Næðisskikkjur og lekalausir pokar fyrir göngufólk í spreng Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 12. ágúst 2022 22:01 Mikilvægt er að göngufólk átti sig á því að eldgosið er í óbyggðum og ekki hægt að komast á klósett þar. Vísir/Vilhelm Viðbúið er að fjöldi fólks leggi leið sína að gosstöðvunum í Meradölum um helgina, enda búið að bæta gönguleiðir og auka aðgengi að gosinu. Það eru þó ákveðnir hlutir sem einhverjir hafa áhyggjur af. Það eru klósettmálin. Þó búið sé að bæta aðgengi að gosinu til muna, með því að stika og þétta gönguleiðina, er ekki þar með sagt að um sé að ræða þægilegan sunnudagsgöngutúr. Atriði sem margir ferðamenn virðast hafa áhyggjur af eru klósettmál. Eðli málsins samkvæmt er engin salernisaðstaða í næsta nágrenni við eldgosið, og því vaknar hjá sumum spurningin, hvar á ég að sinna þörfum mínum? Umræða um nákvæmlega þetta kviknaði í rúmlega áttatíu þúsund manna Facebook-hópi um ferðamennsku á Íslandi, mögulegar lausnir voru nokkuð fjölbreyttar. Einhverjir bentu á að einfaldast væri að finna sér afvikinn stað og láta einfaldlega vaða, en aðrir vilja vera undirbúnir, til að mynda með því að hafa með sér ferðaklósett. Þannig benti einn ferðamaður á þar til gerða poka, loftþétta og lekalausa, sem hægt væri að notast við ef náttúran kallaði. Annar benti á sérstaka næðisskikkju, sem gæti nýst allra spéhræddustu göngumönnum við að gera þarfir sínar. Notagildi hennar í slagviðri og rigningu liggur þó ekki fyrir. Næðisskikkjan gæti verið fastur gestur í bakpokum göngugarpa í framtíðinni. Steinar Þór Kristinsson, björgunarsveitarmaður í Þorbirni í Grindavík, segir í samtali við fréttastofu að einhverjir ferðamenn hafi kvartað yfir þessu við sjálfboðaliða á svæðinu. „Hversu langt á alltaf að hlaupa með klósett á eftir fólki? Þú ert að fara út í óbyggðir, þú verður að gera ráð fyrir að þú komist ekki í klósett alveg hvar sem er,“ segir Steinar. „Við höfum svo sem heyrt af því en þetta er kannski ekki okkar hlutverk, að skaffa klósetti út um allar koppagrundir. En jújú, þetta hefur verið vandamál og fólk hefur verið að vandræðast með þetta.“ Á morgun er von á ágætisveðri og því líklegt að fjöldi fólks muni ganga í átt að gosinu þá og á sunnudaginn. Hann segir björgunarsveitarfólk vera tilbúið í hvað sem er en verkefnin hafa verið þónokkur síðan gosið hófst. Björgunarsveitarmenn að störfum við eldgosið í Meradölum.Vísir/Vilhelm „Það hefur verið aðeins um að fólk sé að detta og aðeins að tjóna sig. Síðan er búið að vera eitthvað í dag skilst mér, það er fínasta veður og góðar aðstæður, fólk er að örmagnast. Endilega takið það til greina að þetta er ferðalag út í óbyggðir,“ segir Steinar. Alveg sama þótt veðrið sé gott, þá verður fólk að búa sig vel? „Þetta er jafnlangt,“ segir Steinar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Gönguleið A lokað í nótt Gönguleið A í átt að gosstöðvum í Meradölum verður lokað í nótt vegna framkvæmda. Göngufólk er vinsamlegast beðið um að notast við gönguleið C skyldi það ætla sér að ganga í átt að gosinu í nótt. 12. ágúst 2022 17:37 Ljósmöstur verða sett upp við gönguleiðina að gosinu á næstu dögum Á fimmta þúsund gekk að gosstöðvunum í Meradölum í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Björgunaraðilar segja vel hafa gengið við gosið undanfarna daga þrátt fyrir þennan gríðarlega fjölda fólks og nú sé unnið að lagfæringu gönguleiðarinnar. 12. ágúst 2022 16:22 Gosmyndavél Vísis komin í loftið Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. 10. ágúst 2022 14:36 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Þó búið sé að bæta aðgengi að gosinu til muna, með því að stika og þétta gönguleiðina, er ekki þar með sagt að um sé að ræða þægilegan sunnudagsgöngutúr. Atriði sem margir ferðamenn virðast hafa áhyggjur af eru klósettmál. Eðli málsins samkvæmt er engin salernisaðstaða í næsta nágrenni við eldgosið, og því vaknar hjá sumum spurningin, hvar á ég að sinna þörfum mínum? Umræða um nákvæmlega þetta kviknaði í rúmlega áttatíu þúsund manna Facebook-hópi um ferðamennsku á Íslandi, mögulegar lausnir voru nokkuð fjölbreyttar. Einhverjir bentu á að einfaldast væri að finna sér afvikinn stað og láta einfaldlega vaða, en aðrir vilja vera undirbúnir, til að mynda með því að hafa með sér ferðaklósett. Þannig benti einn ferðamaður á þar til gerða poka, loftþétta og lekalausa, sem hægt væri að notast við ef náttúran kallaði. Annar benti á sérstaka næðisskikkju, sem gæti nýst allra spéhræddustu göngumönnum við að gera þarfir sínar. Notagildi hennar í slagviðri og rigningu liggur þó ekki fyrir. Næðisskikkjan gæti verið fastur gestur í bakpokum göngugarpa í framtíðinni. Steinar Þór Kristinsson, björgunarsveitarmaður í Þorbirni í Grindavík, segir í samtali við fréttastofu að einhverjir ferðamenn hafi kvartað yfir þessu við sjálfboðaliða á svæðinu. „Hversu langt á alltaf að hlaupa með klósett á eftir fólki? Þú ert að fara út í óbyggðir, þú verður að gera ráð fyrir að þú komist ekki í klósett alveg hvar sem er,“ segir Steinar. „Við höfum svo sem heyrt af því en þetta er kannski ekki okkar hlutverk, að skaffa klósetti út um allar koppagrundir. En jújú, þetta hefur verið vandamál og fólk hefur verið að vandræðast með þetta.“ Á morgun er von á ágætisveðri og því líklegt að fjöldi fólks muni ganga í átt að gosinu þá og á sunnudaginn. Hann segir björgunarsveitarfólk vera tilbúið í hvað sem er en verkefnin hafa verið þónokkur síðan gosið hófst. Björgunarsveitarmenn að störfum við eldgosið í Meradölum.Vísir/Vilhelm „Það hefur verið aðeins um að fólk sé að detta og aðeins að tjóna sig. Síðan er búið að vera eitthvað í dag skilst mér, það er fínasta veður og góðar aðstæður, fólk er að örmagnast. Endilega takið það til greina að þetta er ferðalag út í óbyggðir,“ segir Steinar. Alveg sama þótt veðrið sé gott, þá verður fólk að búa sig vel? „Þetta er jafnlangt,“ segir Steinar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Gönguleið A lokað í nótt Gönguleið A í átt að gosstöðvum í Meradölum verður lokað í nótt vegna framkvæmda. Göngufólk er vinsamlegast beðið um að notast við gönguleið C skyldi það ætla sér að ganga í átt að gosinu í nótt. 12. ágúst 2022 17:37 Ljósmöstur verða sett upp við gönguleiðina að gosinu á næstu dögum Á fimmta þúsund gekk að gosstöðvunum í Meradölum í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Björgunaraðilar segja vel hafa gengið við gosið undanfarna daga þrátt fyrir þennan gríðarlega fjölda fólks og nú sé unnið að lagfæringu gönguleiðarinnar. 12. ágúst 2022 16:22 Gosmyndavél Vísis komin í loftið Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. 10. ágúst 2022 14:36 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Gönguleið A lokað í nótt Gönguleið A í átt að gosstöðvum í Meradölum verður lokað í nótt vegna framkvæmda. Göngufólk er vinsamlegast beðið um að notast við gönguleið C skyldi það ætla sér að ganga í átt að gosinu í nótt. 12. ágúst 2022 17:37
Ljósmöstur verða sett upp við gönguleiðina að gosinu á næstu dögum Á fimmta þúsund gekk að gosstöðvunum í Meradölum í gær samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Björgunaraðilar segja vel hafa gengið við gosið undanfarna daga þrátt fyrir þennan gríðarlega fjölda fólks og nú sé unnið að lagfæringu gönguleiðarinnar. 12. ágúst 2022 16:22
Gosmyndavél Vísis komin í loftið Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. 10. ágúst 2022 14:36