Ekki Bjarna Benediktssonar að segja vinnuaflinu hvað það á og hvað ekki Snorri Másson skrifar 10. ágúst 2022 19:31 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að þau átök sem verið hafi á milli hennar og Drífu Snædal fráfarandi formanns Alþýðusambandsins hafi verið pólitísk en ekki persónuleg. Hún gagnrýnir þá ummæli fjármálaráðherra um kjaraviðræður fram undan. Drífa sagði í dag að á köflum hafi það verið orðið óbærilegt að starfa með Sólveigu og Ragnari Þór, en Sólveig segir: „Mér finnst náttúrulega skringilegt að fara á þetta plan. Hún lætur þetta hljóma eins og ég og Ragnar Þór séum einhvern veginn gölluð eða með persónuleikabresti sem geri það að verkum að við séum öskrandi og að ráðast að henni. Það er náttúrulega augljóslega ekki svo.“ Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi Alþýðusambandsins í október, en þar hafa aðildarfélög þingfulltrúa eftir stærð félaganna. Efling og VR eru stærstu félögin innan sambandsins. „Það sem ég vona að gerist á þinginu í haust er það sem hefði átt að gerast 2018, að þær breyttu áherslur og sú endurnýjun sem hefur átt sér stað í hreyfingunni virkilega nái að skila sér alla leið. Staðreyndin er sú að það breyttist ekkert,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í samtali við fréttastofu. Drífa Snædal hafi í staðinn ákveðið að framfylgja gömlu stefnu Gylfa Arnbjörnssonar áfram, stefnu stéttasamvinnu og SALEK-samninga. „Við munum auðvitað mæta í þessa kjarasamninga eins og þá síðustu“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ræddi kjaraviðræðurnar fram undan í viðtali við Stöð 2 í gær og sagði að það væri til dæmis ljóst að 10-11% hækkun væri ekki inni í myndinni. Sólveig segir þessa umræðu fáránlega, en að fyrirsjáanlegt sé að hún komi upp. Efling efndi til nokkurra verkfalla í aðdraganda síðustu samninga og Sólveig hefur sagt að ekki sé útilokað að til þess komi aftur nú. „Á þessum tímapunkti er þessi umræða einstaklega gróf og óþolandi vegna þess að verka- og láglaunafólk hefur séð það gerast að yfirstéttin í þessu samfélagi tekur til sín allt sem henni sýnist. Það er verka- og láglaunafólk sem hefur borið byrðarnar í gegnum faraldurinn og varð atvinnulaust, þurfti að standa sína plikt í umönnunarstörfum eins og láglaunakonurnar gerðu, og svo var húsnæðismarkaðurinn tekinn og afhentur eignastéttinni. Svo er það einfaldlega svo að launahækkanir sem um semst í kjarasamningum er það sem vinnuaflið á inni af hagvextinum. Það er ekki Bjarna Benediktssonar eða yfirstéttar þessa lands að segja vinnuaflinu hvað það eigi og hvað ekki. Við vitum hversu mikilvæg við erum og við munum auðvitað mæta í þessa kjarasamninga eins og þá síðustu, í baráttuham, og við munum ekki fara frá borðinu fyrr en við höfum náð að semja um það sem við sannarlega eigum inni.“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Alþingi ASÍ Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. 10. ágúst 2022 17:08 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Drífa sagði í dag að á köflum hafi það verið orðið óbærilegt að starfa með Sólveigu og Ragnari Þór, en Sólveig segir: „Mér finnst náttúrulega skringilegt að fara á þetta plan. Hún lætur þetta hljóma eins og ég og Ragnar Þór séum einhvern veginn gölluð eða með persónuleikabresti sem geri það að verkum að við séum öskrandi og að ráðast að henni. Það er náttúrulega augljóslega ekki svo.“ Kosið er um nýjan formann Alþýðusambandsins á ársþingi Alþýðusambandsins í október, en þar hafa aðildarfélög þingfulltrúa eftir stærð félaganna. Efling og VR eru stærstu félögin innan sambandsins. „Það sem ég vona að gerist á þinginu í haust er það sem hefði átt að gerast 2018, að þær breyttu áherslur og sú endurnýjun sem hefur átt sér stað í hreyfingunni virkilega nái að skila sér alla leið. Staðreyndin er sú að það breyttist ekkert,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í samtali við fréttastofu. Drífa Snædal hafi í staðinn ákveðið að framfylgja gömlu stefnu Gylfa Arnbjörnssonar áfram, stefnu stéttasamvinnu og SALEK-samninga. „Við munum auðvitað mæta í þessa kjarasamninga eins og þá síðustu“ Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ræddi kjaraviðræðurnar fram undan í viðtali við Stöð 2 í gær og sagði að það væri til dæmis ljóst að 10-11% hækkun væri ekki inni í myndinni. Sólveig segir þessa umræðu fáránlega, en að fyrirsjáanlegt sé að hún komi upp. Efling efndi til nokkurra verkfalla í aðdraganda síðustu samninga og Sólveig hefur sagt að ekki sé útilokað að til þess komi aftur nú. „Á þessum tímapunkti er þessi umræða einstaklega gróf og óþolandi vegna þess að verka- og láglaunafólk hefur séð það gerast að yfirstéttin í þessu samfélagi tekur til sín allt sem henni sýnist. Það er verka- og láglaunafólk sem hefur borið byrðarnar í gegnum faraldurinn og varð atvinnulaust, þurfti að standa sína plikt í umönnunarstörfum eins og láglaunakonurnar gerðu, og svo var húsnæðismarkaðurinn tekinn og afhentur eignastéttinni. Svo er það einfaldlega svo að launahækkanir sem um semst í kjarasamningum er það sem vinnuaflið á inni af hagvextinum. Það er ekki Bjarna Benediktssonar eða yfirstéttar þessa lands að segja vinnuaflinu hvað það eigi og hvað ekki. Við vitum hversu mikilvæg við erum og við munum auðvitað mæta í þessa kjarasamninga eins og þá síðustu, í baráttuham, og við munum ekki fara frá borðinu fyrr en við höfum náð að semja um það sem við sannarlega eigum inni.“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Alþingi ASÍ Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. 10. ágúst 2022 17:08 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. 10. ágúst 2022 17:08