Innlent

Á­kærður fyrir að ráðast á annan Ís­lending í London

Bjarki Sigurðsson skrifar
Árásin átti sér stað í Soho-hverfinu í London.
Árásin átti sér stað í Soho-hverfinu í London. Getty

Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir stórfellda líkamsárás á annan Íslending í London. Atvikið átti sér stað í nóvember árið 2018.

Fréttablaðið greinir frá þessu en samkvæmt blaðinu mun árásin hafa átt sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Freedom Bar í Soho-hverfinu. Maðurinn ýtti brotaþola svo hann féll í jörðina og skall á höfuðið.

Við fallið hlaut brotaþoli höfuðkúpubrot, blæðingu inn á heila, brest í beinhimnu og missti hann heyrn á hægra eyra.

Héraðssaksóknari krefst þess að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar og greiði allan sakarkostnað. Fréttablaðið segir einkaréttarkröfu brotaþola einnig vera í ákærunni en hann krefst sex milljóna króna í miskabætur. Málið verður þingfest í héraðsdómi Reykjaness þann 23. ágúst næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×