Þoka gert hreindýraveiðimönnum erfitt fyrir Jakob Bjarnar skrifar 5. ágúst 2022 15:09 Hreindýraveiðimenn á ferð. Tímabilið hefur farið rólega af stað, þokubakkar hafa sett strik í reikninginn en Jóhann G. Gunnarsson sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að veiðarnar séu nokkurn veginn á pari við það sem verið hefur. Kvótinn er minni nú en var í fyrra. vísir/jakob Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur hjá umhverfisstofnun á Egilsstöðum, segir að hreindýraveiðarnar fari rólega af stað. „Jú, það hefur verið eitthvað um að menn hafi verið að koma veiðilausir til byggða. Það hefur verið þokusælt hér fyrir austan í júlímánuði,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hreindýraveiðarnar eru hafnar. Tarfatímabilið hófst 15. júlí og nýlega hófust veiðar á hreindýrakúm. Á þessu ári er heimilt að veiða allt að 1021 hreindýr árið 2022, 546 kýr og 475 tarfa. Veiðitími tarfa er frá 15. júlí til og með 15. september. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til og með 20. september. „Þær eru rétt að hefjast. Fjórði dagurinn í því núna. Ekki er búið að veiða nema einhverjar sjö kýr þessa fyrstu daga. Þetta fer allt rólega af stað. Áður en dagurinn í dag hófst þá var búið að fella 90 dýr alls,“ segir Jóhann. Hann bendir þó á að nú horfi þau fyrir austan á betri tíð. Svona hljóða veiðifréttirnar á vef umhverfisstofnunar: „5. ágúst 2022. Arnar Þór með einn að veiða tarf og annan að veiða kú á sv. 1, Pétur í Teigi með einn að veiða tarf á sv. 1, Grétar með einn að veiða tarf á sv. 1, Siggi Aðalsteins með einn að veiða tarf og tvo að veiða kýr á sv. 1, Reimar með tvo að veiða tarfa á sv. 2, Stebbi Kristm. með einn að veiða tarf á sv. 3 …“ Og þannig gengur dælan. Þetta segir ókunnugum kannski ekki mikið en þeim sem til þekkja allt. Veður hefur mikil áhrif á veiðarnar og þokan fyrir austan getur hreinlega komið í veg fyrir að dýrin finnist. „Þegar hæðarhryggur leggst uppað landinu er bjart á öllum svæðum. Þannig að menn ættu að geta veitt vel þessa helgi. Það ætti í það minnsta ekki að vera veðrið sem plagar,“ segir Jóhann. Hann segir að veiðimönnum ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði þó bleyta sé eftir rigningar víða fyrir austan svo sem hjá Bakkafirði og á því svæði. En ekki sé á vísan að róa með veður ef menn draga að mæta í veiðina þar til í september. Dýr Múlaþing Vopnafjörður Stjórnsýsla Skotveiði Tengdar fréttir Hreindýraveiðar ganga vel Hreindýraveiðar hafa gengið vel enda hefur viðrað vel til veiða á austurlandi og dýrin virðast vel á sig komin. 24. ágúst 2021 08:25 Hreindýraveiðar með besta móti þetta árið Kvótinn gekk svo til allur út. 22. september 2020 16:11 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
„Jú, það hefur verið eitthvað um að menn hafi verið að koma veiðilausir til byggða. Það hefur verið þokusælt hér fyrir austan í júlímánuði,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hreindýraveiðarnar eru hafnar. Tarfatímabilið hófst 15. júlí og nýlega hófust veiðar á hreindýrakúm. Á þessu ári er heimilt að veiða allt að 1021 hreindýr árið 2022, 546 kýr og 475 tarfa. Veiðitími tarfa er frá 15. júlí til og með 15. september. Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til og með 20. september. „Þær eru rétt að hefjast. Fjórði dagurinn í því núna. Ekki er búið að veiða nema einhverjar sjö kýr þessa fyrstu daga. Þetta fer allt rólega af stað. Áður en dagurinn í dag hófst þá var búið að fella 90 dýr alls,“ segir Jóhann. Hann bendir þó á að nú horfi þau fyrir austan á betri tíð. Svona hljóða veiðifréttirnar á vef umhverfisstofnunar: „5. ágúst 2022. Arnar Þór með einn að veiða tarf og annan að veiða kú á sv. 1, Pétur í Teigi með einn að veiða tarf á sv. 1, Grétar með einn að veiða tarf á sv. 1, Siggi Aðalsteins með einn að veiða tarf og tvo að veiða kýr á sv. 1, Reimar með tvo að veiða tarfa á sv. 2, Stebbi Kristm. með einn að veiða tarf á sv. 3 …“ Og þannig gengur dælan. Þetta segir ókunnugum kannski ekki mikið en þeim sem til þekkja allt. Veður hefur mikil áhrif á veiðarnar og þokan fyrir austan getur hreinlega komið í veg fyrir að dýrin finnist. „Þegar hæðarhryggur leggst uppað landinu er bjart á öllum svæðum. Þannig að menn ættu að geta veitt vel þessa helgi. Það ætti í það minnsta ekki að vera veðrið sem plagar,“ segir Jóhann. Hann segir að veiðimönnum ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði þó bleyta sé eftir rigningar víða fyrir austan svo sem hjá Bakkafirði og á því svæði. En ekki sé á vísan að róa með veður ef menn draga að mæta í veiðina þar til í september.
Dýr Múlaþing Vopnafjörður Stjórnsýsla Skotveiði Tengdar fréttir Hreindýraveiðar ganga vel Hreindýraveiðar hafa gengið vel enda hefur viðrað vel til veiða á austurlandi og dýrin virðast vel á sig komin. 24. ágúst 2021 08:25 Hreindýraveiðar með besta móti þetta árið Kvótinn gekk svo til allur út. 22. september 2020 16:11 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Sjá meira
Hreindýraveiðar ganga vel Hreindýraveiðar hafa gengið vel enda hefur viðrað vel til veiða á austurlandi og dýrin virðast vel á sig komin. 24. ágúst 2021 08:25