Gengu út á hraunið og upp að gígunum Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2022 08:40 Hér má sjá fólkið standa nærri gígunum. Þau eru rétt undir smærri gígnum. Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. Ísak Finnbogason var að streyma drónaskotum af eldgosinu í beinni útsendingu á Youtube í gærkvöldi, þegar hann sá tvo aðila sem hann telur vera ferðamenn standa á nýju hrauni, skammt frá katlinum í Meradölum. Einhverjir af hátt í þúsund áhorfenda Ísaks bentu honum á fólkið og flaug hann drónanum nær þeim til að ganga úr skugga um að það væri rétt. Þá sá hann fólkið vera komið langt út á nýja hraunið og standa við smærri gíginn. Ísak segist í samtali við Vísi ekki hafa ætlað að trúa því að fólkið væri í alvörunni að hætta sér þarna út. Hann hafi ákveðið að reyna að nota drónann til að gera þeim ljóst að þau væru í hættu. Hann segist sjálfur hafa skömmu áður séð hraun skvettast á svæðið þar sem þau stóðu. Hann segir drónann vera appelsínugulan á lit og mögulegt sé að fólkið hafi talið hann á vegum björgunarsveita eða opinberra aðila og þau hafi farið af hrauninu. Hægt er að sjá á myndbandinu hér að neðan hve nærri eldgosinu ferðamennirnir voru. Sambærilegt atvik kom upp í fyrra þegar maður gekk á nýju hrauni til að ná betri myndum af hraunflæðinu. Þá vöruðu almannavarnir við því að fólk væri að fara inn á skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar. Björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar vöruðu fólk ítrekað við því í fyrra að fara ekki út á hraunið, enda geti það verið stórhættulegt. Fjölmargir gerðu það þó samt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landverðir munu létta undir með björgunarsveitum við gosið Landverðir munu framvegis standa vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Landsbjörg hefur kallað eftir því að geta losað sitt fólk undan sífelldri gæslu við gosstöðvarnar enda sjálfboðaliðarnir ekki óþrjótandi auðlind. Mikil umferð er við gosstöðvarnar og gistipláss í Grindavík eru full. 13. ágúst 2022 12:08 Kunna ekki skýringar á minni gosóróa Jarðvísindamenn telja ekki að nýjar gossprungur séu að opnast í Meradölum, líkt og talið var mögulegt í morgun. Samdráttur í gosóróa á svæðinu í morgun vakti grunsemdir vísindamanna. 13. ágúst 2022 09:50 Nokkrum fjölskyldum vísað frá í gær Nokkrum erlendum fjölskyldum var vísað frá gönguleiðinni að eldgosasvæðinu í Meradölum í gær. Var það gert vegna ungs aldurs barna. Eftirlit er sagt hafa gengið vel en gangan mun hafa reynst mörgum erfið í nótt og þurftu margir aðstoð við að komast niður af fjallinu. 13. ágúst 2022 09:39 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Ísak Finnbogason var að streyma drónaskotum af eldgosinu í beinni útsendingu á Youtube í gærkvöldi, þegar hann sá tvo aðila sem hann telur vera ferðamenn standa á nýju hrauni, skammt frá katlinum í Meradölum. Einhverjir af hátt í þúsund áhorfenda Ísaks bentu honum á fólkið og flaug hann drónanum nær þeim til að ganga úr skugga um að það væri rétt. Þá sá hann fólkið vera komið langt út á nýja hraunið og standa við smærri gíginn. Ísak segist í samtali við Vísi ekki hafa ætlað að trúa því að fólkið væri í alvörunni að hætta sér þarna út. Hann hafi ákveðið að reyna að nota drónann til að gera þeim ljóst að þau væru í hættu. Hann segist sjálfur hafa skömmu áður séð hraun skvettast á svæðið þar sem þau stóðu. Hann segir drónann vera appelsínugulan á lit og mögulegt sé að fólkið hafi talið hann á vegum björgunarsveita eða opinberra aðila og þau hafi farið af hrauninu. Hægt er að sjá á myndbandinu hér að neðan hve nærri eldgosinu ferðamennirnir voru. Sambærilegt atvik kom upp í fyrra þegar maður gekk á nýju hrauni til að ná betri myndum af hraunflæðinu. Þá vöruðu almannavarnir við því að fólk væri að fara inn á skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar. Björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar vöruðu fólk ítrekað við því í fyrra að fara ekki út á hraunið, enda geti það verið stórhættulegt. Fjölmargir gerðu það þó samt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landverðir munu létta undir með björgunarsveitum við gosið Landverðir munu framvegis standa vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Landsbjörg hefur kallað eftir því að geta losað sitt fólk undan sífelldri gæslu við gosstöðvarnar enda sjálfboðaliðarnir ekki óþrjótandi auðlind. Mikil umferð er við gosstöðvarnar og gistipláss í Grindavík eru full. 13. ágúst 2022 12:08 Kunna ekki skýringar á minni gosóróa Jarðvísindamenn telja ekki að nýjar gossprungur séu að opnast í Meradölum, líkt og talið var mögulegt í morgun. Samdráttur í gosóróa á svæðinu í morgun vakti grunsemdir vísindamanna. 13. ágúst 2022 09:50 Nokkrum fjölskyldum vísað frá í gær Nokkrum erlendum fjölskyldum var vísað frá gönguleiðinni að eldgosasvæðinu í Meradölum í gær. Var það gert vegna ungs aldurs barna. Eftirlit er sagt hafa gengið vel en gangan mun hafa reynst mörgum erfið í nótt og þurftu margir aðstoð við að komast niður af fjallinu. 13. ágúst 2022 09:39 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Landverðir munu létta undir með björgunarsveitum við gosið Landverðir munu framvegis standa vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Landsbjörg hefur kallað eftir því að geta losað sitt fólk undan sífelldri gæslu við gosstöðvarnar enda sjálfboðaliðarnir ekki óþrjótandi auðlind. Mikil umferð er við gosstöðvarnar og gistipláss í Grindavík eru full. 13. ágúst 2022 12:08
Kunna ekki skýringar á minni gosóróa Jarðvísindamenn telja ekki að nýjar gossprungur séu að opnast í Meradölum, líkt og talið var mögulegt í morgun. Samdráttur í gosóróa á svæðinu í morgun vakti grunsemdir vísindamanna. 13. ágúst 2022 09:50
Nokkrum fjölskyldum vísað frá í gær Nokkrum erlendum fjölskyldum var vísað frá gönguleiðinni að eldgosasvæðinu í Meradölum í gær. Var það gert vegna ungs aldurs barna. Eftirlit er sagt hafa gengið vel en gangan mun hafa reynst mörgum erfið í nótt og þurftu margir aðstoð við að komast niður af fjallinu. 13. ágúst 2022 09:39