Enn engin merki um gosóróa á Reykjanesi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2022 12:46 Enn eru engin merki um gosóróa á Reykjanesi þó jarðskjálftar séu stöðugir. Vísir/RAX Mikil skjálftavirkni er enn á Reykjanesskaga en engin merki um gosóróa. Búast má við að skjálftavirkni komi í hviðum næstu daga og vikur. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi síðustu daga og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á laugardag vegna þess. Þá eru verulegar líkur taldar á eldgosi á svæðinu á næstu dögum eða vikum. „Það er áframhaldandi skjálftavirkni og það eru rúmlega þúsund skjálftar komnir inn síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn kom núna í morgun, 4,6 að stærð, Það er bara áframhaldandi hristingur þarna,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Engin merki séu um gosóróa en samkvæmt niðurstöðum aflögunarlíkana sem gerð voru í gær bendir allt til að kvikugangurinnn undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt, eða í kring um einn kílómetra undir yfirborðinu. Örlítið færri skjálftar hafi mælst, og fundist, undanfarinn sólarhring en dagana á undan. „Það er örlítið búið að hægja en þetta kemur í svona hviðum: Það koma margir skjálftar og svo hægist aðeins á því og svo eykst það aftur. Þannig að þetta er svona hviðukennt,“ segir Lovísa. Reykur sást rjúka upp við Fagradalsfjall í gærkvöldi, sem vakti upp áhyggjur að gos væri hafið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna þessa en reykurinn reyndist vera vegna elds í mosa. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er ekki ljóst hvað olli eldinum en að hann hafi verið lítill og slokknað fljótlega. Engir fleiri skjálftar í Grímsvötnum Auk óróans á Reykjanesi hefur aukin skjálftavirkni mælst við Grímsvötn og breytti Veðurstofan litakóða fyrir Grímsvötn í gult í gær. „Það hafa engir skjálftar komið síðan það kom þarna um daginn þannig að virknin virðist vera að fara niður en við höldum áfram að fylgjast með,“ segir Lovísa. Grímsvötn hafa ekki gosið síðan 2011 og segir Lovísa því tímabært að þau gjósi, þó náttúran fylgi ekki reglum mannanna. Eldgos í Grímsvötnum yrði þá talsvert meiri hasar en eldgos á borð við það sem var í Fagradalsfjalli. „Í Grímsvötnum þá er kvikan að fara í gegn um jökulinn og þá verður sprengigos, þannig að það verður mjög mikið öskugos. Þau eru yfirleitt styttri, taka kannski tíu daga eða tvær vikur og er mjög öflugt og svo klárast það. Þannig það er töluvert ólíkt því sem er á Reykjanesi, þar sem er stöðugt hraunflæði, en þarna eru sprengingar og mikil aska,“ segir Lovísa. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Næstu kynslóðir þurfi að búa sig undir tíð eldgos Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að næstu kynslóðir landsmanna þurfi að búa sig undir tíð eldgos á Reykjanesskaganum. 3. ágúst 2022 10:56 „Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00 Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi síðustu daga og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á laugardag vegna þess. Þá eru verulegar líkur taldar á eldgosi á svæðinu á næstu dögum eða vikum. „Það er áframhaldandi skjálftavirkni og það eru rúmlega þúsund skjálftar komnir inn síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn kom núna í morgun, 4,6 að stærð, Það er bara áframhaldandi hristingur þarna,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Engin merki séu um gosóróa en samkvæmt niðurstöðum aflögunarlíkana sem gerð voru í gær bendir allt til að kvikugangurinnn undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt, eða í kring um einn kílómetra undir yfirborðinu. Örlítið færri skjálftar hafi mælst, og fundist, undanfarinn sólarhring en dagana á undan. „Það er örlítið búið að hægja en þetta kemur í svona hviðum: Það koma margir skjálftar og svo hægist aðeins á því og svo eykst það aftur. Þannig að þetta er svona hviðukennt,“ segir Lovísa. Reykur sást rjúka upp við Fagradalsfjall í gærkvöldi, sem vakti upp áhyggjur að gos væri hafið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna þessa en reykurinn reyndist vera vegna elds í mosa. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er ekki ljóst hvað olli eldinum en að hann hafi verið lítill og slokknað fljótlega. Engir fleiri skjálftar í Grímsvötnum Auk óróans á Reykjanesi hefur aukin skjálftavirkni mælst við Grímsvötn og breytti Veðurstofan litakóða fyrir Grímsvötn í gult í gær. „Það hafa engir skjálftar komið síðan það kom þarna um daginn þannig að virknin virðist vera að fara niður en við höldum áfram að fylgjast með,“ segir Lovísa. Grímsvötn hafa ekki gosið síðan 2011 og segir Lovísa því tímabært að þau gjósi, þó náttúran fylgi ekki reglum mannanna. Eldgos í Grímsvötnum yrði þá talsvert meiri hasar en eldgos á borð við það sem var í Fagradalsfjalli. „Í Grímsvötnum þá er kvikan að fara í gegn um jökulinn og þá verður sprengigos, þannig að það verður mjög mikið öskugos. Þau eru yfirleitt styttri, taka kannski tíu daga eða tvær vikur og er mjög öflugt og svo klárast það. Þannig það er töluvert ólíkt því sem er á Reykjanesi, þar sem er stöðugt hraunflæði, en þarna eru sprengingar og mikil aska,“ segir Lovísa.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Næstu kynslóðir þurfi að búa sig undir tíð eldgos Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að næstu kynslóðir landsmanna þurfi að búa sig undir tíð eldgos á Reykjanesskaganum. 3. ágúst 2022 10:56 „Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00 Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Næstu kynslóðir þurfi að búa sig undir tíð eldgos Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að næstu kynslóðir landsmanna þurfi að búa sig undir tíð eldgos á Reykjanesskaganum. 3. ágúst 2022 10:56
„Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00
Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent