Verbúðin lifandi á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Elísabet Hanna og Magnús Jochum Pálsson skrifa 31. júlí 2022 20:36 Þorsteinn Þór Traustason hefur endurvakið tíma verbúðarinnar í hvíta tjaldi sínu á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Skjáskot Þorsteinn Þór Traustason ákvað að endurverkja Verbúðina í hvíta tjaldi sínu á þjóðhátíð í ár. Það má líkja því við að stíga inn í tímavél að heimsækja skrautlegt tjaldið. Þorsteinn segir markmiðið að láta fólki sem heimsæki tjaldið líða eins og það sé komið heim til ömmu sinnar í kleinur. Þorsteinn Þór Traustason sem er að eigin sögn „borinn og barnfæddur Eyjamaður“ er á sinni 35. þjóðhátíð. Hann var í „fótabaði“ í skrautlegu tjaldi sínu við Sjómannasund í Vestmannaeyjum þegar fréttamaður náði af honum tali til að forvitnast út í hvíta tjaldið hans. Hugmyndina kviknaði við áhorf á Verbúðinni Aðspurður hvaðan Þorsteinn Þór Traustason fékk innblásturinn að tjaldinu sínu sagði hann hugmyndina að tjaldinu hafa kviknað við áhorf á Verbúðinni. Þorsteinn sagðist hafa átt góðar minningar frá þessum tíma og því hafi Verbúðin kveikt í honum. Hann ákvað því að hafa Verbúðarþema í hvíta tjaldinu sínu á þjóðhátíð. Í vetur hafi hann því sankað að sér hlutum sem samræmdust tíðarandanum, komið heim með nýja hluti fyrir tjaldið í hverri viku, konu sinni „til mikillar gleði, eða þannig.“ Aðspurður hvernig hann sankaði að sér hlutunum í tjaldinu sagðist Þorsteinn hafa farið reglulega í Nytjamarkaðinn í Kópavogi til að ná sér í hluti. Svo reglulega að starfsmenn Nytjamarkaðarins væru nánast orðnir vinir hans. Fólk sem kíkir í tjaldið getur gluggað í gömul tölublöð af Æskunni og Húsfreyjunni.Sjáskot Fólk eigi að líða eins og það sé í heimsókn hjá ömmu Þorsteinn segist hafa verið með ákveðna mynd af tjaldinu í huganum í upphafi og söfnunin mótast af því. Lokamynd tjaldsins hafi hins vegar ekki komið fyrr en tjaldið fór upp. Í tjaldinu má sjá ýmiss konar gömul húsgögn sem flytja mann aftur til fortíðar.Skjáskot „Guðbjörg, konan mín, var alltaf að gera grín að mér. Hvort ég ætlaði að vera með þriggja hæða tjald og hvernig ég ætlaði að koma öllu fyrir, með nýja og nýja hluti á hverjum degi.“ Þorsteinn segir að markmiðið með tjaldinu hafi verið að láta fólki líða eins og það væri komið heim til ömmu sinnar í kleinur og segir að fólk hafi akkúrat brugðist þannig við. Þá segir hann að það sé búið að vera troðið í tjaldinu alla hátíðina og fólk í geggjuðum gír. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Þorsteinn Þór Traustason sem er að eigin sögn „borinn og barnfæddur Eyjamaður“ er á sinni 35. þjóðhátíð. Hann var í „fótabaði“ í skrautlegu tjaldi sínu við Sjómannasund í Vestmannaeyjum þegar fréttamaður náði af honum tali til að forvitnast út í hvíta tjaldið hans. Hugmyndina kviknaði við áhorf á Verbúðinni Aðspurður hvaðan Þorsteinn Þór Traustason fékk innblásturinn að tjaldinu sínu sagði hann hugmyndina að tjaldinu hafa kviknað við áhorf á Verbúðinni. Þorsteinn sagðist hafa átt góðar minningar frá þessum tíma og því hafi Verbúðin kveikt í honum. Hann ákvað því að hafa Verbúðarþema í hvíta tjaldinu sínu á þjóðhátíð. Í vetur hafi hann því sankað að sér hlutum sem samræmdust tíðarandanum, komið heim með nýja hluti fyrir tjaldið í hverri viku, konu sinni „til mikillar gleði, eða þannig.“ Aðspurður hvernig hann sankaði að sér hlutunum í tjaldinu sagðist Þorsteinn hafa farið reglulega í Nytjamarkaðinn í Kópavogi til að ná sér í hluti. Svo reglulega að starfsmenn Nytjamarkaðarins væru nánast orðnir vinir hans. Fólk sem kíkir í tjaldið getur gluggað í gömul tölublöð af Æskunni og Húsfreyjunni.Sjáskot Fólk eigi að líða eins og það sé í heimsókn hjá ömmu Þorsteinn segist hafa verið með ákveðna mynd af tjaldinu í huganum í upphafi og söfnunin mótast af því. Lokamynd tjaldsins hafi hins vegar ekki komið fyrr en tjaldið fór upp. Í tjaldinu má sjá ýmiss konar gömul húsgögn sem flytja mann aftur til fortíðar.Skjáskot „Guðbjörg, konan mín, var alltaf að gera grín að mér. Hvort ég ætlaði að vera með þriggja hæða tjald og hvernig ég ætlaði að koma öllu fyrir, með nýja og nýja hluti á hverjum degi.“ Þorsteinn segir að markmiðið með tjaldinu hafi verið að láta fólki líða eins og það væri komið heim til ömmu sinnar í kleinur og segir að fólk hafi akkúrat brugðist þannig við. Þá segir hann að það sé búið að vera troðið í tjaldinu alla hátíðina og fólk í geggjuðum gír.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira