Netárás á vef Fréttablaðsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. ágúst 2022 12:02 Skilaboðin hér til vinstri birtust þeim sem reyndu að komast inn á vef Fréttablaðsins í morgun. Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri blaðsins, segir að árásin hafi verið kærð til lögreglu. Vísir/Vilhelm Netárás var gerð í morgun á vef Fréttablaðsins. Hótun barst ritstjórn blaðsins um að vefnum yrði lokað í kvöld verði hún ekki við beiðni um opinbera afsökun vegna myndar sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Þegar farið er inn á vef Fréttablaðsins er ekki hægt að komast beint inn á vefinn. Netgestir fá meldingu um að athuga hvort vefurinn sé öruggur áður en lengra er haldið. Umferðin tólf-faldaðist Blaðið greindi frá því á vef sínum í morgun að netárás hafi verið gerð á vefinn. „Við höfum ekki fengið staðfest hvaðan þetta kemur en okkur sýnist að það hafi verið virkjaðar ýmsar leiðir í öðrum löndum inn á okkur. Það var steypt yfir okkur margfaldri umferð. Hún tólf-faldaðist. Það slær vefinn út,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, í samtali við Vísi. Árásin hófst um klukkan níu í morgun. Árásin virðist bera með sér merki svokallaðrar DDos-árásar þar sem gríðarmikilli umferð er beint á vefsíður fórnarlambsins. Morguninn hjá ritstjórn Fréttablaðsins hefur farið í að bregðast við árásinni.Vísir/Vilhelm Í gær var greint frá því að rússneska sendiráðið á Íslandi kræfist afsökunarbeiðni frá Fréttablaðinu vegna myndar sem birtist í blaðinu. Myndin sem um ræðir var hluti af grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær með fyrirsögninni „Enginn uppgjafarhugur í Úkraínumönnum“ en þar var rætt við blaðamanninn Val Gunnarsson sem nú er staddur í Kænugarði. Á myndinni sést einstaklingur traðka á rússneska fánanum en myndatextinn er „Úkraínumenn hafa fundið ný not fyrir rússneska fánann.“. Aðspurður hvort að hann tengi netárásina við þetta mál segir Sigmundur svo vera. „Okkur grunar að þetta séu vissulega Rússar, þeir komist inn í tölvur víðs vegar um heiminn til að ráðast á okkur, frá ýmsum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum,“ segir Sigmundur Ernir. Í frétt Fréttablaðsins um netárásina kemur fram að talsmaður rússneska sendiráðsins hér segi að rússneska sendiráðið hafi ekkert með hana að gera. Fengu hótun úr óþekktri átt Í morgun barst Fréttablaðinu ítrekun um opinbera afsökun á myndbirtingunni í, annar vegar í formi bréfs sem tveir starfsmenn sendiráðsins báru út á skrifstofur blaðsins. Hins vegar í formi hótunar um að vefnum yrði lokað. Ekki er vitað hvaðan sú hótun kemur. „Við fengum hótun inn á ritstjórnarvefinn okkar í morgun um að vefnum okkar yrði lokað klukkan tólf að Moskvu-tíma í kvöld, sem er þá níu að íslenskum tíma ef að við værum ekki búnir að biðjast opinberlega afsökunar á því að hafa birt þessa mynd.“ Sem þið ætlið ekki að gera? „Nei, þá erum við ekki lengur í frjálsri fjölmiðlun.“ Morguninn á ritstjórninni hefur farið í að bregðast við netárásinni. „Við þurfum að bregaðst við þessu, bæði með að tryggja varnir okkar enn frekar, síðan náttúrulega heitum við á samstöðu íslenskra fjölmiðla að standa í lappirnar gagnvart svona ofríki og yfirgangi. Þetta er aðför að frjálsri fjölmiðlun.“ Árásin hefur verið kærð til lögreglu. „Við kærðum þetta strax í morgun. Við erum búin að vera í sambandi við utanríkisráðuneytið sem heitir okkur fullum stuðningi.“ Fjölmiðlar Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Netglæpir Netöryggi Tengdar fréttir Segir rússneska sendiherrann vilja afvegaleiða umræðuna Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur vert að dusta rykið af lagafrumvarpi þar sem lagt er til að grein sem snýr að banni við því að móðga þjóðhöfðingja og smána fána þjóðríkja verði máð úr hegningarlögum. 11. ágúst 2022 11:19 Fréttablaðið ætlar ekki að biðja rússneska sendiráðið afsökunar Ritstjóri Fréttablaðsins segist ekki ætla að biðjast afsökunar á mynd sem birtist í blaðinu í morgun. Á myndinni má sjá einstakling traðka á rússneska fánanum en að sögn rússneska sendiráðsins á Íslandi er myndin móðgun fyrir Rússneska sambandsríkið. 10. ágúst 2022 20:05 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þegar farið er inn á vef Fréttablaðsins er ekki hægt að komast beint inn á vefinn. Netgestir fá meldingu um að athuga hvort vefurinn sé öruggur áður en lengra er haldið. Umferðin tólf-faldaðist Blaðið greindi frá því á vef sínum í morgun að netárás hafi verið gerð á vefinn. „Við höfum ekki fengið staðfest hvaðan þetta kemur en okkur sýnist að það hafi verið virkjaðar ýmsar leiðir í öðrum löndum inn á okkur. Það var steypt yfir okkur margfaldri umferð. Hún tólf-faldaðist. Það slær vefinn út,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, í samtali við Vísi. Árásin hófst um klukkan níu í morgun. Árásin virðist bera með sér merki svokallaðrar DDos-árásar þar sem gríðarmikilli umferð er beint á vefsíður fórnarlambsins. Morguninn hjá ritstjórn Fréttablaðsins hefur farið í að bregðast við árásinni.Vísir/Vilhelm Í gær var greint frá því að rússneska sendiráðið á Íslandi kræfist afsökunarbeiðni frá Fréttablaðinu vegna myndar sem birtist í blaðinu. Myndin sem um ræðir var hluti af grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær með fyrirsögninni „Enginn uppgjafarhugur í Úkraínumönnum“ en þar var rætt við blaðamanninn Val Gunnarsson sem nú er staddur í Kænugarði. Á myndinni sést einstaklingur traðka á rússneska fánanum en myndatextinn er „Úkraínumenn hafa fundið ný not fyrir rússneska fánann.“. Aðspurður hvort að hann tengi netárásina við þetta mál segir Sigmundur svo vera. „Okkur grunar að þetta séu vissulega Rússar, þeir komist inn í tölvur víðs vegar um heiminn til að ráðast á okkur, frá ýmsum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum,“ segir Sigmundur Ernir. Í frétt Fréttablaðsins um netárásina kemur fram að talsmaður rússneska sendiráðsins hér segi að rússneska sendiráðið hafi ekkert með hana að gera. Fengu hótun úr óþekktri átt Í morgun barst Fréttablaðinu ítrekun um opinbera afsökun á myndbirtingunni í, annar vegar í formi bréfs sem tveir starfsmenn sendiráðsins báru út á skrifstofur blaðsins. Hins vegar í formi hótunar um að vefnum yrði lokað. Ekki er vitað hvaðan sú hótun kemur. „Við fengum hótun inn á ritstjórnarvefinn okkar í morgun um að vefnum okkar yrði lokað klukkan tólf að Moskvu-tíma í kvöld, sem er þá níu að íslenskum tíma ef að við værum ekki búnir að biðjast opinberlega afsökunar á því að hafa birt þessa mynd.“ Sem þið ætlið ekki að gera? „Nei, þá erum við ekki lengur í frjálsri fjölmiðlun.“ Morguninn á ritstjórninni hefur farið í að bregðast við netárásinni. „Við þurfum að bregaðst við þessu, bæði með að tryggja varnir okkar enn frekar, síðan náttúrulega heitum við á samstöðu íslenskra fjölmiðla að standa í lappirnar gagnvart svona ofríki og yfirgangi. Þetta er aðför að frjálsri fjölmiðlun.“ Árásin hefur verið kærð til lögreglu. „Við kærðum þetta strax í morgun. Við erum búin að vera í sambandi við utanríkisráðuneytið sem heitir okkur fullum stuðningi.“
Fjölmiðlar Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Netglæpir Netöryggi Tengdar fréttir Segir rússneska sendiherrann vilja afvegaleiða umræðuna Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur vert að dusta rykið af lagafrumvarpi þar sem lagt er til að grein sem snýr að banni við því að móðga þjóðhöfðingja og smána fána þjóðríkja verði máð úr hegningarlögum. 11. ágúst 2022 11:19 Fréttablaðið ætlar ekki að biðja rússneska sendiráðið afsökunar Ritstjóri Fréttablaðsins segist ekki ætla að biðjast afsökunar á mynd sem birtist í blaðinu í morgun. Á myndinni má sjá einstakling traðka á rússneska fánanum en að sögn rússneska sendiráðsins á Íslandi er myndin móðgun fyrir Rússneska sambandsríkið. 10. ágúst 2022 20:05 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Segir rússneska sendiherrann vilja afvegaleiða umræðuna Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur vert að dusta rykið af lagafrumvarpi þar sem lagt er til að grein sem snýr að banni við því að móðga þjóðhöfðingja og smána fána þjóðríkja verði máð úr hegningarlögum. 11. ágúst 2022 11:19
Fréttablaðið ætlar ekki að biðja rússneska sendiráðið afsökunar Ritstjóri Fréttablaðsins segist ekki ætla að biðjast afsökunar á mynd sem birtist í blaðinu í morgun. Á myndinni má sjá einstakling traðka á rússneska fánanum en að sögn rússneska sendiráðsins á Íslandi er myndin móðgun fyrir Rússneska sambandsríkið. 10. ágúst 2022 20:05
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent