Bröndby fær hjálp lögreglu eftir lætin og skemmdarverkin á Parken Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2022 12:31 Peb Biel og Hákon Arnar Haraldsson fagna einu þriggja marka Biel í 4-1 sigri FCK á Bröndby um helgina. Lars Ronbog/Getty Images Nágrannaliðin og erkifjendurnir FC Kaupmannahöfn og Bröndby mættust í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Líkt og svo oft áður sauð upp úr er Íslendinglið FCK tók á móti sínum fornu fjendum í Bröndby og vann öruggan 4-1 sigur. Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK og þá kom Ísak Bergmann Jóhannesson inn af bekknum. Stuðningsmenn gestaliðsins tóku ekkert sérstaklega vel í tap sinna manna og gerðu sitt besta til að rífa sætin á Parken úr stúkunni og henda þeim inn á völlinn. Ole Palmå, framkvæmdastjóri Bröndby, segir félagið nú vinna með lögreglunni í Kaupmannahöfn í von um að finna skemmdarvargana. „Þó við höfum verið mjög skýr í skilaboðum okkar til stuðningsmanna liðsins um að við vildum að þeir myndu styðja við bakið á liðinu þá eru alltaf nokkrir einstaklingar sem þurfa að skemma fyrir heildinni,“ sagði Palmå í viðtali á Bold.dk. Þá bað hann stuðningsmenn félagsins um að standa með því í baráttunni gegn ofbeldi og skemmdarverkum. Brondby lufter de gule trøje i fag #sldk #football pic.twitter.com/rf4kxK5tlq— Miki Mistrati (@MrMistrati) August 7, 2022 Ef marka má starfsmenn miðilsins TV3 þá var um meira en aðeins nokkur skemmd epli að ræða. Í spjalli um leikinn kemur fram að starfsmennirnir hafi einfaldlega ekki verið vissir um eigið öryggi er þeir horfðu á stuðningsmenn Bröndby láta öllum illum látum. Þá var minnst á myndband sem fer nú sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum en þar má sjá stuðningsmann Bröndby þvinga ungan stuðningsmann FC Kaupmannahafnar úr treyju liðsins er þeir voru staddir í lest á leið frá leiknum. @kennethemilp #tv3sport pic.twitter.com/wwjSpt0P0N— Søren Frederiksen (@sor_frederiksen) August 9, 2022 Það er spurning hvernig danska knattspyrnusambandið bregst við þessu en á síðustu leiktíð var stuðningsmönnum útiliðsins bannað að mæta er liðin mættust. Hvort slíkt bann sé á leiðinni eða þá algert áhorfendabann kemur að öllum líkindum í ljós á næstu dögum eða vikum. Liðin mætast næst í Bröndby þann 16. október. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK og þá kom Ísak Bergmann Jóhannesson inn af bekknum. Stuðningsmenn gestaliðsins tóku ekkert sérstaklega vel í tap sinna manna og gerðu sitt besta til að rífa sætin á Parken úr stúkunni og henda þeim inn á völlinn. Ole Palmå, framkvæmdastjóri Bröndby, segir félagið nú vinna með lögreglunni í Kaupmannahöfn í von um að finna skemmdarvargana. „Þó við höfum verið mjög skýr í skilaboðum okkar til stuðningsmanna liðsins um að við vildum að þeir myndu styðja við bakið á liðinu þá eru alltaf nokkrir einstaklingar sem þurfa að skemma fyrir heildinni,“ sagði Palmå í viðtali á Bold.dk. Þá bað hann stuðningsmenn félagsins um að standa með því í baráttunni gegn ofbeldi og skemmdarverkum. Brondby lufter de gule trøje i fag #sldk #football pic.twitter.com/rf4kxK5tlq— Miki Mistrati (@MrMistrati) August 7, 2022 Ef marka má starfsmenn miðilsins TV3 þá var um meira en aðeins nokkur skemmd epli að ræða. Í spjalli um leikinn kemur fram að starfsmennirnir hafi einfaldlega ekki verið vissir um eigið öryggi er þeir horfðu á stuðningsmenn Bröndby láta öllum illum látum. Þá var minnst á myndband sem fer nú sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum en þar má sjá stuðningsmann Bröndby þvinga ungan stuðningsmann FC Kaupmannahafnar úr treyju liðsins er þeir voru staddir í lest á leið frá leiknum. @kennethemilp #tv3sport pic.twitter.com/wwjSpt0P0N— Søren Frederiksen (@sor_frederiksen) August 9, 2022 Það er spurning hvernig danska knattspyrnusambandið bregst við þessu en á síðustu leiktíð var stuðningsmönnum útiliðsins bannað að mæta er liðin mættust. Hvort slíkt bann sé á leiðinni eða þá algert áhorfendabann kemur að öllum líkindum í ljós á næstu dögum eða vikum. Liðin mætast næst í Bröndby þann 16. október.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira