni sýnir Einar okkur tölur yfir jarðskjálfta og eins og sést á skjánum er töluvert um smáskjálfta. Einar telur að kvikuhlaup sé á fjögurra til sjö kílómetra dýpi og ástæða til að fylgjast náið með þróuninni. Hann segir viðbúið að skjálftarnir verði áfram. „Og við þurfum að fylgjast með hvert dýpið er á skjálftunum og hver framvindan verður. Hvort þetta kóðni niður á endanum eins og gerðist um áramótin síðustu eða hvort við sjáum aftur eldgos á svipuðum slóðum.“ Veðurstofan fundaði með almannavörnum í dag og var óvissustigi lýst yfir. Þá hefur flugveðurkóði verið settur á gult viðbúnaðarstig en það hefur ekki verið gert síðan eldgosinu í Fagradalsfjalli lauk. Getur gosið alveg fyrirvaralaust eða fáum við fyrirboða áður? „Við sáum fyrst þegar það byrjaði að gjósa þá var eins og skjálftavirknin kóðnaði niður á undan en það er frekar erfitt að meta það. Við fylgjumst vel með vefmyndavélum og reynum að meta hver hæðin á skjálftunum er hverju sinni. Ef skjálftavirknin kóðnar niður þá förum við að horfa á vefmyndavélarnar.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Kröftugasti skjálftinn 4,4 að stærð og átján skjálftar stærri en 3,0 á Richter Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall sem hófst um hádegisbilið stendur enn yfir. Kröftugasti skjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan fimm og mældist 4,4 að stærð en þar að auki hefur verið stöðug hrina smærri skjálfta. 30. júlí 2022 18:45 Óvissustigi lýst yfir vegna hrinunnar Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst uppúr hádegi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veðurstofa Íslands hefur sett Krýsuvík á gult vegna flugumferðar en mesta virknin er NA við Fagradalsfjall. 30. júlí 2022 15:16 Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir fimm Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga. 30. júlí 2022 14:15 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Kröftugasti skjálftinn 4,4 að stærð og átján skjálftar stærri en 3,0 á Richter Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall sem hófst um hádegisbilið stendur enn yfir. Kröftugasti skjálftinn reið yfir rétt fyrir klukkan fimm og mældist 4,4 að stærð en þar að auki hefur verið stöðug hrina smærri skjálfta. 30. júlí 2022 18:45
Óvissustigi lýst yfir vegna hrinunnar Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst uppúr hádegi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veðurstofa Íslands hefur sett Krýsuvík á gult vegna flugumferðar en mesta virknin er NA við Fagradalsfjall. 30. júlí 2022 15:16
Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir fimm Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga. 30. júlí 2022 14:15