Þórsarar reyndu ekki að fá bulldómnum breytt Sindri Sverrisson skrifar 16. ágúst 2022 13:01 Bæði leikmenn Þórs og Selfoss reyndu að benda dómaranum reynslumikla Erlendi Eiríkssyni á það að hann væri að reka rangan leikmann af velli. Skjáskot/433.is Knattspyrnudeild Þórs ákvað að sækjast ekki formlega eftir því að Hermann Helgi Rúnarsson slyppi við leikbann eftir rauða spjaldið sem hann fékk ranglega vegna misskilnings dómarans reynslumikla, Erlends Eiríkssonar, í leik gegn Selfossi. Ákvörðun Þórsara þýddi að Orri Sigurjónsson, sem með réttu hefði átt að fá rauða spjaldið í leiknum hefði Erlendur ekki ruglast á mönnum, gat spilað leik Þórs gegn HK á sunnudaginn. Á meðan að Hermann Helgi húkti upp í stúku léku Orri og félagar þeirra í Þórsliðinu til 2-0 sigurs gegn toppliði HK sem ekki hafði tapað neinum af síðustu átta leikjum sínum. Hermann Helgi sendi mynd á Twitter í banni sínu á leiknum og skrifaði: „Stúkan í dag í boði KSÍ.“ Stúkan í dag í boði KSÍ. pic.twitter.com/57lYxZrH6n— Hermann Helgi (@Hermannhelgi) August 14, 2022 Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, staðfesti hins vegar við Vísi í dag að ekkert erindi hefði borist til sín eða aga- og úrskurðanefndar KSÍ, frá Þórsurum eða öðrum aðilum, vegna málsins. „Við ákváðum bara að gera ekki neitt í þessu. Þetta voru bara dómaramistök og það þarf að lifa með því,“ sagði Bjarni Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, þegar Vísir bað hann að útskýra ákvörðun Þórsara. Bjarni sagði Þórsara þó hafa ráðfært sig við Akureyringinn Þórodd Hjaltalín, sem starfar við dómaramál hjá KSÍ, og fengið þau svör að ekki myndi takast í tæka tíð að gera nokkuð í málinu vegna þess hve skammt hefði verið á milli leikja. Að fundir aga- og úrskurðanefndar væru bara einu sinni í viku og næsti fundur hefði verið eftir leik Þórs gegn HK. Heimild til að leiðrétta leikbann Þórsarar gerðu hins vegar enga formlega tilraun til að fá banni Hermanns hnekkt og virðast ekki hafa talið það áhættunnar virði að missa Orra í leikbann. „Það kom ekkert erindi til mín eða aganefndar út af þessu máli, hvorki frá dómurum, eftirlitsmönnum eða Þór eða Selfossi,“ segir Haukur, sem sér um aga- og kærumál hjá KSÍ. „Það er heimild í FIFA-reglugerð til að leiðrétta leikbann, ef um er að ræða „mistaken identity“, en í öllum slíkum tilvikum þarf að beina því til nefndarinnar að skoða það. Fyrst að það var ekki gert í þessu tilviki þá gildir þetta rauða spjald, og það hefur þau áhrif að menn fara sjálfkrafa í eins leiks bann. Ef að það á að skoða málið eða leiðrétta þennan sjálfkrafa úrskurð þá þarf að beina erindi til aganefndarinnar því það er ekki hægt að gera þær kröfur til hennar að hún taki upp mál að sjálfsdáðum. Þá væri hún alltaf í einhverju rannsóknarhlutverki,“ segir Haukur. Úr þessu sé hins vegar ljóst að búið sé að taka út bannið og málinu lokið. Lengjudeild karla Þór Akureyri Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjá meira
Ákvörðun Þórsara þýddi að Orri Sigurjónsson, sem með réttu hefði átt að fá rauða spjaldið í leiknum hefði Erlendur ekki ruglast á mönnum, gat spilað leik Þórs gegn HK á sunnudaginn. Á meðan að Hermann Helgi húkti upp í stúku léku Orri og félagar þeirra í Þórsliðinu til 2-0 sigurs gegn toppliði HK sem ekki hafði tapað neinum af síðustu átta leikjum sínum. Hermann Helgi sendi mynd á Twitter í banni sínu á leiknum og skrifaði: „Stúkan í dag í boði KSÍ.“ Stúkan í dag í boði KSÍ. pic.twitter.com/57lYxZrH6n— Hermann Helgi (@Hermannhelgi) August 14, 2022 Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, staðfesti hins vegar við Vísi í dag að ekkert erindi hefði borist til sín eða aga- og úrskurðanefndar KSÍ, frá Þórsurum eða öðrum aðilum, vegna málsins. „Við ákváðum bara að gera ekki neitt í þessu. Þetta voru bara dómaramistök og það þarf að lifa með því,“ sagði Bjarni Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, þegar Vísir bað hann að útskýra ákvörðun Þórsara. Bjarni sagði Þórsara þó hafa ráðfært sig við Akureyringinn Þórodd Hjaltalín, sem starfar við dómaramál hjá KSÍ, og fengið þau svör að ekki myndi takast í tæka tíð að gera nokkuð í málinu vegna þess hve skammt hefði verið á milli leikja. Að fundir aga- og úrskurðanefndar væru bara einu sinni í viku og næsti fundur hefði verið eftir leik Þórs gegn HK. Heimild til að leiðrétta leikbann Þórsarar gerðu hins vegar enga formlega tilraun til að fá banni Hermanns hnekkt og virðast ekki hafa talið það áhættunnar virði að missa Orra í leikbann. „Það kom ekkert erindi til mín eða aganefndar út af þessu máli, hvorki frá dómurum, eftirlitsmönnum eða Þór eða Selfossi,“ segir Haukur, sem sér um aga- og kærumál hjá KSÍ. „Það er heimild í FIFA-reglugerð til að leiðrétta leikbann, ef um er að ræða „mistaken identity“, en í öllum slíkum tilvikum þarf að beina því til nefndarinnar að skoða það. Fyrst að það var ekki gert í þessu tilviki þá gildir þetta rauða spjald, og það hefur þau áhrif að menn fara sjálfkrafa í eins leiks bann. Ef að það á að skoða málið eða leiðrétta þennan sjálfkrafa úrskurð þá þarf að beina erindi til aganefndarinnar því það er ekki hægt að gera þær kröfur til hennar að hún taki upp mál að sjálfsdáðum. Þá væri hún alltaf í einhverju rannsóknarhlutverki,“ segir Haukur. Úr þessu sé hins vegar ljóst að búið sé að taka út bannið og málinu lokið.
Lengjudeild karla Þór Akureyri Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjá meira