Mikil ásókn í þyrluferðir: „Þetta er sko enginn ræfill núna“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. ágúst 2022 12:51 Íslendingar virðast rólegri yfir gosinu að mati framkvæmdastjóra Norðurflugs en þó er mikil ásókn í þyrluferðir og allt að bókast upp. vísir/Vísir Gríðarleg ásókn er í þyrluflug yfir gosstöðvarnar og flugfélögin finna fyrir auknum áhuga á landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir erfiðara en síðast að taka á móti miklum fjölda með skömmum fyrirvara vegna bókunarstöðu. Þrátt fyrir að einungis sólarhringur sé liðinn frá því að eldgosið hófst merkja flugfélög nú þegar aukinn áhuga á Íslandsferðum. Samkvæmt upplýsingum frá Play er áhuginn mikill beggja megin Atlantshafsins og að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair má hið minnsta greina það sama á samfélagsmiðlum félagsins. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir reynsluna sýna að að þetta sé veruleg landkynning. „Ég held að við verðum að horfa til þessa goss sem ferðamannaviðburðar að vissu leyti,“ segir Jóhannes sem telur að líta eigi til góðrar samvinnu við síðasta gos. „Að það verði tekið upp þetta góða fordæmi um samvinnu yfirvalda, sveitastjórnar, Ferðamálastofu og landeigenda á þessu svæði um hvernig verði komið skipulagi á þetta.“ Það felist í að tryggja aðgengi, setja upp gönguleiðir og skipuleggja eftirlit. Búast megi við meiri umferð nú en síðast þar sem ferðamannastraumurinn hefur nú þegar aukist verulega eftir faraldur. Líta þarf á gosið að vissu leyti sem ferðamannaviðburð segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.vísir/Arnar „Eins og staðan er núna akkúrat inn í ágúst þá er líka mjög mikið bókað á landinu þannig það er ekki hlaupið að því fyrir mikinn fjölda að bóka sig núna með stuttum fyrirvara í ferðir og gistingu.“ Bókanir hrannast inn í þyrluflug yfir gosstöðvarnar að sögn Birgis Ómars Haraldssonar, framkvæmdastjóra Norðurflugs. Íslendingar virðast þó rólegri en síðast. „Maður verður var við það að Íslendingurinn, mig grunar að hann sé farinn að trúa jarðfræðingunum að við séum að komast inn í svona gostímabil. Það eru núna komin eldgos 2021 og 2022 þannig það virðist komið ákveðið mynstur.“ Efiðara gæti þó verið að skipuleggja ferðir nú þar sem gosið er stærra og því megi búast við meiri gasmengun og mögulega verri skilyrðum á köflum. „Svona eldgos er allt annað. Eins og það var orðað svo frægt í fyrra, með að það væri ræfill. Þetta er sko enginn ræfill núna og það gæti því orðið flóknara mál allt saman með þetta eldgos,“ segir Birgir. Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Þrátt fyrir að einungis sólarhringur sé liðinn frá því að eldgosið hófst merkja flugfélög nú þegar aukinn áhuga á Íslandsferðum. Samkvæmt upplýsingum frá Play er áhuginn mikill beggja megin Atlantshafsins og að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair má hið minnsta greina það sama á samfélagsmiðlum félagsins. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir reynsluna sýna að að þetta sé veruleg landkynning. „Ég held að við verðum að horfa til þessa goss sem ferðamannaviðburðar að vissu leyti,“ segir Jóhannes sem telur að líta eigi til góðrar samvinnu við síðasta gos. „Að það verði tekið upp þetta góða fordæmi um samvinnu yfirvalda, sveitastjórnar, Ferðamálastofu og landeigenda á þessu svæði um hvernig verði komið skipulagi á þetta.“ Það felist í að tryggja aðgengi, setja upp gönguleiðir og skipuleggja eftirlit. Búast megi við meiri umferð nú en síðast þar sem ferðamannastraumurinn hefur nú þegar aukist verulega eftir faraldur. Líta þarf á gosið að vissu leyti sem ferðamannaviðburð segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.vísir/Arnar „Eins og staðan er núna akkúrat inn í ágúst þá er líka mjög mikið bókað á landinu þannig það er ekki hlaupið að því fyrir mikinn fjölda að bóka sig núna með stuttum fyrirvara í ferðir og gistingu.“ Bókanir hrannast inn í þyrluflug yfir gosstöðvarnar að sögn Birgis Ómars Haraldssonar, framkvæmdastjóra Norðurflugs. Íslendingar virðast þó rólegri en síðast. „Maður verður var við það að Íslendingurinn, mig grunar að hann sé farinn að trúa jarðfræðingunum að við séum að komast inn í svona gostímabil. Það eru núna komin eldgos 2021 og 2022 þannig það virðist komið ákveðið mynstur.“ Efiðara gæti þó verið að skipuleggja ferðir nú þar sem gosið er stærra og því megi búast við meiri gasmengun og mögulega verri skilyrðum á köflum. „Svona eldgos er allt annað. Eins og það var orðað svo frægt í fyrra, með að það væri ræfill. Þetta er sko enginn ræfill núna og það gæti því orðið flóknara mál allt saman með þetta eldgos,“ segir Birgir.
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira