„Ég varð að setjast niður og gráta“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2022 09:02 Mikill fjöldi lagði leið sína að gosinu í gær. Vísir/Eyþór Erlendir fjölmiðlar víða um um heim hafa fjallað um eldgosið við Meradali sem hófst í gær. Útgangspunkturinn hjá flestum virðist vera að gosið sé nærri Keflavíkurflugvelli og Reykjavík, þó tekið sé fram að engin hætta virðist vera á ferðum. Eldgosið við Fagradalsfjall á síðasta ári vakti mikla athygli erlendra fjölmiðla. Búast má við að það sama verði upp á teningnum nú. Á áberandi stað á forsíðu BBC má nálgast myndband frá gosstöðvunum þar sem meðal annars er rætt við tvo ferðamenn sem brugðu sér þangað í gærkvöldi. Viðtalið er tekið upp alveg við hraunbreiðuna og virtust miklar tilfinningar hafa gert vart við sig þegar þeir nálguðust eldgosið. „Ég varð að setjast niður og gráta því að þetta er svo fallegt,“ segir ferðamaðurinn við BBC. Líkt og fjallað var um á Vísi í gær og í morgun flykktust forvitnir ferðalangar að gosinu í gær. Var töluverður fjöldi við eldgosið og búast má við því að svo verði áfram næstu daga. Á vef Sky News er útgangspunkturinn að eldgosið sé nærri Keflavíkurflugvelli, þó tekið sé fram að líklega sé engin hætta á ferðum hvað varðara flug. Bretum er í fersku minni þegar eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 fór illa með flugumferð í Evrópu, enda er minnst á það í frétt Sky. VIDEO: People watch as lava spews out of a volcanic fissure in the Geldingadalir volcano in Iceland.The volcano erupted near the capital Reykjavik, spewing red hot lava and plumes of smoke out of a fissure in an uninhabited valley after several days of intense seismic activity pic.twitter.com/KFKqZXdoo7— AFP News Agency (@AFP) August 4, 2022 Bandaríska fréttastofan ABC News fjallar einnig um eldgosið og birtir myndir frá fréttaveitunni AP. Indverska fréttasíðan Zeenews fjallar einnig um gosið. Þar virðist útgangspunkturinn vera sá hversu mikill fjöldi skoðaði gosið strax í upphafi þess. Þar, eins og í frétt Sky News, eru lesendur fullvisaðir um að ólíklegt sé að gosið muni hafa áhrif á flugumferð í sama mæli og gosið í Eyjafjallajökli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38 Stöðugt streymi í gosinu í nótt Eldgosið í Meradölum hélt uppteknum hætti í nótt og breyttist lítið að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Þá er Norðvestanátt spáð og því ætti dreifing gass frá eldstöðinni að haldast óbreytt. 4. ágúst 2022 06:42 Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Eldgosið við Fagradalsfjall á síðasta ári vakti mikla athygli erlendra fjölmiðla. Búast má við að það sama verði upp á teningnum nú. Á áberandi stað á forsíðu BBC má nálgast myndband frá gosstöðvunum þar sem meðal annars er rætt við tvo ferðamenn sem brugðu sér þangað í gærkvöldi. Viðtalið er tekið upp alveg við hraunbreiðuna og virtust miklar tilfinningar hafa gert vart við sig þegar þeir nálguðust eldgosið. „Ég varð að setjast niður og gráta því að þetta er svo fallegt,“ segir ferðamaðurinn við BBC. Líkt og fjallað var um á Vísi í gær og í morgun flykktust forvitnir ferðalangar að gosinu í gær. Var töluverður fjöldi við eldgosið og búast má við því að svo verði áfram næstu daga. Á vef Sky News er útgangspunkturinn að eldgosið sé nærri Keflavíkurflugvelli, þó tekið sé fram að líklega sé engin hætta á ferðum hvað varðara flug. Bretum er í fersku minni þegar eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 fór illa með flugumferð í Evrópu, enda er minnst á það í frétt Sky. VIDEO: People watch as lava spews out of a volcanic fissure in the Geldingadalir volcano in Iceland.The volcano erupted near the capital Reykjavik, spewing red hot lava and plumes of smoke out of a fissure in an uninhabited valley after several days of intense seismic activity pic.twitter.com/KFKqZXdoo7— AFP News Agency (@AFP) August 4, 2022 Bandaríska fréttastofan ABC News fjallar einnig um eldgosið og birtir myndir frá fréttaveitunni AP. Indverska fréttasíðan Zeenews fjallar einnig um gosið. Þar virðist útgangspunkturinn vera sá hversu mikill fjöldi skoðaði gosið strax í upphafi þess. Þar, eins og í frétt Sky News, eru lesendur fullvisaðir um að ólíklegt sé að gosið muni hafa áhrif á flugumferð í sama mæli og gosið í Eyjafjallajökli
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38 Stöðugt streymi í gosinu í nótt Eldgosið í Meradölum hélt uppteknum hætti í nótt og breyttist lítið að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Þá er Norðvestanátt spáð og því ætti dreifing gass frá eldstöðinni að haldast óbreytt. 4. ágúst 2022 06:42 Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Ferðamenn flykktust að eldgosinu Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum í Meradölum í gær til þess að freista þess að sjá eldgosið með eigin augum. Ferðamenn, innlendir sem erlendir, sem fréttastofa ræddi við í gær, voru allir mjög spenntir. 4. ágúst 2022 07:38
Stöðugt streymi í gosinu í nótt Eldgosið í Meradölum hélt uppteknum hætti í nótt og breyttist lítið að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Þá er Norðvestanátt spáð og því ætti dreifing gass frá eldstöðinni að haldast óbreytt. 4. ágúst 2022 06:42
Dáðust að náttúrufegurðinni við gosið Ekki leið langur tími frá því að gos hófst að nýju nærri Fagradalsfjalli þar til fólk byrjaði að streyma að gosstöðvunum til að bera sjónarspilið augum. 3. ágúst 2022 20:51