Gætu yfirgefið Barcelona nokkrum vikum eftir komu til félagsins Atli Arason skrifar 10. ágúst 2022 20:31 Joan Laporta, forseti Barcelona, ásamt Andreas Christensen þegar Christensen var tilkynntur sem nýr leikmaður félagsins í júlí. Getty Images Andreas Christensen og Franck Kessie, leikmenn Barcelona, gætu báðir verið á förum frá Katalóníu vegna fjárhagsvandræða í félagsins. Báðir leikmennirnir voru kynntir til leiks hjá Barcelona í byrjun júlí. Fyrsti leikur Barcelona á tímabilinu er næsta laugardag gegn Rayo Vallecano og takist liðinu ekki að skrá tvímenningana fyrir laugardaginn virkjast ákvæði í samningi þeirra sem gerir þeim kleift að yfirgefa félagið á frjálsri sölu samkvæmt heimildum ESPN. Christensen og Kessie eru á meðal fimm leikmanna sem Barcelona hefur fengið til liðs við sig í sumar ásamt þeim Jules Kounde, Robert Lewandowski og Raphinha. Enginn af þeim hefur enn þá verið skráður í leikmannahóp Barcelona en heimildarmenn ESPN segja að Barcelona mun leggja höfuð áherslu á að skrá Kounde, Lewandowski og Raphinha í leikmannahóp sinn vegna þess að félagið hefur nú þegar borgað rúmlega 150 fyrir þrímenningana á meðan Christensen og Kessie komu frítt til félagsins. Ef allt fer á versta veg fyrir spænska félagið þá gæti enginn af nýju leikmönnunum fengið leikheimild fyrir næsta tímabil á Spáni ásamt Sergi Roberto og Ousmane Dembele, sem báðir skrifuðu undir nýja samninga við Barcelona á dögunum. Joan Laporta, forseti Barcelona, er þó bjartsýnn að félagið nái að skrá leikmennina sjö í leikmannahóp liðsins á meðan félagið heldur áfram að selja eignir sínar á uppboði. Barcelona hefur tíma til enda ágúst að ganga frá öllum lausum endum og skrá alla leikmennina í hópinn en Christensen og Kessie eiga möguleika á að yfirgefa liðið fyrr ef þeir verða ekki skráðir í leikmannahópinn fyrir fyrsta leik tímabilsins gegn Rayo. Barcelona lauk síðasta leiktímabili á Spáni með 144 milljón evra tapi, eina liðið á Spáni sem lauk keppni í mínus. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30 Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Fyrsti leikur Barcelona á tímabilinu er næsta laugardag gegn Rayo Vallecano og takist liðinu ekki að skrá tvímenningana fyrir laugardaginn virkjast ákvæði í samningi þeirra sem gerir þeim kleift að yfirgefa félagið á frjálsri sölu samkvæmt heimildum ESPN. Christensen og Kessie eru á meðal fimm leikmanna sem Barcelona hefur fengið til liðs við sig í sumar ásamt þeim Jules Kounde, Robert Lewandowski og Raphinha. Enginn af þeim hefur enn þá verið skráður í leikmannahóp Barcelona en heimildarmenn ESPN segja að Barcelona mun leggja höfuð áherslu á að skrá Kounde, Lewandowski og Raphinha í leikmannahóp sinn vegna þess að félagið hefur nú þegar borgað rúmlega 150 fyrir þrímenningana á meðan Christensen og Kessie komu frítt til félagsins. Ef allt fer á versta veg fyrir spænska félagið þá gæti enginn af nýju leikmönnunum fengið leikheimild fyrir næsta tímabil á Spáni ásamt Sergi Roberto og Ousmane Dembele, sem báðir skrifuðu undir nýja samninga við Barcelona á dögunum. Joan Laporta, forseti Barcelona, er þó bjartsýnn að félagið nái að skrá leikmennina sjö í leikmannahóp liðsins á meðan félagið heldur áfram að selja eignir sínar á uppboði. Barcelona hefur tíma til enda ágúst að ganga frá öllum lausum endum og skrá alla leikmennina í hópinn en Christensen og Kessie eiga möguleika á að yfirgefa liðið fyrr ef þeir verða ekki skráðir í leikmannahópinn fyrir fyrsta leik tímabilsins gegn Rayo. Barcelona lauk síðasta leiktímabili á Spáni með 144 milljón evra tapi, eina liðið á Spáni sem lauk keppni í mínus.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30 Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30
Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01