Hvað ef Shawn Kemp hefði spilað handbolta á Ólympíuleikunum? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. ágúst 2022 10:00 Shawn Kemp, eða Reign Man eins og hann var kallaður, var einn skemmtilegasti leikmaður NBA-deildarinnar á 10. áratug síðustu aldar. getty/Focus Hvað ef ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar hefði spilað með bandaríska handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996? Það virðist ekki hafa verið jafn fjarlægt og það virðist við fyrstu sýn. Í viðtali við Stürmer Foul frá 2020 rifjaði Svíinn Claes Hellgren upp tíma sinn sem þjálfari bandaríska landsliðsins í handbolta. Hann stýrði því meðal annars á Ólympíuleikunum á heimavelli 1996. Bandaríkin eru ekki þekkt fyrir afrek sín á handboltavellinum og Hellgren þurfti að hugsa út fyrir rammann þegar kom að því að manna bandaríska liðið fyrir Ólympíuleikana og ná í leikmenn úr öðrum íþróttum. Í viðtalinu segir Hellgren að sjálfur Charles Barkley hefði haft samband við bandaríska handknattleikssambandið og óskað eftir því að spila með handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum. Hellgren hugsaði sér gott til glóðarinnar að nýta Barkley á línunni. Ekkert varð hins vegar af því vegna óhóflegs tryggingarkostnaðar. Minnið virðist eitthvað hafa svikið Hellgren. Hann segir að Barkley hafi ekki komist í körfuboltaliðið á Ólympíuleikunum 1996. Það er rangt. Barkley lék með bandaríska liðinu og vann sitt annað Ólympíugull með því. Körfuboltastjarnan sem um ræðir er annar kraftframherji, Shawn Kemp en hann komst ekki í Ólympíuliðið 1996 þrátt fyrir að hafa farið með Seattle SuperSonics í úrslit NBA-deildarinnar það ár. Edit: It was Shawn Kemp, not Charles Barkley.Thanks for the info, @TeamHandball !— Fabian Koch (@Fabian_Handball) August 7, 2022 Svo virðist sem umboðsmaður Kemps hafi sett sig í samband við bandaríska handknattleikssambandið og leikmaðurinn mætt á nokkrar æfingar. Honum fannst hann hins vegar eiga of margt ólært í handboltafræðunum og gaf tækifærið frá sér. Bandaríska handboltalandsliðið spjaraði sig ágætlega á Ólympíuleikunum 1996 og endaði í 9. sæti. Það hefði þó vissulega verið áhugavert að sjá Kemp taka slaginn með því. Á þessum tíma var Kemp einn allra besta og skemmtilegasti leikmaður NBA. Hans er einna helst minnst fyrir kraftmiklar troðslur sem fengu áhorfendur til að rísa úr sætum sínum. Tímabilið 1995-96 hjálpaði Kemp Seattle að komast í úrslit NBA. Þar tapaði liðið fyrir Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls, 4-2. Ári seinna fór Kemp til Cleveland Cavaliers þar sem seig á ógæfuhliðina. Hann lauk ferlinum með Orlando Magic tímabilið 2002-03. Á ferli sínum í NBA var Kemp með 14,6 stig og 8,4 fráköst að meðaltali í leik. Hann spilaði sex sinnum í Stjörnuleiknum og var þrisvar sinnum valinn í annað úrvalslið NBA. Handbolti Ólympíuleikar NBA Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira
Í viðtali við Stürmer Foul frá 2020 rifjaði Svíinn Claes Hellgren upp tíma sinn sem þjálfari bandaríska landsliðsins í handbolta. Hann stýrði því meðal annars á Ólympíuleikunum á heimavelli 1996. Bandaríkin eru ekki þekkt fyrir afrek sín á handboltavellinum og Hellgren þurfti að hugsa út fyrir rammann þegar kom að því að manna bandaríska liðið fyrir Ólympíuleikana og ná í leikmenn úr öðrum íþróttum. Í viðtalinu segir Hellgren að sjálfur Charles Barkley hefði haft samband við bandaríska handknattleikssambandið og óskað eftir því að spila með handboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum. Hellgren hugsaði sér gott til glóðarinnar að nýta Barkley á línunni. Ekkert varð hins vegar af því vegna óhóflegs tryggingarkostnaðar. Minnið virðist eitthvað hafa svikið Hellgren. Hann segir að Barkley hafi ekki komist í körfuboltaliðið á Ólympíuleikunum 1996. Það er rangt. Barkley lék með bandaríska liðinu og vann sitt annað Ólympíugull með því. Körfuboltastjarnan sem um ræðir er annar kraftframherji, Shawn Kemp en hann komst ekki í Ólympíuliðið 1996 þrátt fyrir að hafa farið með Seattle SuperSonics í úrslit NBA-deildarinnar það ár. Edit: It was Shawn Kemp, not Charles Barkley.Thanks for the info, @TeamHandball !— Fabian Koch (@Fabian_Handball) August 7, 2022 Svo virðist sem umboðsmaður Kemps hafi sett sig í samband við bandaríska handknattleikssambandið og leikmaðurinn mætt á nokkrar æfingar. Honum fannst hann hins vegar eiga of margt ólært í handboltafræðunum og gaf tækifærið frá sér. Bandaríska handboltalandsliðið spjaraði sig ágætlega á Ólympíuleikunum 1996 og endaði í 9. sæti. Það hefði þó vissulega verið áhugavert að sjá Kemp taka slaginn með því. Á þessum tíma var Kemp einn allra besta og skemmtilegasti leikmaður NBA. Hans er einna helst minnst fyrir kraftmiklar troðslur sem fengu áhorfendur til að rísa úr sætum sínum. Tímabilið 1995-96 hjálpaði Kemp Seattle að komast í úrslit NBA. Þar tapaði liðið fyrir Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls, 4-2. Ári seinna fór Kemp til Cleveland Cavaliers þar sem seig á ógæfuhliðina. Hann lauk ferlinum með Orlando Magic tímabilið 2002-03. Á ferli sínum í NBA var Kemp með 14,6 stig og 8,4 fráköst að meðaltali í leik. Hann spilaði sex sinnum í Stjörnuleiknum og var þrisvar sinnum valinn í annað úrvalslið NBA.
Handbolti Ólympíuleikar NBA Mest lesið Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Sjá meira