Arsenal búið að eyða meiri pening en allir í síðustu gluggum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 15:30 Gabriel Jesus kom frá Manchester City og hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu. Getty/Stuart MacFarlane Það er mikil spenna með stuðningsmanna Arsenal fyrir þetta tímabil í ensku úrvalsdeildinni eftir mjög jákvætt undirbúningstímabil og að því virðist vel heppnuð innkaup. Spænski knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hefur verið að móta nýtt lið og hann hefur líka fengið peninga í leikmannakaup. Sky Sports birti þannig töflu yfir þau félög sem hafa eytt mestum pening í síðustu þremur félagsskiptagluggum og þar er Arsenal í efsta sæti. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Arsenal hefur eytt 278,3 milljónum punda í nýja leikmenn frá því sumarið 2021 og er það talsvert meira en næsta lið sem er Manchester City. Chelsea og Manchester United hafa líka öll eytt yfir tvö hundruð milljónum punda. Í sumar keypti Arsenal framherjann Gabriel Jesus frá Manchester City, miðjumanninn Fábio Vieira frá Porto, kantmanninn Marquinhos frá São Paulo og bakvörðinn Oleksandr Zinchenko frá City auk þess að fá bandaríska markvörðinn Matt Turner frá New England Revolution. Á síðustu leiktíð þá keypti Arsenal meðal annars Martin Ødegaard frá Real Madrid, Aaron Ramsdale frá Sheffield United, Benjamin White frá Brighton & Hove Albion, Albert Sambi Lokonga frá Anderlecht og Takehiro Tomiyasu frá Bologna. Öll þessi innkaup hafa miðlað að því að setja saman nýtt lið sem getur komið Arsenal aftur á þann stall sem liðið var á árum áður undir stjórn Arsene Wenger. Síðustu ár hafa verið erfið fyrir stuðningsmenn félagsisn, fyrst hrörnun liðsins á lokatímabilum Wengers og svo vandræðin með eftirmann Frakkans. Nú líta hlutirnir aftur á móti mun betur út. Arsenal heimsækir Crystal Palace í kvöld í fyrsta leiknum á nýju tímabili og það verður fróðlegt að sjá hvort liðið geti byrjað tímabilið af krafti og sýnt að það eigi heima í Meistaradeildarsæti eða jafnvel enn ofar. Enski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Spænski knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hefur verið að móta nýtt lið og hann hefur líka fengið peninga í leikmannakaup. Sky Sports birti þannig töflu yfir þau félög sem hafa eytt mestum pening í síðustu þremur félagsskiptagluggum og þar er Arsenal í efsta sæti. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Arsenal hefur eytt 278,3 milljónum punda í nýja leikmenn frá því sumarið 2021 og er það talsvert meira en næsta lið sem er Manchester City. Chelsea og Manchester United hafa líka öll eytt yfir tvö hundruð milljónum punda. Í sumar keypti Arsenal framherjann Gabriel Jesus frá Manchester City, miðjumanninn Fábio Vieira frá Porto, kantmanninn Marquinhos frá São Paulo og bakvörðinn Oleksandr Zinchenko frá City auk þess að fá bandaríska markvörðinn Matt Turner frá New England Revolution. Á síðustu leiktíð þá keypti Arsenal meðal annars Martin Ødegaard frá Real Madrid, Aaron Ramsdale frá Sheffield United, Benjamin White frá Brighton & Hove Albion, Albert Sambi Lokonga frá Anderlecht og Takehiro Tomiyasu frá Bologna. Öll þessi innkaup hafa miðlað að því að setja saman nýtt lið sem getur komið Arsenal aftur á þann stall sem liðið var á árum áður undir stjórn Arsene Wenger. Síðustu ár hafa verið erfið fyrir stuðningsmenn félagsisn, fyrst hrörnun liðsins á lokatímabilum Wengers og svo vandræðin með eftirmann Frakkans. Nú líta hlutirnir aftur á móti mun betur út. Arsenal heimsækir Crystal Palace í kvöld í fyrsta leiknum á nýju tímabili og það verður fróðlegt að sjá hvort liðið geti byrjað tímabilið af krafti og sýnt að það eigi heima í Meistaradeildarsæti eða jafnvel enn ofar.
Enski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira