„Maður myndi alveg þiggja fleiri svona helgar“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. ágúst 2022 23:00 Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Verslunarmannahelgin var með rólegra móti þetta árið þó hátíðarhöld hafi verið víða á landinu og mikil stemning eftir faraldur. Færri líkamsárásir komu á borð lögreglu en oft áður en tilkynnt hefur verið um tvö kynferðisbrot í Vestmannaeyjum. Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi ársins og nóg að gera víðs vegar á landinu en þó voru margir sem héldu sig í Reykjavík þetta árið. „Heilt yfir þá bara gekk þetta mjög vel, þessi helgi,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um verkefni helgarinnar en að hans sögn var helgin rólegri en oft áður. „Maður myndi alveg þiggja fleiri svona helgar.“ Þó nokkur mál komu þó á borð lögreglu og voru þau að mestu tengd skemmtanahaldi auk þess sem eitthvað var um ölvunarakstur. Nítján líkamsárásir voru tilkynntar í heildina, þar af tvær alvarlegar, en Jóhann segir það ekki mikið. „Ég held að þjóðin hafi bara einhvern veginn breyst í Covid, fólk er farið fyrr út og fyrr heim og við sjáum það bara á tölunum, það er minna um líkamsárásir,“ segir hann. Gekk vel í Eyjum þó eitt ofbeldisbrot sé einu of mikið Þó það hafi verið nóg að gera í miðbænum þessa helgina þá voru þó ívið færri en vanalega en margir sóttu ýmsar hátíðir víðs vegar á landinu. Þannig var til að mynda mjög fjölmennt á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Það var gríðarlegur fjöldi, sérstaklega þegar á leið og mest á sunnudagskvöldið, og svona miðað við mannfjölda og hátíðina í heild sinni þá gekk þetta bara nokkuð vel,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og settur lögreglustjóri á Suðurlandi. Sömu sögu megi segja af Suðurlandinu þar sem margir voru á tjaldsvæðum og umferð mikil. Tilfinning lögreglu sé sú að minni erill hafi verið þessa helgina. Í Vestmannaeyjum voru átta líkamsárásarmál skráð hjá lögreglu, aðeins færri en á fyrri árum. Þá var tilkynnt um tvö kynferðisbrot í gær og eru þau mál til meðferðar. Á Suðurlandi hefur sömuleiðis verið tilkynnt um eitt kynferðisbrot eftir helgina. Of snemmt er að bera þann fjölda saman við fyrri ár að sögn Gríms. „Það er auðvitað þekkt varðandi kynferðisbrotin að þau eru gjarnan tilkynnt eftir á, þannig það er í sjálfu sér ekki hægt að skoða niðurstöðuna fyrr en einhver tími er liðinn,“ segir Grímur. Eitt ofbeldisbrot sé þó einu of mikið. „Það er alltaf markmiðið að þetta verði allt eins gott og mögulegt er, við reynum alltaf að bæta okkur,“ segir hann. Lögreglumál Þjóðhátíð í Eyjum Reykjavík Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Einhver kynferðisbrot tilkynnt eftir helgina en of snemmt að bera saman við fyrri ár Ofbeldisbrot um verslunarmannahelgina virðast við fyrstu sýn álíka mörg og fyrir faraldur að sögn verkefnastjóra aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Einhver kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu en hafa þurfi í huga að þau séu yfirleitt tilkynnt seinna. Þá sé sumarið ekki búið og stórir viðburðir fram undan. 2. ágúst 2022 13:16 Ein tilkynning um kynferðisbrot á Suðurlandi um helgina Alls barst lögreglunni á Suðurlandi ein tilkynning um kynferðisbrot um helgina. Einnig barst tilkynning um mögulega byrlun. Alls voru 360 mál og verkefni skráð hjá embættinu yfir helgina. 2. ágúst 2022 12:15 Tiltölulega róleg helgi hjá lögreglunni og betri en margir þorðu að vona Landsmenn skemmtu sér nokkuð vel um verslunarmannahelgina en að sögn lögreglu var helgin betri en menn þorðu að vona eftir faraldurinn. Á Akureyri og í Vestmannaeyjum var lítið um alvarleg brot en þó á eftir að gera helgina frekar upp. 1. ágúst 2022 18:55 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi ársins og nóg að gera víðs vegar á landinu en þó voru margir sem héldu sig í Reykjavík þetta árið. „Heilt yfir þá bara gekk þetta mjög vel, þessi helgi,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um verkefni helgarinnar en að hans sögn var helgin rólegri en oft áður. „Maður myndi alveg þiggja fleiri svona helgar.“ Þó nokkur mál komu þó á borð lögreglu og voru þau að mestu tengd skemmtanahaldi auk þess sem eitthvað var um ölvunarakstur. Nítján líkamsárásir voru tilkynntar í heildina, þar af tvær alvarlegar, en Jóhann segir það ekki mikið. „Ég held að þjóðin hafi bara einhvern veginn breyst í Covid, fólk er farið fyrr út og fyrr heim og við sjáum það bara á tölunum, það er minna um líkamsárásir,“ segir hann. Gekk vel í Eyjum þó eitt ofbeldisbrot sé einu of mikið Þó það hafi verið nóg að gera í miðbænum þessa helgina þá voru þó ívið færri en vanalega en margir sóttu ýmsar hátíðir víðs vegar á landinu. Þannig var til að mynda mjög fjölmennt á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Það var gríðarlegur fjöldi, sérstaklega þegar á leið og mest á sunnudagskvöldið, og svona miðað við mannfjölda og hátíðina í heild sinni þá gekk þetta bara nokkuð vel,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og settur lögreglustjóri á Suðurlandi. Sömu sögu megi segja af Suðurlandinu þar sem margir voru á tjaldsvæðum og umferð mikil. Tilfinning lögreglu sé sú að minni erill hafi verið þessa helgina. Í Vestmannaeyjum voru átta líkamsárásarmál skráð hjá lögreglu, aðeins færri en á fyrri árum. Þá var tilkynnt um tvö kynferðisbrot í gær og eru þau mál til meðferðar. Á Suðurlandi hefur sömuleiðis verið tilkynnt um eitt kynferðisbrot eftir helgina. Of snemmt er að bera þann fjölda saman við fyrri ár að sögn Gríms. „Það er auðvitað þekkt varðandi kynferðisbrotin að þau eru gjarnan tilkynnt eftir á, þannig það er í sjálfu sér ekki hægt að skoða niðurstöðuna fyrr en einhver tími er liðinn,“ segir Grímur. Eitt ofbeldisbrot sé þó einu of mikið. „Það er alltaf markmiðið að þetta verði allt eins gott og mögulegt er, við reynum alltaf að bæta okkur,“ segir hann.
Lögreglumál Þjóðhátíð í Eyjum Reykjavík Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Einhver kynferðisbrot tilkynnt eftir helgina en of snemmt að bera saman við fyrri ár Ofbeldisbrot um verslunarmannahelgina virðast við fyrstu sýn álíka mörg og fyrir faraldur að sögn verkefnastjóra aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Einhver kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu en hafa þurfi í huga að þau séu yfirleitt tilkynnt seinna. Þá sé sumarið ekki búið og stórir viðburðir fram undan. 2. ágúst 2022 13:16 Ein tilkynning um kynferðisbrot á Suðurlandi um helgina Alls barst lögreglunni á Suðurlandi ein tilkynning um kynferðisbrot um helgina. Einnig barst tilkynning um mögulega byrlun. Alls voru 360 mál og verkefni skráð hjá embættinu yfir helgina. 2. ágúst 2022 12:15 Tiltölulega róleg helgi hjá lögreglunni og betri en margir þorðu að vona Landsmenn skemmtu sér nokkuð vel um verslunarmannahelgina en að sögn lögreglu var helgin betri en menn þorðu að vona eftir faraldurinn. Á Akureyri og í Vestmannaeyjum var lítið um alvarleg brot en þó á eftir að gera helgina frekar upp. 1. ágúst 2022 18:55 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Einhver kynferðisbrot tilkynnt eftir helgina en of snemmt að bera saman við fyrri ár Ofbeldisbrot um verslunarmannahelgina virðast við fyrstu sýn álíka mörg og fyrir faraldur að sögn verkefnastjóra aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Einhver kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu en hafa þurfi í huga að þau séu yfirleitt tilkynnt seinna. Þá sé sumarið ekki búið og stórir viðburðir fram undan. 2. ágúst 2022 13:16
Ein tilkynning um kynferðisbrot á Suðurlandi um helgina Alls barst lögreglunni á Suðurlandi ein tilkynning um kynferðisbrot um helgina. Einnig barst tilkynning um mögulega byrlun. Alls voru 360 mál og verkefni skráð hjá embættinu yfir helgina. 2. ágúst 2022 12:15
Tiltölulega róleg helgi hjá lögreglunni og betri en margir þorðu að vona Landsmenn skemmtu sér nokkuð vel um verslunarmannahelgina en að sögn lögreglu var helgin betri en menn þorðu að vona eftir faraldurinn. Á Akureyri og í Vestmannaeyjum var lítið um alvarleg brot en þó á eftir að gera helgina frekar upp. 1. ágúst 2022 18:55