„Þá rekja þeir okkur upp eins og illa prjónaða peysu“ Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2022 14:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson vill fyrst og fremst að sínir menn sýni hugrekki og þor í kvöld. Stöð 2 „Það getur enginn beðið eftir þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í aðdraganda stórleiksins við Istanbúl Basaksehir í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Þó að Mesut Özil verði ekki á ferðinni á Kópavogsvelli í kvöld þá eru í liði gestanna gríðarlega góðir leikmenn. Óskar nefndi sérstaklega Lucas Biglia, sem á tæplega 60 leiki með argentínska landsliðinu, og Stefano Okaka sem leikið hefur með ítalska landsliðinu. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. Þó að andstæðingurinn sé afar sterkur þá vill Óskar ekki að sínir menn leggist í vörn í kvöld og hverfi þannig frá sínum hefðbundna, skemmtilega og orkumikla leik. „Væntingarnar mínar eru þær að við reynum að halda sem mest í það sem við erum og höfum gert, og hefur komið liðinu þangað sem það er komið. Það er að vera hugrakkir, þora að standa hátt og pressa, þora að halda í boltann,“ sagði Óskar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Óskar fyrir einvígið við Istanbúl Basaksehir Frammistaðan mikilvægari en að vinna „Það er alveg ljóst að leikmenn Istanbúl eru góðir í fótbolta og vilja heldur vera með boltann en án hans. Við þurfum því að passa okkur á að halda í hann. Aðallega finnst mér þetta snúast um að við séum trúir sjálfum okkur – verðum ekki litlir í okkur og hræddir og látum stærð viðburðarins eða styrkleika andstæðingana slá okkur út af laginu. Heldur frekar að þetta verði til þess að valdefla eða styrkja okkur, svo við verðum besta útgáfan af sjálfum okkur. Mér finnst frammistaðan mikilvægari en hvort við vinnum, töpum eða gerum jafntefli. Að ef við töpum þá föllum við á eigin sverð en verðum ekki eftirlíking af einhverjum öðrum,“ sagði Óskar eftir blaðamannafund í gær. Þurfa að þora að senda sendingar sem gætu misheppnast „Við ætlum að mæta þeim hátt og pressa þá grimmt. Við vitum auðvitað að ef við verðum einu skrefi of seinir þá mjög líklega rekja þeir okkur upp eins og illa prjónaða peysu. Við verðum að þora að stíga upp á þá, og þegar við erum með boltann verðum við að þora að halda í hann. Þora að senda sendingar sem gætu mögulega misheppnast. Það er eina leiðin til að opna þá. Við þurfum að vera fljótir að hugsa, fljótir að gera hlutina, og gera þá hratt og vel. Við eigum möguleika en þeir liggja að stærstum hluta í því að við eigum okkar allra, allra, allra besta leik,“ sagði Óskar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Leikur Breiðabliks og Istanbul Basaksehir hefst klukkan 18.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Þó að Mesut Özil verði ekki á ferðinni á Kópavogsvelli í kvöld þá eru í liði gestanna gríðarlega góðir leikmenn. Óskar nefndi sérstaklega Lucas Biglia, sem á tæplega 60 leiki með argentínska landsliðinu, og Stefano Okaka sem leikið hefur með ítalska landsliðinu. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. Þó að andstæðingurinn sé afar sterkur þá vill Óskar ekki að sínir menn leggist í vörn í kvöld og hverfi þannig frá sínum hefðbundna, skemmtilega og orkumikla leik. „Væntingarnar mínar eru þær að við reynum að halda sem mest í það sem við erum og höfum gert, og hefur komið liðinu þangað sem það er komið. Það er að vera hugrakkir, þora að standa hátt og pressa, þora að halda í boltann,“ sagði Óskar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Óskar fyrir einvígið við Istanbúl Basaksehir Frammistaðan mikilvægari en að vinna „Það er alveg ljóst að leikmenn Istanbúl eru góðir í fótbolta og vilja heldur vera með boltann en án hans. Við þurfum því að passa okkur á að halda í hann. Aðallega finnst mér þetta snúast um að við séum trúir sjálfum okkur – verðum ekki litlir í okkur og hræddir og látum stærð viðburðarins eða styrkleika andstæðingana slá okkur út af laginu. Heldur frekar að þetta verði til þess að valdefla eða styrkja okkur, svo við verðum besta útgáfan af sjálfum okkur. Mér finnst frammistaðan mikilvægari en hvort við vinnum, töpum eða gerum jafntefli. Að ef við töpum þá föllum við á eigin sverð en verðum ekki eftirlíking af einhverjum öðrum,“ sagði Óskar eftir blaðamannafund í gær. Þurfa að þora að senda sendingar sem gætu misheppnast „Við ætlum að mæta þeim hátt og pressa þá grimmt. Við vitum auðvitað að ef við verðum einu skrefi of seinir þá mjög líklega rekja þeir okkur upp eins og illa prjónaða peysu. Við verðum að þora að stíga upp á þá, og þegar við erum með boltann verðum við að þora að halda í hann. Þora að senda sendingar sem gætu mögulega misheppnast. Það er eina leiðin til að opna þá. Við þurfum að vera fljótir að hugsa, fljótir að gera hlutina, og gera þá hratt og vel. Við eigum möguleika en þeir liggja að stærstum hluta í því að við eigum okkar allra, allra, allra besta leik,“ sagði Óskar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Leikur Breiðabliks og Istanbul Basaksehir hefst klukkan 18.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira