Skortur á læknum og staðan versnar hratt: „Þetta er mjög aðkallandi vandamál“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. ágúst 2022 17:01 Starfandi heimilislæknar eru of fáir og kemur þeim til með að fækka á næstu árum. vísir/ernir Framkvæmdastjórar lækninga á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi taka undir áhyggjur formanns læknafélagsins um að neyðarástand gæti skapast í heilbrigðiskerfinu. Mikill skortur sé á starfandi heimilislæknum og ljóst að staðan eigi aðeins eftir að versna. Bæta þurfi starfsumhverfi og kjör til að laða fólk að, ekki síst á landsbyggðinni. Formaður Læknafélags Ísland varaði í vikunni við neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu og nefndi meðal annars mikinn skort á heimilislæknum. Einungis sextíu heimilislæknar voru starfandi hér á landi miðað við hverja eitt hundrað þúsund íbúa samkvæmt upplýsingum frá Evrópusambandinu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir skortinn viðvarandi á flest öllum stöðvum. „Við erum alltaf að huga að úrræðum og njótum nú góðs af þessum læknum sem eru í sérnámi, þeir vissulega hjálpa okkur mikið, en auðvitað viljum við fá fullnema heimilislækna, það er okkar markmið og við finnum alveg mikið fyrir því að vera undirmönnuð,“ segir Sigríður. Fjölgun hafi verið á læknum í sérnámi undanfarið en engu að síður blasi erfið staða við „Mjög margir fara á eftirlaun bara á næstu árum, og það er alveg ljóst að þó það séu margir í sérnáminu að þá munum við ekki ná að fylla þeirra skarð. Þannig það verður erfitt hjá okkur næstu tvö árin að minnsta kosti,“ segir Sigríður. Skorturinn ekki síst á landsbyggðinni Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, segir að ítrekað hafi verið bent á versnandi ástand. „Núna má segja að það sé skortur á öllum starfstöðum okkar hér á Norðurlandi þó að það sé þó misjafnt eftir stöðum svolítið, og útlitið er ekki glæsilegt,“ segir Örn. Nokkrir séu þegar komnir á eftirlaun og eftir fimm ár verði stór hluti starfandi lækna komnir á eftirlaunaaldur. Ljósi punkturinn sé vissulega sérnámslæknarnir. „Við erum með nokkra í sérnámi hér á svæðinu og það eru helst þeir sem hafa bæst í hópinn á undanförnum árum en það er bara ekki nóg,“ segir Örn. Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Hann segir sjálfsagt ýmislegt hægt að gera, til að mynda að bæta kjör lækna og heilbrigðisstarfsfólks almennt á landsbyggðinni þar sem erfiðlega hefur gengið að fá fólk þangað. „Það hefur síðan verið gert átak í þessu sérnámi en það má kannski bara gera betur þar líka, síðan þarf kannski líka bara að skoða kerfið hjá okkur, hvernig við skipuleggjum þjónustuna,“ segir Örn. Sigríður tekur undir það að bæta þurfi kjör og starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. „Þá þarf náttúrulega aðkoma yfirvalda líka að hjálpa okkur að gera starfsumhverfið aðlaðandi,“ segir Sigríður. Og það er alveg ljóst að þetta er aðkallandi vandamál? „Þetta er mjög aðkallandi vandamál því það er náttúrulega gríðarlega mikið álag og bara vaxandi,“ segir hún enn fremur. Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Tengdar fréttir Erfitt starfsumhverfi hamlar fjölgun heimilislækna Hlutfall heimilislækna hér á landi er eitt það lægsta í Evrópu en um 60 slíkir eru á hverja 100 þúsund íbúa. Þá eru barnalæknar einnig hlutfallslega fáir. 847 íslenskir læknar starfa erlendis. 13. júlí 2022 06:58 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Formaður Læknafélags Ísland varaði í vikunni við neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu og nefndi meðal annars mikinn skort á heimilislæknum. Einungis sextíu heimilislæknar voru starfandi hér á landi miðað við hverja eitt hundrað þúsund íbúa samkvæmt upplýsingum frá Evrópusambandinu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir skortinn viðvarandi á flest öllum stöðvum. „Við erum alltaf að huga að úrræðum og njótum nú góðs af þessum læknum sem eru í sérnámi, þeir vissulega hjálpa okkur mikið, en auðvitað viljum við fá fullnema heimilislækna, það er okkar markmið og við finnum alveg mikið fyrir því að vera undirmönnuð,“ segir Sigríður. Fjölgun hafi verið á læknum í sérnámi undanfarið en engu að síður blasi erfið staða við „Mjög margir fara á eftirlaun bara á næstu árum, og það er alveg ljóst að þó það séu margir í sérnáminu að þá munum við ekki ná að fylla þeirra skarð. Þannig það verður erfitt hjá okkur næstu tvö árin að minnsta kosti,“ segir Sigríður. Skorturinn ekki síst á landsbyggðinni Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, segir að ítrekað hafi verið bent á versnandi ástand. „Núna má segja að það sé skortur á öllum starfstöðum okkar hér á Norðurlandi þó að það sé þó misjafnt eftir stöðum svolítið, og útlitið er ekki glæsilegt,“ segir Örn. Nokkrir séu þegar komnir á eftirlaun og eftir fimm ár verði stór hluti starfandi lækna komnir á eftirlaunaaldur. Ljósi punkturinn sé vissulega sérnámslæknarnir. „Við erum með nokkra í sérnámi hér á svæðinu og það eru helst þeir sem hafa bæst í hópinn á undanförnum árum en það er bara ekki nóg,“ segir Örn. Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Hann segir sjálfsagt ýmislegt hægt að gera, til að mynda að bæta kjör lækna og heilbrigðisstarfsfólks almennt á landsbyggðinni þar sem erfiðlega hefur gengið að fá fólk þangað. „Það hefur síðan verið gert átak í þessu sérnámi en það má kannski bara gera betur þar líka, síðan þarf kannski líka bara að skoða kerfið hjá okkur, hvernig við skipuleggjum þjónustuna,“ segir Örn. Sigríður tekur undir það að bæta þurfi kjör og starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. „Þá þarf náttúrulega aðkoma yfirvalda líka að hjálpa okkur að gera starfsumhverfið aðlaðandi,“ segir Sigríður. Og það er alveg ljóst að þetta er aðkallandi vandamál? „Þetta er mjög aðkallandi vandamál því það er náttúrulega gríðarlega mikið álag og bara vaxandi,“ segir hún enn fremur.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Tengdar fréttir Erfitt starfsumhverfi hamlar fjölgun heimilislækna Hlutfall heimilislækna hér á landi er eitt það lægsta í Evrópu en um 60 slíkir eru á hverja 100 þúsund íbúa. Þá eru barnalæknar einnig hlutfallslega fáir. 847 íslenskir læknar starfa erlendis. 13. júlí 2022 06:58 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Erfitt starfsumhverfi hamlar fjölgun heimilislækna Hlutfall heimilislækna hér á landi er eitt það lægsta í Evrópu en um 60 slíkir eru á hverja 100 þúsund íbúa. Þá eru barnalæknar einnig hlutfallslega fáir. 847 íslenskir læknar starfa erlendis. 13. júlí 2022 06:58
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent