Lán í óláni að Tómas skyldi hafa rotast í miðjum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 11:31 Tómas Meyer er mikill FH-ingur. Einkasafn Tómas Meyer, knattspyrnudómari meðal annars, rotaðist í leik nýverið eftir að hafa fengið bolta í höfuðið. Tómas var fluttur með hraði upp á sjúkrahús enda féll hann meðvitundarlaus til jarðar. Nú hefur komið á daginn að höfuðhöggið hafi verið hálfgert lán í óláni. Tómas fór yfir stöðu mála í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem er á X977 alla laugardaga. Þar segir hann frá því að hann hafi dæmt aukaspyrnu á 50. mínútu og næsta sem Tómas man er þegar hann vaknar upp á sjúkrahúsi. „Ég vissi ekkert hvað var í gangi og átti erfitt með að ná andanum þegar ég vaknaði. Þetta er ein versta lífsreynsla sem ég hef lent í.“ Útskrifaður og kominn á ról #ástríðan #fotboltnet pic.twitter.com/nioiR5GP7F— Tómas Wolfgang Meyer (@Meyerinn) August 13, 2022 Atvikið átti sér stað í leik Augnabliks og KH í 3. deild karla. Tómas dæmdi aukaspyrnu og var að hlaupa frá er boltanum var spyrnt. Það fór ekki betur en svo að boltinn small í höfði Tómasar með áðurnefndum afleiðingum. „Ég fell niður eins og hnefaleikamaður og ég lendi á andlitinu og brjóstkassanum. Ég er með einhvern stærsta marblett sem ég hef séð einmitt þar sem hjartað er.“ Eftir hinar ýmsu rannsóknir upp á sjúkrahúsi kom í ljós að Tómas var með alltof háan blóðþrýsting. Efri mörkin í mælingunni náðu upp í 267, eitthvað sem er afar fáheyrt. „Þetta eru algjörir snillingar þarna á Landspítalanum. Þá kemur í ljós að þetta er ættgengt. Núna er ég undir eftirliti og líður mjög vel. Ég hlakka til að takast á við það verkefni sem bíður mín núna. Ég er bara jákvæður á það.“ Hefði getað farið illa „Þau á spítalanum kölluðu þetta „slow death“ (í. hægfara dauða). Þarna fékk ég gott gult spjald sem ég tek fagnandi. Þetta högg sá til þess að ég er kominn á kreik og það er verið að laga mig,“ sagði Tómas að endingu í útvarpsþættinum en þáttinn í heild sinni má finna hér að neðan. Tómas tók á sig á fyrir nokkrum árum eftir að hafa fengið nóg af því að vera of þungur. Hann fór að ganga fjöll og eftir að hafa grennst verulega fór hann að dæma á fullu, eitthvað sem hann hefur gríðarlega gaman að. Nú virðist sem Tómas þurfi að skoða mataræðið enn betur en ef marka má árangur hans áður þá ætti hann að geta tekið þessu verkefni jafn föstum tökum og hann gerði hér áður fyrr. Fótbolti Íslenski boltinn Heilsa Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Tómas fór yfir stöðu mála í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem er á X977 alla laugardaga. Þar segir hann frá því að hann hafi dæmt aukaspyrnu á 50. mínútu og næsta sem Tómas man er þegar hann vaknar upp á sjúkrahúsi. „Ég vissi ekkert hvað var í gangi og átti erfitt með að ná andanum þegar ég vaknaði. Þetta er ein versta lífsreynsla sem ég hef lent í.“ Útskrifaður og kominn á ról #ástríðan #fotboltnet pic.twitter.com/nioiR5GP7F— Tómas Wolfgang Meyer (@Meyerinn) August 13, 2022 Atvikið átti sér stað í leik Augnabliks og KH í 3. deild karla. Tómas dæmdi aukaspyrnu og var að hlaupa frá er boltanum var spyrnt. Það fór ekki betur en svo að boltinn small í höfði Tómasar með áðurnefndum afleiðingum. „Ég fell niður eins og hnefaleikamaður og ég lendi á andlitinu og brjóstkassanum. Ég er með einhvern stærsta marblett sem ég hef séð einmitt þar sem hjartað er.“ Eftir hinar ýmsu rannsóknir upp á sjúkrahúsi kom í ljós að Tómas var með alltof háan blóðþrýsting. Efri mörkin í mælingunni náðu upp í 267, eitthvað sem er afar fáheyrt. „Þetta eru algjörir snillingar þarna á Landspítalanum. Þá kemur í ljós að þetta er ættgengt. Núna er ég undir eftirliti og líður mjög vel. Ég hlakka til að takast á við það verkefni sem bíður mín núna. Ég er bara jákvæður á það.“ Hefði getað farið illa „Þau á spítalanum kölluðu þetta „slow death“ (í. hægfara dauða). Þarna fékk ég gott gult spjald sem ég tek fagnandi. Þetta högg sá til þess að ég er kominn á kreik og það er verið að laga mig,“ sagði Tómas að endingu í útvarpsþættinum en þáttinn í heild sinni má finna hér að neðan. Tómas tók á sig á fyrir nokkrum árum eftir að hafa fengið nóg af því að vera of þungur. Hann fór að ganga fjöll og eftir að hafa grennst verulega fór hann að dæma á fullu, eitthvað sem hann hefur gríðarlega gaman að. Nú virðist sem Tómas þurfi að skoða mataræðið enn betur en ef marka má árangur hans áður þá ætti hann að geta tekið þessu verkefni jafn föstum tökum og hann gerði hér áður fyrr.
Fótbolti Íslenski boltinn Heilsa Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira