„Það virðist vera ný innskotavirkni hafin aftur á Reykjanesskaganum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. ágúst 2022 12:09 Náttúruvársérfræðingar á Veðurstofunni bíða eftir gögnum um aflögun, sem varpað gætu betra ljósi á aðstæður. Vísir/Egill Ríflega 1.400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum síðan á miðnætti - þar af fimm yfir 4,0 að stærð. Landsmenn mega gera ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga en jarðeðlisfræðingur telur að ný innskotavirkni sé hafin í kringum ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum. Jarðskjálftahrinan hófst um hádegisbil á laugardag og hefur haldið áfram nánast óslitið síðan. Stærsti skjálftinn mældist rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi og var 5,4 á Richter. Fimm skjálftar yfir 4,0 hafa mælst síðan á miðnætti. Sigurlaug Hjaltadóttir, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga, segir í samtali við fréttastofu að um ákafa innskotahrinu sé að ræða. „Það virðist vera ný innskotavirkni hafin aftur á Reykjanesskaganum og líklega er þetta í kringum ganginn sem myndaðist áður en það gaus í mars í fyrra. En jarðskjálftavirknin er samt víðar, hún er líka vestur af Þorbirni þar sem innskotið myndaðist í desember síðastliðnum. Það er líka talsverð jarðskjálftavirkni við Kleifarvatn,“ segir Sigurlaug. Bendi til þess að kvika sé á ferðinni Hún segir erfitt að segja til um hvort kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið en skjálftarnir verða ekki alltaf nákvæmlega þar sem kvikan er, heldur þar sem spennan er almennt mest. Hún telur að búast megi við áframhaldandi virkni. „Það bendir til þess að kvika sé á ferðinni og alveg gæti verið von á stórum skjálftum svona í kringum fjóra - jafnvel meira núna næstu klukkutímana eða næstu daga. Annars verðum við bara að bíða og sjá hvort þetta gengur niður eða heldur áfram,“ segir Sigurlaug. Aðspurð hvort að skyndileg minnkun á jarðskjálftavirkni sé fyrirboði eldgoss segir hún að mörg dæmi séu til um slíkan aðdraganda. Minni virkni tímabundið þýði þó alls ekki að eldgos sé tvímælalaust í vændum. „Þegar við höfum séð eldgos sem verða ekki undir jökli þá dregur úr virkninni svona nokkrum klukkutímum fyrir gos og það er líklega vegna þess að jarðskjálftar verða síður mjög grunnt í jarðskorpunni. Hún er ekki jafn stökk og það myndast ekki skjálftar þar, þannig að ef að kvikubroddurinn er að færast nær yfirborði þá já, þá hefur það oft gerst að það dregur úr skjálftavirkninni. En skjálftavirknin, þó að kvikan sé að ferðast núna á einhverra kílómetra dýpi þá gerist það að hún detti samt niður á milli. Þetta treðst áfram og svo er hlé og svo treðst það áfram, þannig að þó að þetta hafi dottið niður núna í augnablikinu þá getur vel verið að þetta haldi svona áfram,“ segir Sigurlaug. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur skjálfti fannst víðsvegar Snarpur skjálfti 4,0 að stærð mældist rétt eftir klukkan 11 í dag. Skjálftinn mældist um 4,3 kílómetra austur af Keili, á fimm kílómetra dýpi. 1. ágúst 2022 11:08 Fjölmargir skjálftar yfir 3,0 að stærð fylgt eftir stóra skjálftanum Jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir skammt frá Grindavík klukkan 17:48 í dag. Skjálftinn er sá langstærsti í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Jörðin á Reykjanesskaga hefur haldið áfram að skjálfa allverulega síðan þá og hafa sextán skjálftar stærri en 3,0 riðið yfir. 31. júlí 2022 23:43 Grindvíkingar séu tilbúnir Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. 31. júlí 2022 22:56 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Sjá meira
Jarðskjálftahrinan hófst um hádegisbil á laugardag og hefur haldið áfram nánast óslitið síðan. Stærsti skjálftinn mældist rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi og var 5,4 á Richter. Fimm skjálftar yfir 4,0 hafa mælst síðan á miðnætti. Sigurlaug Hjaltadóttir, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga, segir í samtali við fréttastofu að um ákafa innskotahrinu sé að ræða. „Það virðist vera ný innskotavirkni hafin aftur á Reykjanesskaganum og líklega er þetta í kringum ganginn sem myndaðist áður en það gaus í mars í fyrra. En jarðskjálftavirknin er samt víðar, hún er líka vestur af Þorbirni þar sem innskotið myndaðist í desember síðastliðnum. Það er líka talsverð jarðskjálftavirkni við Kleifarvatn,“ segir Sigurlaug. Bendi til þess að kvika sé á ferðinni Hún segir erfitt að segja til um hvort kvika nái að brjóta sér leið upp á yfirborðið en skjálftarnir verða ekki alltaf nákvæmlega þar sem kvikan er, heldur þar sem spennan er almennt mest. Hún telur að búast megi við áframhaldandi virkni. „Það bendir til þess að kvika sé á ferðinni og alveg gæti verið von á stórum skjálftum svona í kringum fjóra - jafnvel meira núna næstu klukkutímana eða næstu daga. Annars verðum við bara að bíða og sjá hvort þetta gengur niður eða heldur áfram,“ segir Sigurlaug. Aðspurð hvort að skyndileg minnkun á jarðskjálftavirkni sé fyrirboði eldgoss segir hún að mörg dæmi séu til um slíkan aðdraganda. Minni virkni tímabundið þýði þó alls ekki að eldgos sé tvímælalaust í vændum. „Þegar við höfum séð eldgos sem verða ekki undir jökli þá dregur úr virkninni svona nokkrum klukkutímum fyrir gos og það er líklega vegna þess að jarðskjálftar verða síður mjög grunnt í jarðskorpunni. Hún er ekki jafn stökk og það myndast ekki skjálftar þar, þannig að ef að kvikubroddurinn er að færast nær yfirborði þá já, þá hefur það oft gerst að það dregur úr skjálftavirkninni. En skjálftavirknin, þó að kvikan sé að ferðast núna á einhverra kílómetra dýpi þá gerist það að hún detti samt niður á milli. Þetta treðst áfram og svo er hlé og svo treðst það áfram, þannig að þó að þetta hafi dottið niður núna í augnablikinu þá getur vel verið að þetta haldi svona áfram,“ segir Sigurlaug.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur skjálfti fannst víðsvegar Snarpur skjálfti 4,0 að stærð mældist rétt eftir klukkan 11 í dag. Skjálftinn mældist um 4,3 kílómetra austur af Keili, á fimm kílómetra dýpi. 1. ágúst 2022 11:08 Fjölmargir skjálftar yfir 3,0 að stærð fylgt eftir stóra skjálftanum Jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir skammt frá Grindavík klukkan 17:48 í dag. Skjálftinn er sá langstærsti í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Jörðin á Reykjanesskaga hefur haldið áfram að skjálfa allverulega síðan þá og hafa sextán skjálftar stærri en 3,0 riðið yfir. 31. júlí 2022 23:43 Grindvíkingar séu tilbúnir Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. 31. júlí 2022 22:56 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Sjá meira
Snarpur skjálfti fannst víðsvegar Snarpur skjálfti 4,0 að stærð mældist rétt eftir klukkan 11 í dag. Skjálftinn mældist um 4,3 kílómetra austur af Keili, á fimm kílómetra dýpi. 1. ágúst 2022 11:08
Fjölmargir skjálftar yfir 3,0 að stærð fylgt eftir stóra skjálftanum Jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir skammt frá Grindavík klukkan 17:48 í dag. Skjálftinn er sá langstærsti í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Jörðin á Reykjanesskaga hefur haldið áfram að skjálfa allverulega síðan þá og hafa sextán skjálftar stærri en 3,0 riðið yfir. 31. júlí 2022 23:43
Grindvíkingar séu tilbúnir Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því. 31. júlí 2022 22:56