Ef horft er til umfjöllunar miðilsins The Week má sjá að Hague hafi verið frekar umdeild í Bretlandi. Þá sérstaklega vegna forréttindablindu en hún er sögð hafa ítrekað að allir hefðu sömu tuttugu og fjóra tíma í sólarhringnum og gætu látið drauma sína rætast, „ef þeir vildu það nógu mikið.“
Á leiðinni til Íslands virðist Hague hafa verið spennt fyrir dvöl sinni á landinu ef marka má myndir hennar á Instagram story.

Einnig heimsótti hún Hamborgarabúllu Tómasar fyrr í dag og segist hafa „þurft“ að fara inn á staðinn vegna nafnsins en kærasti Hague er hnefaleikakappinn og fyrrum Love Island þátttakandinn, Tommy Fury.

Notendanafn Hague á Instagram er @mollymae.