Vallarmet og sviptingar á toppnum Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2022 21:30 Sigurður Bjarki Blumenstein jafnaði vallarmetið í Eyjum. Mynd/seth@golf.is Kristján Þór Einarsson, kylfingur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar, er með tveggja högga forystu fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Vestmannaeyjavelli. Sigurður Bjarki Blumenstein jafnaði vallarmetið í Eyjum á hring dagsins. Birgir Guðjónsson, úr Golfklúbbnum Esju, var með forystuna fyrir daginn en hann lék á tveimur höggum yfir pari vallar í dag og féll niður í fjórða sæti sem hann deilir með þeim Kristóferi Karli Karlssyni, úr GM, og Böðvari Braga Pálssyni, úr GR, en allir eru þeir á þremur undir pari í heildina. Þar fyrir ofan eru þeir Kristófer Orri Þórðarson, úr GKG, og Sigurður Bjarki Blumenstein, úr GR, á fjórum undir pari. Kristófer lék hrings dagsins á höggi undir pari en Sigurður Bjarki lék manna best á vellinum í dag og fór hringinn á átta höggum undir pari vallar. Hann fékk níu fugla og einn skolla á hringnum, en með spilamennsku sinni jafnaði hann vallarmetið á Vestmannaeyjavelli. Kristján Þór Einarsson lék næst best í dag en hann fékk átta fugla á hringnum og einn skramba. Hann var því á sex höggum undir pari en það er einnig heildarskor hans, þar sem hann var á pari fyrir daginn. Kristján er því með tveggja högga forystu fyrir spennandi lokadag á morgun. Íslandsmótið í golfi Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Guðjónsson, úr Golfklúbbnum Esju, var með forystuna fyrir daginn en hann lék á tveimur höggum yfir pari vallar í dag og féll niður í fjórða sæti sem hann deilir með þeim Kristóferi Karli Karlssyni, úr GM, og Böðvari Braga Pálssyni, úr GR, en allir eru þeir á þremur undir pari í heildina. Þar fyrir ofan eru þeir Kristófer Orri Þórðarson, úr GKG, og Sigurður Bjarki Blumenstein, úr GR, á fjórum undir pari. Kristófer lék hrings dagsins á höggi undir pari en Sigurður Bjarki lék manna best á vellinum í dag og fór hringinn á átta höggum undir pari vallar. Hann fékk níu fugla og einn skolla á hringnum, en með spilamennsku sinni jafnaði hann vallarmetið á Vestmannaeyjavelli. Kristján Þór Einarsson lék næst best í dag en hann fékk átta fugla á hringnum og einn skramba. Hann var því á sex höggum undir pari en það er einnig heildarskor hans, þar sem hann var á pari fyrir daginn. Kristján er því með tveggja högga forystu fyrir spennandi lokadag á morgun.
Íslandsmótið í golfi Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira