Katrín Tanja ferðaðist yfir öll Bandaríkin eftir neyðarkall frá Anníe Mist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar orðið tvisvar sinnum heimsmeistarar í CrossFit. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir sagði frá því hvað sérstaklega góður vinur gerir þegar þú þarft á honum að halda. Anníe lýsti viðbrögðum Katrínar Tönju Davíðsdóttur á heimsleikunum í CrossFit. Katrínu Tönju Davíðsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár og var í skoðunarferð við Hollywood merkið í Los Angeles borg þegar heimsleikarnir voru settir í Madison í lok síðasta mánaðar. Glöggir tóku hins vegar eftir því að tvöfaldi heimsmeistarinn var allt í einu mætt til Madison til að hvetja vinkonu sína Anníe Mist Þórisdóttur og lið hennar frá CrossFit Reykjavíkur. Anníe Mist hefur nú sagt frá því af hverju Katrín Tanja birtist þarna á miðjum heimsleikunum. „Ég vona að þú eigir einhvern að í þínu lífi eins og ég hef í Katrínu Tönju,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á samfélagsmiðla sína. „Einhvern sem er tilbúinn að henda öllu frá sér til að hjálpa þér, dag sem nótt eða hvort sem þú hefur rangt eða rétt fyrir þér. Einhvern sem segir þér hlutina eins og þeir eru. Einhver sem færir fjöll til að auðvelda þér ferðalagið. Slík manneskja er Katrín Tanja fyrir mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Fimmtudaginn 28. júlí klukkan 13.10 á Austurstrandartíma hringdi ég hana vegna hugsanlegra meiðsla í okkar liði á heimsleikunum. Hún sat þá í Coeur d’Alene með Brooks Laich sínum. Tólf tímum, tveimur flugum og langri bílferð síðar svaf hún í herbergi við hliðina á mínu í Michigan,“ skrifaði Anníe Mist. „Hver gerir slíkt? Jú Katrín Tanja gerir það,“ skrifaði Anníe. „Ég hef þekkt hana í meira en tíu ár og mér líður eins og hún hafi alltaf verið með mér. Við getum eytt klukkutímum í spjall saman talandi um hitt og þetta. Hluti sem skipta máli eða skipta litlu máli. Við getum setið og þagað saman en við getum líka dansað saman alla nóttina,“ skrifaði Anníe en það má lesa allt sem hún skrifaði hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Íslendingar erlendis Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Katrínu Tönju Davíðsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár og var í skoðunarferð við Hollywood merkið í Los Angeles borg þegar heimsleikarnir voru settir í Madison í lok síðasta mánaðar. Glöggir tóku hins vegar eftir því að tvöfaldi heimsmeistarinn var allt í einu mætt til Madison til að hvetja vinkonu sína Anníe Mist Þórisdóttur og lið hennar frá CrossFit Reykjavíkur. Anníe Mist hefur nú sagt frá því af hverju Katrín Tanja birtist þarna á miðjum heimsleikunum. „Ég vona að þú eigir einhvern að í þínu lífi eins og ég hef í Katrínu Tönju,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á samfélagsmiðla sína. „Einhvern sem er tilbúinn að henda öllu frá sér til að hjálpa þér, dag sem nótt eða hvort sem þú hefur rangt eða rétt fyrir þér. Einhvern sem segir þér hlutina eins og þeir eru. Einhver sem færir fjöll til að auðvelda þér ferðalagið. Slík manneskja er Katrín Tanja fyrir mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Fimmtudaginn 28. júlí klukkan 13.10 á Austurstrandartíma hringdi ég hana vegna hugsanlegra meiðsla í okkar liði á heimsleikunum. Hún sat þá í Coeur d’Alene með Brooks Laich sínum. Tólf tímum, tveimur flugum og langri bílferð síðar svaf hún í herbergi við hliðina á mínu í Michigan,“ skrifaði Anníe Mist. „Hver gerir slíkt? Jú Katrín Tanja gerir það,“ skrifaði Anníe. „Ég hef þekkt hana í meira en tíu ár og mér líður eins og hún hafi alltaf verið með mér. Við getum eytt klukkutímum í spjall saman talandi um hitt og þetta. Hluti sem skipta máli eða skipta litlu máli. Við getum setið og þagað saman en við getum líka dansað saman alla nóttina,“ skrifaði Anníe en það má lesa allt sem hún skrifaði hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Íslendingar erlendis Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira