Gasmengun getur verið alvarlegt mál Snorri Másson skrifar 5. ágúst 2022 19:41 Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. Almannavarnir vara eldgosgesti æ ofan í æ við aðstæðum uppi í fjalli. Nýjar sprungur varasamar, hættulegt að fara upp að gosinu en ekki síst er andrúmsloftið við gosið hættulegt. Embætti sóttvarnalæknis sér um að fylgjast með áhrifum eiturefna á landsmenn. „Við erum að biðja fólk að fara varlega. Það hafa mælst gös þarna og það er þekkt að slík eiturgös koma í eldgosi. Veðurstofan sér um mælingar á staðnum; það er þarna brennisteinsdíoxíð sérstaklega og súlfúr. En það geta líka myndast önnur gös, eins og koldíoxíð eða kolmónóxíð. Þetta eru allt gös sem þarf að varast og geta haft áhrif á heilsu fólks,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Guðrún Aspelund er starfandi sóttvarnalæknir á meðan Þórólfur Guðnason er í fríi.vísir/arnar En hvað er til ráða? Að tryggja öryggi við gosstöðvarnar er að mörgu leyti spurning um vindátt. Meginreglan er að horfa á eldgosið með vindinn í bakið. Í norðanátt kemur vindurinn svona yfir gosstöðvarnar, þannig að þegar það blæs hressilega, getur maður verið niðri í dalverpinu við gosið. Þá er útsýnispallurinn suðvestanmegin einnig öruggur. Í sunnanátt er ekki mælt með því að standa í dalverpinu enda getur maður fengið gasið í fangið og það safnast saman. Best er að fylgjast vel með vindáttinni; annars getur maður hlotið verra af. „Á meðan þetta er ekki í miklu magni eru þetta helst óþægindi, erting í nefi, munni, koki; kannski hósti, en síðan þegar þetta fer að fara meira ofan í lungu í meira magni, sem myndi jafnvel gerast hjá öllum, er það meiri hósti, jafnvel bjúgur og meiri einkenni,“ segir Guðrún. Vísir/Vilhelm „Þetta er alvarlegt. Ef það er lygna og þetta fer að leggjast yfir byggð, þá hefur það áhrif á fólk.“ Við mikla gasmengun er einnig hætta á súru regni, þar sem brennisteinssýra blandast regnvatninu sem getur haft neikvæð áhrif á gróður og lífverur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Tengdar fréttir Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Almannavarnir vara eldgosgesti æ ofan í æ við aðstæðum uppi í fjalli. Nýjar sprungur varasamar, hættulegt að fara upp að gosinu en ekki síst er andrúmsloftið við gosið hættulegt. Embætti sóttvarnalæknis sér um að fylgjast með áhrifum eiturefna á landsmenn. „Við erum að biðja fólk að fara varlega. Það hafa mælst gös þarna og það er þekkt að slík eiturgös koma í eldgosi. Veðurstofan sér um mælingar á staðnum; það er þarna brennisteinsdíoxíð sérstaklega og súlfúr. En það geta líka myndast önnur gös, eins og koldíoxíð eða kolmónóxíð. Þetta eru allt gös sem þarf að varast og geta haft áhrif á heilsu fólks,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Guðrún Aspelund er starfandi sóttvarnalæknir á meðan Þórólfur Guðnason er í fríi.vísir/arnar En hvað er til ráða? Að tryggja öryggi við gosstöðvarnar er að mörgu leyti spurning um vindátt. Meginreglan er að horfa á eldgosið með vindinn í bakið. Í norðanátt kemur vindurinn svona yfir gosstöðvarnar, þannig að þegar það blæs hressilega, getur maður verið niðri í dalverpinu við gosið. Þá er útsýnispallurinn suðvestanmegin einnig öruggur. Í sunnanátt er ekki mælt með því að standa í dalverpinu enda getur maður fengið gasið í fangið og það safnast saman. Best er að fylgjast vel með vindáttinni; annars getur maður hlotið verra af. „Á meðan þetta er ekki í miklu magni eru þetta helst óþægindi, erting í nefi, munni, koki; kannski hósti, en síðan þegar þetta fer að fara meira ofan í lungu í meira magni, sem myndi jafnvel gerast hjá öllum, er það meiri hósti, jafnvel bjúgur og meiri einkenni,“ segir Guðrún. Vísir/Vilhelm „Þetta er alvarlegt. Ef það er lygna og þetta fer að leggjast yfir byggð, þá hefur það áhrif á fólk.“ Við mikla gasmengun er einnig hætta á súru regni, þar sem brennisteinssýra blandast regnvatninu sem getur haft neikvæð áhrif á gróður og lífverur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Vogar Tengdar fréttir Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44