Ráðherra innviða ekki æstur í að sjá gosið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2022 13:09 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra virðist ekki vera á leiðinni upp að eldgosinu í Meradölum ef marka má orð hans eftir ríkisstjórnarfund í dag. Hann bíður niðurstaðna vísindamanna sem kanna aðstæður í Hvassahrauni með tilliti til náttúruvár vegna nýs flugvallar. Eldgosið í Meradölum mallar áfram og hefur trekkt að sér fjölda forvitinna ferðalanga, innlendra sem erlendra. Sigurður Ingi, ráðherra innviða, virðist þó ekki vera á leiðinni að skoða gosið, frekar en það sem gaus á sömu slóðum á síðasta ári. „Nei, ég hef ekki farið upp að gosinu og sleppti hinu líka. Nú er spurningin hvort ég verði ekki að halda mig við það að sleppa öllum svona gosferðum. Það sagði við mig maður að ef maður sæi eldgos ætti maður að hlaupa frá þeim en ekki að þeim. Auðvitað er allt hægt undir öruggum kringumstæðum,“ sagði Sigurður Ingi léttur í bragði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Nokkuð hefur verið rætt um flugvelli og öryggi þeirra í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi, enda Keflavíkurflugvöllur ekki langt frá eldgosasvæði síðustu tveggja ára á Reykjanesi. Hugmyndir hafa verið uppi um nýjan flugvöll í Hvassahrauni, einnig á Reykjanesi. Því hefur verið velt upp að jarðhræringarnar á Reykjanesi dragi úr fýsileika þeirra hugmynda. Vonast til þess að náttúruöflin láti Keflavíkurflugvöll í friði Í haust er von á bráðabirgaðaniðurstöðum starfshóps sem hefur verið að kanna fýsileika vallarins. Veðurstofan hefur það hlutverk að kanna aðstæður með tilliti til náttúruvár. Í viðtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi sagði Sigurður Ingi að hann vilji leyfa vísindamönnum að klára það mat. „Ef að það er úti þá þurfa menn að horfast annað hvort í augu við það að Reykjavíkurflugvöllur verður hér lengur sem slíkur eða við þurfum þá að horfa til lengri framtíðar hvað þá varðar annan nýjan alþjóðaflugvöll. Ég minni á að við erum í mikilli uppbyggingu í Keflavík. Að öllum líkindum, ef guð lofar og náttúruöflin, þá gætum við verið að byggja hann upp næstu tuttugu til tuttugu og fimm árin,“ sagði Sigurður Ingi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 5. ágúst 2022 12:30 Svona er gönguleiðin að gosinu Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur staðið í ströngu síðan eldgos hófst í Meradölum. Björgunarsveitarmenn aðstoða ekki aðeins þá sem lenda í vanda á leiðinni að gosinu heldur hafa þeir ráðist í fyrirbyggjandi aðgerðir með því að stika gönguleið að gosinu. 5. ágúst 2022 11:59 Þrír fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í nótt Þrír voru fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í Meradölum í nótt en Lögreglan á Suðurnesjum áætlar að þar hafi verið á bilinu sjötíu til áttatíu manns á fjórða tímanum. 5. ágúst 2022 08:55 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Sjá meira
Eldgosið í Meradölum mallar áfram og hefur trekkt að sér fjölda forvitinna ferðalanga, innlendra sem erlendra. Sigurður Ingi, ráðherra innviða, virðist þó ekki vera á leiðinni að skoða gosið, frekar en það sem gaus á sömu slóðum á síðasta ári. „Nei, ég hef ekki farið upp að gosinu og sleppti hinu líka. Nú er spurningin hvort ég verði ekki að halda mig við það að sleppa öllum svona gosferðum. Það sagði við mig maður að ef maður sæi eldgos ætti maður að hlaupa frá þeim en ekki að þeim. Auðvitað er allt hægt undir öruggum kringumstæðum,“ sagði Sigurður Ingi léttur í bragði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Nokkuð hefur verið rætt um flugvelli og öryggi þeirra í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi, enda Keflavíkurflugvöllur ekki langt frá eldgosasvæði síðustu tveggja ára á Reykjanesi. Hugmyndir hafa verið uppi um nýjan flugvöll í Hvassahrauni, einnig á Reykjanesi. Því hefur verið velt upp að jarðhræringarnar á Reykjanesi dragi úr fýsileika þeirra hugmynda. Vonast til þess að náttúruöflin láti Keflavíkurflugvöll í friði Í haust er von á bráðabirgaðaniðurstöðum starfshóps sem hefur verið að kanna fýsileika vallarins. Veðurstofan hefur það hlutverk að kanna aðstæður með tilliti til náttúruvár. Í viðtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi sagði Sigurður Ingi að hann vilji leyfa vísindamönnum að klára það mat. „Ef að það er úti þá þurfa menn að horfast annað hvort í augu við það að Reykjavíkurflugvöllur verður hér lengur sem slíkur eða við þurfum þá að horfa til lengri framtíðar hvað þá varðar annan nýjan alþjóðaflugvöll. Ég minni á að við erum í mikilli uppbyggingu í Keflavík. Að öllum líkindum, ef guð lofar og náttúruöflin, þá gætum við verið að byggja hann upp næstu tuttugu til tuttugu og fimm árin,“ sagði Sigurður Ingi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 5. ágúst 2022 12:30 Svona er gönguleiðin að gosinu Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur staðið í ströngu síðan eldgos hófst í Meradölum. Björgunarsveitarmenn aðstoða ekki aðeins þá sem lenda í vanda á leiðinni að gosinu heldur hafa þeir ráðist í fyrirbyggjandi aðgerðir með því að stika gönguleið að gosinu. 5. ágúst 2022 11:59 Þrír fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í nótt Þrír voru fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í Meradölum í nótt en Lögreglan á Suðurnesjum áætlar að þar hafi verið á bilinu sjötíu til áttatíu manns á fjórða tímanum. 5. ágúst 2022 08:55 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Sjá meira
Mögnuð myndasyrpa frá Meradölum Eins og landsmönnum er eflaust kunnugt hófst eldgos í Meradölum nú á miðvikudag og hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis staðið vaktina. Hér að neðan má sjá myndir teknar af ljósmyndara fréttastofunnar, Vilhelm Gunnarssyni. 5. ágúst 2022 12:30
Svona er gönguleiðin að gosinu Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur staðið í ströngu síðan eldgos hófst í Meradölum. Björgunarsveitarmenn aðstoða ekki aðeins þá sem lenda í vanda á leiðinni að gosinu heldur hafa þeir ráðist í fyrirbyggjandi aðgerðir með því að stika gönguleið að gosinu. 5. ágúst 2022 11:59
Þrír fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í nótt Þrír voru fluttir slasaðir frá gosstöðvunum í Meradölum í nótt en Lögreglan á Suðurnesjum áætlar að þar hafi verið á bilinu sjötíu til áttatíu manns á fjórða tímanum. 5. ágúst 2022 08:55