Eldgosið bannað börnum yngri en tólf ára Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. ágúst 2022 10:55 Eldgosið trekkir að. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að meina börnum yngri en tólf ára aðgangi að eldgosinu í Meradölum. Öflugri gæsla verður á svæðinu í dag en í gær. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að ákveðið hafi verið á fundi í morgun að meina börnum yngri en tólf ára aðgengi að gosstöðvunum. „Þetta hefur verið vandamál. Við erum að tryggja hagsmuni barna á þessu svæði. Ég geri það með þessum hætti,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Markmiðið sé að hindra för barna sem eru yngri en tólf ára að gosstöðvunum. Undanfarna daga hefur vonskuveður komið í veg fyrir að hægt sé að njóta þess að skoða eldgosið.Vísir/Vilhelm Greint var frá því í fjölmiðlum um helgina að erlendir ferðamenn, með ung börn, hafi lent í vandræðum við gosstöðvarnar. Gosinu í Meradölum hefur verið lýst sem svokölluðu túristagosi og margir sem vilja berja það augum. Leiðin að gosinu er þó torfærari og lengri en leiðin að gosinu við Fagradalsfjall á síðasta ári. Aðspurður að því hvernig lögregla hyggist framfylgja þessari ákvörðun segir Úlfar að það eigi eftir að koma í ljós, hann sjái þó fyrir sér að hægt verði að gera það með sómasamlegum hætti. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum sem barst skömmu eftir hádegi er tekið fram að börn og foreldrar þeirra hafi í mörgum tilfellum verið mjög illa búin. Svo virðist sem fólk geri sér enga grein fyrir því hvar það sé statt og hvað bíði þeirra á erfiðri og langri göngu að gosstöðvunum. Eldgosið sé ekki staður fyrir ung börn til að dvelja á. Heimild fyrir aðgerðum lögreglustjóra er sótt í 23. gr. laga um almannavarnir Reiknar ekki með mörgum á svæðinu í dag Svæðinu hefur verið lokað frá sunnudegi vegna vonskuveðurs. Engin breyting var gerð á því í dag og verður athugað á morgun hvort hægt verði að opna svæðið. Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út í gær vegna ferðamanna sem fóru á gossvæðið þrátt fyrir lokanir. „Þetta fór vel í gær en þetta var ekki alveg eins og við hugsuðum það. Þarna erum við að tala um ferðamenn sem virða ekki fyrirmæli,“ segir Úlfar sem reiknar þó með sama vandamál verði ekki uppi á teningnum í dag. „Ég held að þetta verði miklu skaplegra hjá okkur. Ég á von á því að það verði ekki margir á svæðinu, allavega ekki með svipuðum hætti og í gær.“ Aðspurður um hvað valdi þessari bjartsýni er svarið einfalt: „Það er öflugri gæsla,“ segir Úlfar og bætir við að lögreglumenn og björgunarveitir verði með lokunarpóst við Suðurstrandarveg. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr fréttatilkynningu lögreglustjórans á Suðurnesjum sem barst skömmu eftir hádegi. Björgunarsveitir Lögreglumál Börn og uppeldi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05 Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55 Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að ákveðið hafi verið á fundi í morgun að meina börnum yngri en tólf ára aðgengi að gosstöðvunum. „Þetta hefur verið vandamál. Við erum að tryggja hagsmuni barna á þessu svæði. Ég geri það með þessum hætti,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Markmiðið sé að hindra för barna sem eru yngri en tólf ára að gosstöðvunum. Undanfarna daga hefur vonskuveður komið í veg fyrir að hægt sé að njóta þess að skoða eldgosið.Vísir/Vilhelm Greint var frá því í fjölmiðlum um helgina að erlendir ferðamenn, með ung börn, hafi lent í vandræðum við gosstöðvarnar. Gosinu í Meradölum hefur verið lýst sem svokölluðu túristagosi og margir sem vilja berja það augum. Leiðin að gosinu er þó torfærari og lengri en leiðin að gosinu við Fagradalsfjall á síðasta ári. Aðspurður að því hvernig lögregla hyggist framfylgja þessari ákvörðun segir Úlfar að það eigi eftir að koma í ljós, hann sjái þó fyrir sér að hægt verði að gera það með sómasamlegum hætti. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum sem barst skömmu eftir hádegi er tekið fram að börn og foreldrar þeirra hafi í mörgum tilfellum verið mjög illa búin. Svo virðist sem fólk geri sér enga grein fyrir því hvar það sé statt og hvað bíði þeirra á erfiðri og langri göngu að gosstöðvunum. Eldgosið sé ekki staður fyrir ung börn til að dvelja á. Heimild fyrir aðgerðum lögreglustjóra er sótt í 23. gr. laga um almannavarnir Reiknar ekki með mörgum á svæðinu í dag Svæðinu hefur verið lokað frá sunnudegi vegna vonskuveðurs. Engin breyting var gerð á því í dag og verður athugað á morgun hvort hægt verði að opna svæðið. Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út í gær vegna ferðamanna sem fóru á gossvæðið þrátt fyrir lokanir. „Þetta fór vel í gær en þetta var ekki alveg eins og við hugsuðum það. Þarna erum við að tala um ferðamenn sem virða ekki fyrirmæli,“ segir Úlfar sem reiknar þó með sama vandamál verði ekki uppi á teningnum í dag. „Ég held að þetta verði miklu skaplegra hjá okkur. Ég á von á því að það verði ekki margir á svæðinu, allavega ekki með svipuðum hætti og í gær.“ Aðspurður um hvað valdi þessari bjartsýni er svarið einfalt: „Það er öflugri gæsla,“ segir Úlfar og bætir við að lögreglumenn og björgunarveitir verði með lokunarpóst við Suðurstrandarveg. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr fréttatilkynningu lögreglustjórans á Suðurnesjum sem barst skömmu eftir hádegi.
Björgunarsveitir Lögreglumál Börn og uppeldi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05 Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55 Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05
Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55
Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45