Stærsta eftirsjáin að geta ekki séð sjálfan sig spila: „Líklega eins og Bítlarnir eða Jesús“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. ágúst 2022 14:01 Brown mætti með tónlistarstjörnunni Kanye West á leikinn um Ofurskálina í febrúar, rúmum mánuði eftir að hafa verið rekinn frá Buccaneers. Steph Chambers/Getty Images Lítið lát virðist vera á furðulegri hegðun hlauparans Antonio Brown, sem lék lengst af með Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni. Hann setti inn athyglisverða færslu á samfélagsmiðla í gær. Enginn vafi er um hæfileika Browns en hann greip fleiri sendingar en nokkur annar leikmaður frá frumraun sinni í NFL-deildinni árið 2010 fram til ársins 2018. Á þeim árum lék hann með Pittsburgh Steelers en hann yfirgaf félagið eftir tímabilið 2018. Kappinn hefur verið í töluverðum vandræðum síðan, ef einn NFL-meistaratitill er undanskilinn, en hann samdi við Oakland Raiders og varð hæst launaði hlaupari deildarinnar eftir brottförina frá Steelers. Þar náði hann aldrei að spila deildarleik þar sem hann var rekinn eftir heiftarlegt rifrildi við Mike Mayock, framkvæmdastjóra liðsins, og fjölda annarra uppákoma utan vallar. New England Patriots stökk þá til og samdi við Brown en hann spilaði aðeins einn leik fyrir félagið áður en hann var látinn fara vegna rannsóknar á meintu kynferðisafbroti Browns. Hann var þá án liðs það sem eftir lifði af leiktíðinni 2019 og alla leiktíðina 2020. Þá fékk hann tækifæri að spila með Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers og vann Ofurskálina með liðinu í febrúar 2021. Hann var aftur á móti rekinn frá félaginu tæpu ári síðar eftir að hann missti gjörsamlega stjórn á sér í leik við New York Jets. Enn leitar hann sér liðs eftir það en óvíst er hvort að nýjasta færsla hans á samfélagsmiðla hjálpi til. Þar rekur hann nánast öll sín mistök utan vallar en segir sína mestu eftirsjá vera að geta ekki horft á sjálfan sig spila leikinn. Sincerely AB pic.twitter.com/O6mjJXOaHQ— AB (@AB84) August 11, 2022 „Stærsta eftirsjá ferils míns er ekki að hafa kallað framkvæmdastjóra minn bleiknefja (e. cracker) eða að mæta seint í æfingabúðir hjá Raiders í loftbelg með frosna fætur, ekki heldur að henda steinum í þennan UPS sendil, og það er klárlega ekki að rífa mig úr fötunum og ganga sigurhring um Jets-völlinn í miðjum leik haldandi uppi tveimur fingrum,“ „Mín stærsta eftirsjá er að ég mun aldrei geta séð mig, Antonio Brown, spila leikinn í beinni. Jú, ég get horft á leikinn eftir á, en ég get ekki ímyndað mér hvernig það hefur verið fyrir ykkur öll að sjá svoleiðis lagað. Líklega eins og Bítlarnir eða Jesús,“ NFL Tengdar fréttir Brown sagður hafa sent hótanir í smáskilaboðum Málefni NFL-stjörnunnar Antonio Brown hjá New England Patriots eru enn í deiglunni en hann stendur í stórræðum utan vallar. 20. september 2019 13:30 Antonio Brown fékk nóg og er hættur í NFL Antonio Brown hefur fengið nóg. 22. september 2019 23:15 Antonio Brown syngur um peninga | Myndband Vandræðagemsinn Antonio Brown klúðraði sínum málum rækilega í NFL-deildinni í vetur en hefur nýtt tímann til þess að búa til tónlist. Fyrsta myndbandið kom svo í gær. 6. janúar 2020 23:30 Brown vill boxa við Logan Paul Fyrrum NFL-stjörnunni Antonio Brown virðist leiðast þessa dagana og hann reynir sífellt að finna upp á einhverju nýju að gera. 7. janúar 2020 23:30 Fóru yfir sirkus Antonio Brown, Uber-bílstjórann, Brady og ljóta höfuðhöggið Lokasóknin fór yfir mál NFL-stjörnunnar Antonio Brown sem yfirgaf liðið sitt í miðjum leik um síðustu helgi og sjokkeraði allan NFL-heiminn. Saga hans hefur verið ein stór sorgarsaga eftir að hann fékk rosalegt höfuðhögg í leik í NFL-deildinni. 5. janúar 2022 12:01 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sjá meira
Enginn vafi er um hæfileika Browns en hann greip fleiri sendingar en nokkur annar leikmaður frá frumraun sinni í NFL-deildinni árið 2010 fram til ársins 2018. Á þeim árum lék hann með Pittsburgh Steelers en hann yfirgaf félagið eftir tímabilið 2018. Kappinn hefur verið í töluverðum vandræðum síðan, ef einn NFL-meistaratitill er undanskilinn, en hann samdi við Oakland Raiders og varð hæst launaði hlaupari deildarinnar eftir brottförina frá Steelers. Þar náði hann aldrei að spila deildarleik þar sem hann var rekinn eftir heiftarlegt rifrildi við Mike Mayock, framkvæmdastjóra liðsins, og fjölda annarra uppákoma utan vallar. New England Patriots stökk þá til og samdi við Brown en hann spilaði aðeins einn leik fyrir félagið áður en hann var látinn fara vegna rannsóknar á meintu kynferðisafbroti Browns. Hann var þá án liðs það sem eftir lifði af leiktíðinni 2019 og alla leiktíðina 2020. Þá fékk hann tækifæri að spila með Tom Brady og félögum í Tampa Bay Buccaneers og vann Ofurskálina með liðinu í febrúar 2021. Hann var aftur á móti rekinn frá félaginu tæpu ári síðar eftir að hann missti gjörsamlega stjórn á sér í leik við New York Jets. Enn leitar hann sér liðs eftir það en óvíst er hvort að nýjasta færsla hans á samfélagsmiðla hjálpi til. Þar rekur hann nánast öll sín mistök utan vallar en segir sína mestu eftirsjá vera að geta ekki horft á sjálfan sig spila leikinn. Sincerely AB pic.twitter.com/O6mjJXOaHQ— AB (@AB84) August 11, 2022 „Stærsta eftirsjá ferils míns er ekki að hafa kallað framkvæmdastjóra minn bleiknefja (e. cracker) eða að mæta seint í æfingabúðir hjá Raiders í loftbelg með frosna fætur, ekki heldur að henda steinum í þennan UPS sendil, og það er klárlega ekki að rífa mig úr fötunum og ganga sigurhring um Jets-völlinn í miðjum leik haldandi uppi tveimur fingrum,“ „Mín stærsta eftirsjá er að ég mun aldrei geta séð mig, Antonio Brown, spila leikinn í beinni. Jú, ég get horft á leikinn eftir á, en ég get ekki ímyndað mér hvernig það hefur verið fyrir ykkur öll að sjá svoleiðis lagað. Líklega eins og Bítlarnir eða Jesús,“
NFL Tengdar fréttir Brown sagður hafa sent hótanir í smáskilaboðum Málefni NFL-stjörnunnar Antonio Brown hjá New England Patriots eru enn í deiglunni en hann stendur í stórræðum utan vallar. 20. september 2019 13:30 Antonio Brown fékk nóg og er hættur í NFL Antonio Brown hefur fengið nóg. 22. september 2019 23:15 Antonio Brown syngur um peninga | Myndband Vandræðagemsinn Antonio Brown klúðraði sínum málum rækilega í NFL-deildinni í vetur en hefur nýtt tímann til þess að búa til tónlist. Fyrsta myndbandið kom svo í gær. 6. janúar 2020 23:30 Brown vill boxa við Logan Paul Fyrrum NFL-stjörnunni Antonio Brown virðist leiðast þessa dagana og hann reynir sífellt að finna upp á einhverju nýju að gera. 7. janúar 2020 23:30 Fóru yfir sirkus Antonio Brown, Uber-bílstjórann, Brady og ljóta höfuðhöggið Lokasóknin fór yfir mál NFL-stjörnunnar Antonio Brown sem yfirgaf liðið sitt í miðjum leik um síðustu helgi og sjokkeraði allan NFL-heiminn. Saga hans hefur verið ein stór sorgarsaga eftir að hann fékk rosalegt höfuðhögg í leik í NFL-deildinni. 5. janúar 2022 12:01 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sjá meira
Brown sagður hafa sent hótanir í smáskilaboðum Málefni NFL-stjörnunnar Antonio Brown hjá New England Patriots eru enn í deiglunni en hann stendur í stórræðum utan vallar. 20. september 2019 13:30
Antonio Brown syngur um peninga | Myndband Vandræðagemsinn Antonio Brown klúðraði sínum málum rækilega í NFL-deildinni í vetur en hefur nýtt tímann til þess að búa til tónlist. Fyrsta myndbandið kom svo í gær. 6. janúar 2020 23:30
Brown vill boxa við Logan Paul Fyrrum NFL-stjörnunni Antonio Brown virðist leiðast þessa dagana og hann reynir sífellt að finna upp á einhverju nýju að gera. 7. janúar 2020 23:30
Fóru yfir sirkus Antonio Brown, Uber-bílstjórann, Brady og ljóta höfuðhöggið Lokasóknin fór yfir mál NFL-stjörnunnar Antonio Brown sem yfirgaf liðið sitt í miðjum leik um síðustu helgi og sjokkeraði allan NFL-heiminn. Saga hans hefur verið ein stór sorgarsaga eftir að hann fékk rosalegt höfuðhögg í leik í NFL-deildinni. 5. janúar 2022 12:01