Þoka gert hreindýraveiðimönnum erfitt fyrir Jakob Bjarnar skrifar 5. ágúst 2022 15:09 Hreindýraveiðimenn á ferð. Tímabilið hefur farið rólega af stað, þokubakkar hafa sett strik í reikninginn en Jóhann G. Gunnarsson sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að veiðarnar séu nokkurn veginn á pari við það sem verið hefur. Kvótinn er minni nú en var í fyrra. vísir/jakob Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur hjá umhverfisstofnun á Egilsstöðum, segir að hreindýraveiðarnar fari rólega af stað. „Jú, það hefur verið eitthvað um að menn hafi verið að koma veiðilausir til byggða. Það hefur verið þokusælt hér fyrir austan í júlímánuði,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hreindýraveiðarnar eru hafnar. Tarfatímabilið hófst 15. júlí og nýlega hófust veiðar á hreindýrakúm. Á þessu ári er heimilt að veiða allt að 1021 hreindýr árið 2022, 546 kýr og 475 tarfa. Veiðitími tarfa er frá 15. júlí til og með 15. september. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til og með 20. september. „Þær eru rétt að hefjast. Fjórði dagurinn í því núna. Ekki er búið að veiða nema einhverjar sjö kýr þessa fyrstu daga. Þetta fer allt rólega af stað. Áður en dagurinn í dag hófst þá var búið að fella 90 dýr alls,“ segir Jóhann. Hann bendir þó á að nú horfi þau fyrir austan á betri tíð. Svona hljóða veiðifréttirnar á vef umhverfisstofnunar: „5. ágúst 2022. Arnar Þór með einn að veiða tarf og annan að veiða kú á sv. 1, Pétur í Teigi með einn að veiða tarf á sv. 1, Grétar með einn að veiða tarf á sv. 1, Siggi Aðalsteins með einn að veiða tarf og tvo að veiða kýr á sv. 1, Reimar með tvo að veiða tarfa á sv. 2, Stebbi Kristm. með einn að veiða tarf á sv. 3 …“ Og þannig gengur dælan. Þetta segir ókunnugum kannski ekki mikið en þeim sem til þekkja allt. Veður hefur mikil áhrif á veiðarnar og þokan fyrir austan getur hreinlega komið í veg fyrir að dýrin finnist. „Þegar hæðarhryggur leggst uppað landinu er bjart á öllum svæðum. Þannig að menn ættu að geta veitt vel þessa helgi. Það ætti í það minnsta ekki að vera veðrið sem plagar,“ segir Jóhann. Hann segir að veiðimönnum ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði þó bleyta sé eftir rigningar víða fyrir austan svo sem hjá Bakkafirði og á því svæði. En ekki sé á vísan að róa með veður ef menn draga að mæta í veiðina þar til í september. Dýr Múlaþing Vopnafjörður Stjórnsýsla Skotveiði Tengdar fréttir Hreindýraveiðar ganga vel Hreindýraveiðar hafa gengið vel enda hefur viðrað vel til veiða á austurlandi og dýrin virðast vel á sig komin. 24. ágúst 2021 08:25 Hreindýraveiðar með besta móti þetta árið Kvótinn gekk svo til allur út. 22. september 2020 16:11 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
„Jú, það hefur verið eitthvað um að menn hafi verið að koma veiðilausir til byggða. Það hefur verið þokusælt hér fyrir austan í júlímánuði,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hreindýraveiðarnar eru hafnar. Tarfatímabilið hófst 15. júlí og nýlega hófust veiðar á hreindýrakúm. Á þessu ári er heimilt að veiða allt að 1021 hreindýr árið 2022, 546 kýr og 475 tarfa. Veiðitími tarfa er frá 15. júlí til og með 15. september. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til og með 20. september. „Þær eru rétt að hefjast. Fjórði dagurinn í því núna. Ekki er búið að veiða nema einhverjar sjö kýr þessa fyrstu daga. Þetta fer allt rólega af stað. Áður en dagurinn í dag hófst þá var búið að fella 90 dýr alls,“ segir Jóhann. Hann bendir þó á að nú horfi þau fyrir austan á betri tíð. Svona hljóða veiðifréttirnar á vef umhverfisstofnunar: „5. ágúst 2022. Arnar Þór með einn að veiða tarf og annan að veiða kú á sv. 1, Pétur í Teigi með einn að veiða tarf á sv. 1, Grétar með einn að veiða tarf á sv. 1, Siggi Aðalsteins með einn að veiða tarf og tvo að veiða kýr á sv. 1, Reimar með tvo að veiða tarfa á sv. 2, Stebbi Kristm. með einn að veiða tarf á sv. 3 …“ Og þannig gengur dælan. Þetta segir ókunnugum kannski ekki mikið en þeim sem til þekkja allt. Veður hefur mikil áhrif á veiðarnar og þokan fyrir austan getur hreinlega komið í veg fyrir að dýrin finnist. „Þegar hæðarhryggur leggst uppað landinu er bjart á öllum svæðum. Þannig að menn ættu að geta veitt vel þessa helgi. Það ætti í það minnsta ekki að vera veðrið sem plagar,“ segir Jóhann. Hann segir að veiðimönnum ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði þó bleyta sé eftir rigningar víða fyrir austan svo sem hjá Bakkafirði og á því svæði. En ekki sé á vísan að róa með veður ef menn draga að mæta í veiðina þar til í september.
Dýr Múlaþing Vopnafjörður Stjórnsýsla Skotveiði Tengdar fréttir Hreindýraveiðar ganga vel Hreindýraveiðar hafa gengið vel enda hefur viðrað vel til veiða á austurlandi og dýrin virðast vel á sig komin. 24. ágúst 2021 08:25 Hreindýraveiðar með besta móti þetta árið Kvótinn gekk svo til allur út. 22. september 2020 16:11 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Hreindýraveiðar ganga vel Hreindýraveiðar hafa gengið vel enda hefur viðrað vel til veiða á austurlandi og dýrin virðast vel á sig komin. 24. ágúst 2021 08:25
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent