Ferðamenn létu sér ekki segjast: „Þú ert hérna líka!“ Eiður Þór Árnason og Snorri Másson skrifa 4. ágúst 2022 21:59 Rolf, Erik, Daniel og Ben slógust í hóp með fjölda Íslendinga og annarra erlendra ferðamanna sem skoðuðu gosið í dag. Vísir Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Meradali frá því að eldgosið hófst í gær og margir heillast að krafti náttúruaflanna. Fréttamaður tók nokkra ferðalanga tali og fékk að heyra hvað þeim finnst um sjónarspilið. „Við löbbuðum hérna yfir Fagradalsfjall og vindáttin er náttúrlega mjög hagstæð okkur, allavega eins og staðan er núna,” sagði Reynir Björnsson fyrr í dag sem var í för með Ólöfu Ásgeirsdóttur. Hún segist engar áhyggjur hafa af öryggi sínu á svæðinu. „Nei, við erum það ekki. Við erum bara réttum megin við vindinn, þá er þetta í lagi held ég.“ Þegar fréttamaður spurði fjóra erlenda ferðamenn hvers vegna þeir væru á leið upp að gosinu á sama tíma og yfirvöld hafi sagt Íslendingum að bíða með ferðir á meðan þau meta stöðuna stóð ekki á svörum: „Þú ert hérna líka!“ Hjólaði að gosinu Birgir Sverrisson er einn fjölmargra sem fékk skilaboð frá almannavörnum í símann þegar hann nálgaðist svæðið. „Það stóð nú í SMS-inu að maður ætti ekki að fara að eldfjallinu. Ég veit ekki hvernig maður á að túlka það, ég ætla ekki að fara að eldfjallinu. Ég sé ekkert fjall svo sem en maður hættir sér ekki nálægt, maður þarf að sýna aðgát og passa sig á vindáttinni og svo framvegis.” Karl Vítalín Grétarsson hjólaði að gosinu.Vísir Karl Vítalín Grétarsson lét tal um langa og erfiða gönguleið ekki á sig fá og hjólaði að gosinu. „Ég kom frá Suðurstrandavegi, þennan svokallaða björgunarsveitaveg, sem liggur hérna hinum megin við fjallið, sirka tíu kílómetrar og ég var 45 mínútur á leiðinni.“ Er þetta ekkert erfitt? „Nei, nei - bara svona venjulegur borgarrúntur.” Birgir Sverrisson, Reynir Björnsson og Ólöf Ásgeirsdóttir.Vísir Eitthvað sem allir þurfi að sjá Laureen Wichi, ferðamaður frá Sviss, segir sjónarspilið í Meradölum vera dásamlega fallegt og ólíkt öllu öðru sem hann hafi séð. Jochim tekur heilshugar undir. „Ég vil að allir sjái þetta. Þetta er það sérstakasta sem ég hef borið augum. Ég hef farið um allan heim og þetta er eitt af því besta sem ég hef séð.” Karl Vítalín gerði sér reglulega ferð að eldgosinu sem gaus á svipuðum slóðum í fyrra og viðurkennir að það hafi heillað hann aðeins meira en yfirstandandi eldsumbrot. „Ég er búinn að koma svo oft að hinu gosinu að það var ekki eins tilkomumikið núna að koma að þessu.” Var þetta orðið hversdagslegt? „Já, það má segja það.” Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Sjá meira
„Við löbbuðum hérna yfir Fagradalsfjall og vindáttin er náttúrlega mjög hagstæð okkur, allavega eins og staðan er núna,” sagði Reynir Björnsson fyrr í dag sem var í för með Ólöfu Ásgeirsdóttur. Hún segist engar áhyggjur hafa af öryggi sínu á svæðinu. „Nei, við erum það ekki. Við erum bara réttum megin við vindinn, þá er þetta í lagi held ég.“ Þegar fréttamaður spurði fjóra erlenda ferðamenn hvers vegna þeir væru á leið upp að gosinu á sama tíma og yfirvöld hafi sagt Íslendingum að bíða með ferðir á meðan þau meta stöðuna stóð ekki á svörum: „Þú ert hérna líka!“ Hjólaði að gosinu Birgir Sverrisson er einn fjölmargra sem fékk skilaboð frá almannavörnum í símann þegar hann nálgaðist svæðið. „Það stóð nú í SMS-inu að maður ætti ekki að fara að eldfjallinu. Ég veit ekki hvernig maður á að túlka það, ég ætla ekki að fara að eldfjallinu. Ég sé ekkert fjall svo sem en maður hættir sér ekki nálægt, maður þarf að sýna aðgát og passa sig á vindáttinni og svo framvegis.” Karl Vítalín Grétarsson hjólaði að gosinu.Vísir Karl Vítalín Grétarsson lét tal um langa og erfiða gönguleið ekki á sig fá og hjólaði að gosinu. „Ég kom frá Suðurstrandavegi, þennan svokallaða björgunarsveitaveg, sem liggur hérna hinum megin við fjallið, sirka tíu kílómetrar og ég var 45 mínútur á leiðinni.“ Er þetta ekkert erfitt? „Nei, nei - bara svona venjulegur borgarrúntur.” Birgir Sverrisson, Reynir Björnsson og Ólöf Ásgeirsdóttir.Vísir Eitthvað sem allir þurfi að sjá Laureen Wichi, ferðamaður frá Sviss, segir sjónarspilið í Meradölum vera dásamlega fallegt og ólíkt öllu öðru sem hann hafi séð. Jochim tekur heilshugar undir. „Ég vil að allir sjái þetta. Þetta er það sérstakasta sem ég hef borið augum. Ég hef farið um allan heim og þetta er eitt af því besta sem ég hef séð.” Karl Vítalín gerði sér reglulega ferð að eldgosinu sem gaus á svipuðum slóðum í fyrra og viðurkennir að það hafi heillað hann aðeins meira en yfirstandandi eldsumbrot. „Ég er búinn að koma svo oft að hinu gosinu að það var ekki eins tilkomumikið núna að koma að þessu.” Var þetta orðið hversdagslegt? „Já, það má segja það.”
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Sjá meira