Ten Hag: Cristiano Ronaldo þarf að sanna sig fyrir mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 12:00 Það er enginn séra Jón hjá Erik ten Hag ekki einu sinni Cristiano Ronaldo sem fagnar hér marki fyrir Manchester United á móti Brentford á Old Trafford á síðasta tímabili. Getty/Naomi Baker Cristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður sögunnar og með mörk og titla á ferilskránni sem gera tilkall til þess að hann sé sá besti sem hefur spilað leikinn. Það dugar honum skammt þegar kemur að nýja knattspyrnustjóranum hans á Old Trafford. Hollendingurinn Erik ten Hag tók við liði Manchester United í sumar og það er enginn séra Jón hjá honum ef marka má nýtt viðtal. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Ronaldo hefur verið að reyna að komast í burtu frá United í allt sumar en kom í fyrsta sinn við sögu í æfingarleik um helgina. Ronaldo var tekinn út af í hálfleik og yfirgaf Old Trafford áður en leiknum lauk við litlar vinsældir hjá Ten Hag. Ten Hag var spurður út í stöðuna á Ronaldo og það er klárt að portúgalska goðsögnin labbar ekkert inn í liðið hjá honum. Hann þarf að komast í alvöru leikform fyrst. „Ég held að hann geti komist í sitt allra besta form. Hann var bara að byrja undirbúninginn sinn fyrir tímabilið og hann er frábær fótboltamaður. Hann hefur sannað það svo oft,“ sagði Erik ten Hag. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Ef Ronaldo ætlar að spila alvöru hlutverk hjá United á komandi tímabili þá þarf að hann standa sig á æfingasvæðinu og komast í sitt besta leikform. „Þú verður aftur á móti alltaf metinn út frá því sem þú ert að skila núna, hvað þú ert að bjóða upp á og hver frammistaðan þín er á þessum tímapunkti. Liðið og Cristiano sjálfur þurfa að sýna það og sanna. Ronaldo þarf að koma sér í form og sanna sig,“ sagði Ten Hag. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira
Hollendingurinn Erik ten Hag tók við liði Manchester United í sumar og það er enginn séra Jón hjá honum ef marka má nýtt viðtal. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Ronaldo hefur verið að reyna að komast í burtu frá United í allt sumar en kom í fyrsta sinn við sögu í æfingarleik um helgina. Ronaldo var tekinn út af í hálfleik og yfirgaf Old Trafford áður en leiknum lauk við litlar vinsældir hjá Ten Hag. Ten Hag var spurður út í stöðuna á Ronaldo og það er klárt að portúgalska goðsögnin labbar ekkert inn í liðið hjá honum. Hann þarf að komast í alvöru leikform fyrst. „Ég held að hann geti komist í sitt allra besta form. Hann var bara að byrja undirbúninginn sinn fyrir tímabilið og hann er frábær fótboltamaður. Hann hefur sannað það svo oft,“ sagði Erik ten Hag. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Ef Ronaldo ætlar að spila alvöru hlutverk hjá United á komandi tímabili þá þarf að hann standa sig á æfingasvæðinu og komast í sitt besta leikform. „Þú verður aftur á móti alltaf metinn út frá því sem þú ert að skila núna, hvað þú ert að bjóða upp á og hver frammistaðan þín er á þessum tímapunkti. Liðið og Cristiano sjálfur þurfa að sýna það og sanna. Ronaldo þarf að koma sér í form og sanna sig,“ sagði Ten Hag. Það má sjá viðtalsbrotið hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira