Neville segir að um augnabliks brjálæði hafi verið að ræða hjá Núñez Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 07:31 Eftir að koma inn á gegn Fulham og skora þá byrjaði Darwin Núñez gegn Crystal Palace og sá rautt. EPA-EFE/ANDREW YATES Liverpool og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik annarrar umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Darwin Núñez, framherji Liverpool, fékk rautt spjald í leiknum fyrir að skalla leikmann Palace. Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins starfar í dag sem sparkspekingur, og hann var í settinu ásamt Jaime Carragher er leikurinn fór fram. Félagarnir eru áfram með hina gríðarlega vinsælu þætti Monday Night Football á Sky Sports ásamt Dave Jones. Carragher tjáði sig um leikinn og rauða spjaldið í setti í gær og nú hefur Neville gert slíkt hið sama. Á meðan Carragher talaði um „martröð“ þá talar Neville um „augnabliks brjálæði.“ Neville segir að Núñez geti ekki á neinn hátt kvartað yfir rauða spjaldinu þó hann finni til með leikmanninum þar sem hann missti hausinn algjörlega í örfáar sekúndur. „Þetta var augnabliks brjálæði. Þetta er alvöru skalli, Andersen mun finna fyrir þessu. Við vitum ekki af hverju hann gerir þetta. Ég gerði svona hluti tvisvar eða þrisvar á mínum ferli, við vitum ekki af hverju við bregðumst svona við, höfum í raun enga hugmynd um það.“ „Ég sparkaði bolta í aðdáanda hjá Everton og gerði svo svipaðan hlut og Núñez við Steve McManaman. Það kemur einhver rauð þoka yfir mann.“ „Þegar þú ert rekinn af velli eftir svona atvik þá er það einmanalegasti staður í heimi, það er skelfilegt. Þú ert inn í búningsklefanum á meðan liðsfélagarnir eru út á vellinum. Þú hefur brugðist þeim og þér líður svo illa.“ „Ég er viss um að hann hefur beðist alla afsökunar inn í klefa eftir leik og að sama skapi er ég viss um að liðsfélagar hans munu hjálpa honum að ná áttum, þetta er góður búningsklefi,“ sagði Neville að endingu. Liverpool hefur nú gert jafntefli í báðum fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr sem stendur í 12. sæti deildarinnar. Liverpool mætir botnliði Manchester United á mánudaginn kemur. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Díaz bjargaði stigi eftir rautt spjald Núñez Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn, 1-1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liverpool spilaði síðasta hálftíma leiksins manni færri eftir að nýji maðurinn Darwin Núñez fékk beint rautt spjald. 15. ágúst 2022 20:55 Mest lesið Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins starfar í dag sem sparkspekingur, og hann var í settinu ásamt Jaime Carragher er leikurinn fór fram. Félagarnir eru áfram með hina gríðarlega vinsælu þætti Monday Night Football á Sky Sports ásamt Dave Jones. Carragher tjáði sig um leikinn og rauða spjaldið í setti í gær og nú hefur Neville gert slíkt hið sama. Á meðan Carragher talaði um „martröð“ þá talar Neville um „augnabliks brjálæði.“ Neville segir að Núñez geti ekki á neinn hátt kvartað yfir rauða spjaldinu þó hann finni til með leikmanninum þar sem hann missti hausinn algjörlega í örfáar sekúndur. „Þetta var augnabliks brjálæði. Þetta er alvöru skalli, Andersen mun finna fyrir þessu. Við vitum ekki af hverju hann gerir þetta. Ég gerði svona hluti tvisvar eða þrisvar á mínum ferli, við vitum ekki af hverju við bregðumst svona við, höfum í raun enga hugmynd um það.“ „Ég sparkaði bolta í aðdáanda hjá Everton og gerði svo svipaðan hlut og Núñez við Steve McManaman. Það kemur einhver rauð þoka yfir mann.“ „Þegar þú ert rekinn af velli eftir svona atvik þá er það einmanalegasti staður í heimi, það er skelfilegt. Þú ert inn í búningsklefanum á meðan liðsfélagarnir eru út á vellinum. Þú hefur brugðist þeim og þér líður svo illa.“ „Ég er viss um að hann hefur beðist alla afsökunar inn í klefa eftir leik og að sama skapi er ég viss um að liðsfélagar hans munu hjálpa honum að ná áttum, þetta er góður búningsklefi,“ sagði Neville að endingu. Liverpool hefur nú gert jafntefli í báðum fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr sem stendur í 12. sæti deildarinnar. Liverpool mætir botnliði Manchester United á mánudaginn kemur.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Díaz bjargaði stigi eftir rautt spjald Núñez Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn, 1-1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liverpool spilaði síðasta hálftíma leiksins manni færri eftir að nýji maðurinn Darwin Núñez fékk beint rautt spjald. 15. ágúst 2022 20:55 Mest lesið Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Díaz bjargaði stigi eftir rautt spjald Núñez Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn, 1-1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liverpool spilaði síðasta hálftíma leiksins manni færri eftir að nýji maðurinn Darwin Núñez fékk beint rautt spjald. 15. ágúst 2022 20:55