Guardiola: Erling Haaland leysir ekki öll vandamál Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2022 12:00 Erling Haaland fær fimmu frá Pep Guardiola eftir að hafa skorað tvö mörk á móti West Ham á London Stadium. AP/Frank Augstein Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ætlar sér að gera Norðmanninn Erling Haaland að betri leikmanni sem eru ógnvænlegar fréttir fyrir hin liðin í ensku úrvalsdeildinni. Haaland byrjaði á því að skora tvö mörk strax í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni þegar Manchester City vann 2-0 útisigur á West Ham. "He's going to score goals" "I don't have any doubts it's going to happen"Pep Guardiola backs Erling Haaland to score plenty of goals for Manchester City this season. How many will the Norwegian get?#ManCity #MCFC— BBC Sport Manchester (@BBCRMsport) August 7, 2022 Einhverjir höfðu gagnrýnt Haaland fyrir klúður sitt í leiknum um Samfélagsskjöldinn á móti Liverpool en það heyrist væntanlega ekki mikið í þeim eftir frammistöðu stráksins um helgina. „Allt liðið var frábært en það Erling skoraði sín fyrstu mörk var mjög gott fyrir bæði hann og okkur. Hann er mikil ógn fyrir okkur en hann leysir ekki öll vandamál Manchester City,“ sagði Pep Guardiola. Pep Guardiola responds to those who made early opinions on Erling Haaland before he scored a brace on his Premier League debut pic.twitter.com/J3ubWW9xzT— Football on BT Sport (@btsportfootball) August 7, 2022 „Hann mun bæta einhverju við okkar lið en ef við ætlum bara að treysta á hann þá erum við að gera mistök,“ sagði Guardiola sem leyfði sér aðeins að skjóta á þá sem gerði mikið úr klúðri hans á móti Liverpool. „Fyrir einni viku þá átti hann ekki að geta aðlagast ensku úrvalsdeildinni og núna er hann allt í einu kominn í hóp með Thierry Henry, Alan Shearer og Cristiano Ronaldo. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Tvö mörk og umræðunni er lokið. Hann skoraði mörk í Salzburg, Dortmund og hann getur gert það líka hér.,“ sagði Guardiola. "One week ago when he missed the chance, he was a failure. Everybody laughed at him and now he is Thierry Henry and Ronaldo."Pep Guardiola laughs off the comparisons to Erling Haaland after one game pic.twitter.com/6vwv4mzjKF— Football Daily (@footballdaily) August 7, 2022 „Hann kom hingað í fimm ár og vonandi verður hann hjá okkur þann tíma eða jafnvel lengur. Hann getur verið mjög góður fyrir okkur og við getum ýtt honum áfram og hjálpað honum við að bæta við sinn leik. Með því getur hann orðið betri leikmaður ekki bara maðurinn sem skorar mörkin,“ sagði Guardiola. „Ég þekki hann enn ekki nógu vel og við þurfum því tíma. Ég veit hins vegar hvernig hann réði við þá gagnrýni sem hann fékk í vikunni og hann var mjög rólegur. Ég veit aftur á móti ekki hvernig hann tekur hrósi en við sjáum það núna,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Haaland byrjaði á því að skora tvö mörk strax í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni þegar Manchester City vann 2-0 útisigur á West Ham. "He's going to score goals" "I don't have any doubts it's going to happen"Pep Guardiola backs Erling Haaland to score plenty of goals for Manchester City this season. How many will the Norwegian get?#ManCity #MCFC— BBC Sport Manchester (@BBCRMsport) August 7, 2022 Einhverjir höfðu gagnrýnt Haaland fyrir klúður sitt í leiknum um Samfélagsskjöldinn á móti Liverpool en það heyrist væntanlega ekki mikið í þeim eftir frammistöðu stráksins um helgina. „Allt liðið var frábært en það Erling skoraði sín fyrstu mörk var mjög gott fyrir bæði hann og okkur. Hann er mikil ógn fyrir okkur en hann leysir ekki öll vandamál Manchester City,“ sagði Pep Guardiola. Pep Guardiola responds to those who made early opinions on Erling Haaland before he scored a brace on his Premier League debut pic.twitter.com/J3ubWW9xzT— Football on BT Sport (@btsportfootball) August 7, 2022 „Hann mun bæta einhverju við okkar lið en ef við ætlum bara að treysta á hann þá erum við að gera mistök,“ sagði Guardiola sem leyfði sér aðeins að skjóta á þá sem gerði mikið úr klúðri hans á móti Liverpool. „Fyrir einni viku þá átti hann ekki að geta aðlagast ensku úrvalsdeildinni og núna er hann allt í einu kominn í hóp með Thierry Henry, Alan Shearer og Cristiano Ronaldo. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Tvö mörk og umræðunni er lokið. Hann skoraði mörk í Salzburg, Dortmund og hann getur gert það líka hér.,“ sagði Guardiola. "One week ago when he missed the chance, he was a failure. Everybody laughed at him and now he is Thierry Henry and Ronaldo."Pep Guardiola laughs off the comparisons to Erling Haaland after one game pic.twitter.com/6vwv4mzjKF— Football Daily (@footballdaily) August 7, 2022 „Hann kom hingað í fimm ár og vonandi verður hann hjá okkur þann tíma eða jafnvel lengur. Hann getur verið mjög góður fyrir okkur og við getum ýtt honum áfram og hjálpað honum við að bæta við sinn leik. Með því getur hann orðið betri leikmaður ekki bara maðurinn sem skorar mörkin,“ sagði Guardiola. „Ég þekki hann enn ekki nógu vel og við þurfum því tíma. Ég veit hins vegar hvernig hann réði við þá gagnrýni sem hann fékk í vikunni og hann var mjög rólegur. Ég veit aftur á móti ekki hvernig hann tekur hrósi en við sjáum það núna,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira