„Sýningin hjá GANNI byrjaði klukkan 19:30 og ég átti að mæta fyrir utan óperuhúsið þar sem sýningin fór fram. Þegar ég kom þangað á tilsettum tíma sá ég að þar var ekkert að eiga sér stað. Ég horfi yfir sjóinn og sé að sýningin er hinu megin við,“ segir Elísabet um atvikið. Sem betur fer byrjaði sýningin ekki á slaginu þar sem hún fór á fullt að reyna að koma sér yfir vatnið á sýninguna.
![](https://www.visir.is/i/A0F59D2291F51DDF5C338699AFEC1CEC5D8A5836AC208B408A261EAB017A988D_713x0.jpg)
Byrjaði að kalla á alla bátana
„Ég fór bara að hlaupa um allt og kalla á einhverja báta sem voru þarna í kring hvort að þeir gætu komið mér yfir. Fann strætóbát sem vildi ekki skutla mér yfir en svo kom einhver spíttbátur að landinu og ég stend þarna ólétt og með bumbuna út í loftið,“ segir hún og hlær. Hún er komin rúma sjö mánuði á leið með sitt þriðja barn.
Sem betur fer sagði skipstjórinn já og silgdi henni yfir á sýninguna: „Ég hoppaði úr þessum bát, fór bein í sætið mitt og svo byrjaði sýningin, það mátti ekki tæpara standa.“
![](https://www.visir.is/i/88D2BEE6F948EF609B6963BFCC3BBEB1D822D2D38EDE4E87429BC7CC934B0C78_713x0.jpg)
Reyndi allt til þess að ná sýningunni
„Þannig ég fékk far á tískusýninguna á spíttbátt. Maður gat ekki annað en reynt allt til þess að ná sýningunni og þetta virkaði. Þegar ég kom yfir fékk ég að vita það að ansi margir voru búnir að vera að fylgjast með þessu ævintýri mínu“ segir hún að lokum. Hún var alsæl að þetta gekk upp þar sem íslensk hönnun í samstarfi við 66°Norður birtist einnig á pallinum.
![](https://www.visir.is/i/35ABFDE3DA54C2F1525163CC97A714143E2EAF6A97CF80BC9394C7E18667184A_713x0.jpg)