Kristján Már fjarri góðu gamni og missir af gosinu Jakob Bjarnar skrifar 3. ágúst 2022 16:24 Gagnmerk umfjöllun um eldgos og jarðhræringar hefur sett sitt mark á meira en þriggja áratuga feril Kristjáns Más, eins og þessi afmælisterta sýnir en hún var bökuð í tilefni af þrjátíu ára starfsafmæli hans á Stöð 2. Hann er nú fjarri góðu gamni. Það var líkt og náttúruöflin væru að stríða honum þegar þau tóku upp á því að hefja gos um leið og hann flaug af landi brott. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er reyndasti fréttamaður landsins, þegar kemur að umfjöllun um eldgos og aðrar jarðhræringar. Kristján Már er ávallt með öryggisvestið klárt ef og þegar til kastanna kemur en nú brá svo við að hann var staddur á Leifsstöð þegar tók að gjósa öðru sinni nú í seinni tíð við Fagradalsfjall. Kristján Már er á leið til Spánar í frí. En hann missti þó ekki af gosinu, ekki alveg þó hann hafi klæjað í lófana að fara á vettvang og huga að aðstæðum. „Ég sit í flugstöðinni í KEF á leið í frí til útlanda. Gosstrókur sést úr Leifsstöð yfir Fagradalsfjalli. Flugumferð virðist ekki hafa raskast. Þrjár vélar frá Play hafa lent eftir að gosið hófst.“ Svo hljóðuðu skilaboð Kristjáns Más til fréttastofu strax við upphaf yfirstandandi goss. Dóttir Kristjáns, blaðamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir, hefur lúmskt gaman að þessu og sendir pabba sínum kveðju á Twitter. Nei hættið nú alveg, gosið hófst um leið og KMU mætti á flugstöðina á leið til Spánar! Fyrsta gosið sem pabbi missir af en það er auðvitað mikilvægara gos á Spáni því systir mín sem býr þar fer bráðum að eiga sitt annað barn! pic.twitter.com/N4EMaCwK7r— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) August 3, 2022 En þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem náttúruöflin gera Kristjáni Má grikk af þessu tagi. „Ég er vanur þessu. Þegar gosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls 2010 var ég í flugtaki frá Keflavík á leið til Finnlands og sá gosstrókinn koma upp úr skýjunum,“ segir Kristján Már og reynir að láta sér hvergi bregða. Það er svo huggun harmi gegn að umrætt gos er enn sem komið er lítið og nett. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings teygir gostungan sig í um fimm hundruð metra, kvikustrókurinn er veikur, einungis tíu til fimmtán metrar. Kristján Már hefur reyndar haft vökult auga með svæðinu og nýverið skrifaði hann þessa frétt: Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Íslendingar erlendis Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Lítið og nett hraungos“ Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir í samtali við fréttastofu að gosið sem hófst á Reykjanesi í dag sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni. 3. ágúst 2022 14:37 Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Fleiri fréttir Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Sjá meira
Kristján Már er ávallt með öryggisvestið klárt ef og þegar til kastanna kemur en nú brá svo við að hann var staddur á Leifsstöð þegar tók að gjósa öðru sinni nú í seinni tíð við Fagradalsfjall. Kristján Már er á leið til Spánar í frí. En hann missti þó ekki af gosinu, ekki alveg þó hann hafi klæjað í lófana að fara á vettvang og huga að aðstæðum. „Ég sit í flugstöðinni í KEF á leið í frí til útlanda. Gosstrókur sést úr Leifsstöð yfir Fagradalsfjalli. Flugumferð virðist ekki hafa raskast. Þrjár vélar frá Play hafa lent eftir að gosið hófst.“ Svo hljóðuðu skilaboð Kristjáns Más til fréttastofu strax við upphaf yfirstandandi goss. Dóttir Kristjáns, blaðamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir, hefur lúmskt gaman að þessu og sendir pabba sínum kveðju á Twitter. Nei hættið nú alveg, gosið hófst um leið og KMU mætti á flugstöðina á leið til Spánar! Fyrsta gosið sem pabbi missir af en það er auðvitað mikilvægara gos á Spáni því systir mín sem býr þar fer bráðum að eiga sitt annað barn! pic.twitter.com/N4EMaCwK7r— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) August 3, 2022 En þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem náttúruöflin gera Kristjáni Má grikk af þessu tagi. „Ég er vanur þessu. Þegar gosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls 2010 var ég í flugtaki frá Keflavík á leið til Finnlands og sá gosstrókinn koma upp úr skýjunum,“ segir Kristján Már og reynir að láta sér hvergi bregða. Það er svo huggun harmi gegn að umrætt gos er enn sem komið er lítið og nett. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings teygir gostungan sig í um fimm hundruð metra, kvikustrókurinn er veikur, einungis tíu til fimmtán metrar. Kristján Már hefur reyndar haft vökult auga með svæðinu og nýverið skrifaði hann þessa frétt:
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Íslendingar erlendis Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Lítið og nett hraungos“ Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir í samtali við fréttastofu að gosið sem hófst á Reykjanesi í dag sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni. 3. ágúst 2022 14:37 Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Fleiri fréttir Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Sjá meira
„Lítið og nett hraungos“ Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir í samtali við fréttastofu að gosið sem hófst á Reykjanesi í dag sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni. 3. ágúst 2022 14:37