Linda Blöndal hætt á Hringbraut Jakob Bjarnar skrifar 5. ágúst 2022 14:19 Linda Blöndal ásamt sínu fyrrverandi samstarfsfólki á Fréttavakt sjónvarpsstöðvarinnar Hringbraut. Linda segir að á þessari stundu langi sig mest til að finna sér afgreiðslustarf í blómabúð. Hringbraut Linda Blöndal sjónvarpsmaður á Hringbraut hefur sagt upp hjá fjölmiðlafyrirtækinu Torgi sem auk Hringbrautar rekur fjölmiðlana Fréttablaðið og frettabladid.is. Linda greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gær. Linda hefur verið potturinn og pannan í fréttamagasíni Hringbrautar, Fréttavaktinni; haft umsjá með þeim þætti sem er flaggskip sjónvarpsstöðvarinnar. Linda ætlar að skipta um takt, finna sér eitthvað þar sem hlutirnir ganga fyrir sig nokkurn veginn á eðlilegum hraða.Hringbraut „Eftir 6 ár sem hafa kennt mér harla mikið. Allt er í góðu og allir vinir. Mitt val var að taka svolítið frí frá fjölmiðlum,“ segir Linda. Uppsögn hennar kemur á sama tíma og tilkynnt var að Elín Hirst hafi verið ráðin sem ritstjóri Fréttavaktarinnar og því óhjákvæmilegt að spyrja Lindu hvort þetta tvennt tengist? „Ó nei, alls ekki! Nema hið gagnstæða. Það stóð ekkert til nema þegar ég sagði upp. Hún tekur boltann sem betur fer.“ Linda segist, í samtali við Vísi, spurð hvað taki við, nú ætla að skoða heiminn. „Þarna fyrir utan. Og skipta um takt. Ég hef unnið með gersamlega frábæru fólki sem allt hleypur hratt og vel. Ég fer núna bara í sumarfrí til dæmis til Prag að hitta Börk og sé svo til,“ segir Linda en Börkur er Gunnarsson og eiginmaður Lindu. „Annars bara Jóga og almenn heilbrigðisheit í andans vinnu. Læra að anda inn og út á svona nokkuð eðlilegum hraða. Svo er fólkið mitt búsett í Hveragerði og þar mun ég fá einstaklega gott súrefni. Mest langar mig á þessari stundu að vinna í blómabúð að afgreiða. Vera afgreiðsludama. Svo mun fjölmiðlabakterían ábyggilega taka sig upp aftur enda enn óbólusett fyrir henni.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Tímamót Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Linda greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í gær. Linda hefur verið potturinn og pannan í fréttamagasíni Hringbrautar, Fréttavaktinni; haft umsjá með þeim þætti sem er flaggskip sjónvarpsstöðvarinnar. Linda ætlar að skipta um takt, finna sér eitthvað þar sem hlutirnir ganga fyrir sig nokkurn veginn á eðlilegum hraða.Hringbraut „Eftir 6 ár sem hafa kennt mér harla mikið. Allt er í góðu og allir vinir. Mitt val var að taka svolítið frí frá fjölmiðlum,“ segir Linda. Uppsögn hennar kemur á sama tíma og tilkynnt var að Elín Hirst hafi verið ráðin sem ritstjóri Fréttavaktarinnar og því óhjákvæmilegt að spyrja Lindu hvort þetta tvennt tengist? „Ó nei, alls ekki! Nema hið gagnstæða. Það stóð ekkert til nema þegar ég sagði upp. Hún tekur boltann sem betur fer.“ Linda segist, í samtali við Vísi, spurð hvað taki við, nú ætla að skoða heiminn. „Þarna fyrir utan. Og skipta um takt. Ég hef unnið með gersamlega frábæru fólki sem allt hleypur hratt og vel. Ég fer núna bara í sumarfrí til dæmis til Prag að hitta Börk og sé svo til,“ segir Linda en Börkur er Gunnarsson og eiginmaður Lindu. „Annars bara Jóga og almenn heilbrigðisheit í andans vinnu. Læra að anda inn og út á svona nokkuð eðlilegum hraða. Svo er fólkið mitt búsett í Hveragerði og þar mun ég fá einstaklega gott súrefni. Mest langar mig á þessari stundu að vinna í blómabúð að afgreiða. Vera afgreiðsludama. Svo mun fjölmiðlabakterían ábyggilega taka sig upp aftur enda enn óbólusett fyrir henni.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Tímamót Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira