Vildu ekki sjá Partey: „Ofbeldismenn verða að sæta ábyrgð burt séð frá mikilvægi þeirra“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2022 07:00 Partey í leik föstudagsins. Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images Borða sem var flogið aftan úr flugvél yfir Selhurst Park, heimavelli Crystal Palace, þegar Arsenal vann þar 2-0 sigur í upphafsleik ensku úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöld hefur vakið athygli. Stuðningsmenn Arsenal voru að baki borðanum ásamt kvenréttindabaráttuhreyfingunni Level Up. Stuðningsmennirnir vilja ekki sjá Ganamanninn Thomas Partey í liði sínu á meðan nauðgunarkærur hanga yfir honum. Greint var frá því fyrr í sumar að ónefndur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni ætti yfir höfði sér kæru frá konu fyrir nauðgun. Síðar hefur komið í ljós að leikmaðurinn sem um ræðir er Thomas Partey, miðjumaður Arsenal. Alls voru þrjár ákærur lagðar fram af tveimur konum gegn Partey en ein þeirra kæra hefur verið látin niður falla. Hinar tvær eru aftur á móti enn til meðferðar. Þrír aðrir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni hafa á síðastliðnum tólf mánuðum verið ákærðir fyrir ofbeldi gegn konum og enginn þeirra hefur spilað leik eða æft með liði sínu síðan. Þeir eru Gylfi Þór Sigurðsson, sem var hjá Everton, Benjamin Mendy, úr Manchester City, og Mason Greenwood, úr Manchester United. Arsenal hefur farið aðra leið en áðurnefnd félög og hafa ákærurnar sem hanga yfir Partey engin áhrif haft á hans stöðu hjá félaginu. Hann hefur æft með félaginu og spilaði allan leikinn fyrir Arsenal er liðið vann 2-0 á föstudagskvöldið. There's a plane flying over Selhurst Park tonight before kickoff between @Arsenal and @CPFC that has a banner attached about kicking rapists off the pitch. #unexpected pic.twitter.com/S3soOg5NOP— (@OperaCreep) August 5, 2022 Ekki eru allir Arsenal-stuðningsmenn sáttir við það en á borðanum sem var flogið yfir Selhurst Park á föstudagskvöldið var ritað: „Sparkið nauðgurum af vellinum,“. Kvenréttindasamtökin Level Up hafa tekið ábyrgð á borðanum sem var fjármagnaður af stuðningsmönnum Arsenal sem styðja mótmælin gegn Partey. The Athletic hefur eftir Mikey Franklin stuðningsmanni Arsenal: „Sem Arsenal stuðningsmaður frá blautu barnsbeini vil ég sjá félagið okkar leiða deildina í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Hver sá sem beitir konur ofbeldi verður að sæta ábyrgð, burt séð frá því hversu mikilvægur hann er velgengni síns liðs,“ Enska úrvalsdeildin tók það skref í vikunni að skylda alla leikmenn til fræðslu um samþykki í kynlífi til að bregðast við þeim málum sem komið hafa upp að undanförnu og í von um að koma í veg fyrir að þau verði fleiri. Enski boltinn Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Greint var frá því fyrr í sumar að ónefndur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni ætti yfir höfði sér kæru frá konu fyrir nauðgun. Síðar hefur komið í ljós að leikmaðurinn sem um ræðir er Thomas Partey, miðjumaður Arsenal. Alls voru þrjár ákærur lagðar fram af tveimur konum gegn Partey en ein þeirra kæra hefur verið látin niður falla. Hinar tvær eru aftur á móti enn til meðferðar. Þrír aðrir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni hafa á síðastliðnum tólf mánuðum verið ákærðir fyrir ofbeldi gegn konum og enginn þeirra hefur spilað leik eða æft með liði sínu síðan. Þeir eru Gylfi Þór Sigurðsson, sem var hjá Everton, Benjamin Mendy, úr Manchester City, og Mason Greenwood, úr Manchester United. Arsenal hefur farið aðra leið en áðurnefnd félög og hafa ákærurnar sem hanga yfir Partey engin áhrif haft á hans stöðu hjá félaginu. Hann hefur æft með félaginu og spilaði allan leikinn fyrir Arsenal er liðið vann 2-0 á föstudagskvöldið. There's a plane flying over Selhurst Park tonight before kickoff between @Arsenal and @CPFC that has a banner attached about kicking rapists off the pitch. #unexpected pic.twitter.com/S3soOg5NOP— (@OperaCreep) August 5, 2022 Ekki eru allir Arsenal-stuðningsmenn sáttir við það en á borðanum sem var flogið yfir Selhurst Park á föstudagskvöldið var ritað: „Sparkið nauðgurum af vellinum,“. Kvenréttindasamtökin Level Up hafa tekið ábyrgð á borðanum sem var fjármagnaður af stuðningsmönnum Arsenal sem styðja mótmælin gegn Partey. The Athletic hefur eftir Mikey Franklin stuðningsmanni Arsenal: „Sem Arsenal stuðningsmaður frá blautu barnsbeini vil ég sjá félagið okkar leiða deildina í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Hver sá sem beitir konur ofbeldi verður að sæta ábyrgð, burt séð frá því hversu mikilvægur hann er velgengni síns liðs,“ Enska úrvalsdeildin tók það skref í vikunni að skylda alla leikmenn til fræðslu um samþykki í kynlífi til að bregðast við þeim málum sem komið hafa upp að undanförnu og í von um að koma í veg fyrir að þau verði fleiri.
Enski boltinn Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira