Vill að Þjóðverjar byggi höfn í Vík Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. ágúst 2022 13:31 Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Hann vill sleppa því að flytja vikurinn eftir vegakerfi Íslands og skella honum beint um borð í bát. vísir/egill Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill ráðast í hafnargerð í Vík í Mýrdal til að koma í veg fyrir umfangsmikla vikurflutninga um Suðurlandsveginn. Höfnin myndi skapa mikil tækifæri fyrir þorpið, sem er í dag eina hafnarlausa sjávarþorp landsins. Fréttastofa hefur fjallað talsvert um fyrirhugaða þungaflutninga um Suðurlandsveginn. Það er þýska fyrirtækið EP Power Minerals sem stendur að baki áformunum en fyrirtækið vill hefja efnistöku á vikri við Hafursey á Mýrdalssandi. Vikurinn yrði síðan fluttur með vörubílum alla leið til Þorlákshafnar - nýr bíll færi af stað á kortersfresti. „Nú þverar þjóðvegur 1 enn sem komið er nokkur þéttbýli á leiðinni til Þorlákshafnar. Þannig við leggjum það til hjá sveitarfélaginu að það verði skoðaður sá möguleiki að skipa þessu öllu út héðan frá ströndinni og ráðast í hafnargerð,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Vík er í dag eina sjávarþorp landsins þar sem ekki má finna neina höfn. Gríðarlega mikill sandur er nefnilega á hafsbotni allt í kring um bæinn. Er alveg raunhæft að koma hér upp höfn? „Ég held að mönnum hafi ekki fundist það raunhæft hingað til. En það hvað er raunhæft er auðvitað mjög afstætt. Menn héldu hér fyrir ekkert svo löngu síðan að það væri ekki raunhæft að brúa yfir jökulsá en þar er verið að klára núna glæsilega tvíbreiða brú. Það er búið að gera höfn í Landeyjahöfn og ég held að það sé vel hægt að læra af því módeli og betrumbæta það. Þannig að já, ég held að þetta sé alveg klárlega möguleiki sem er hægt að skoða,“ segir Einar. Sveitarfélagið hefur þegar sett sig í samband við þýska fyrirtækið, sem Einar segir að taki ekki endilega illa í þessa hugmynd. „Því að við sjáum ekki fyrir okkur að þetta yrði fjármagnað af opinberu fé. En getur boðið upp á tækifæri í alls konar atvinnuþróun; bara í ferðamennsku og sjávarútvegi líka. Þannig að þetta gæti verið mjög spennandi tækifæri fyrir okkur,“ segir Einar. Hann hefur miklar efasemdir um að hin leiðin - tíðar ferðir vöruflutningabíla sem keyra burt úr sveitarfélaginu með vikur til Þorlákshafnar til að flytja hann til meginlandsins þaðan - myndi skila miklum ávinningi fyrir íbúa Mýrdalshrepps. Mýrdalshreppur Sjávarútvegur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Námuvinnsla Tengdar fréttir Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. 16. ágúst 2022 15:20 „Þetta heitir að selja ömmu sína tvisvar“ Fyrirhuguð stórfelld námuvinnsla og miklir þungaflutningar um Suðurland leggjast afar illa í marga sem keppast við að fordæma fyrirætlanirnar. 15. ágúst 2022 13:53 Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
Fréttastofa hefur fjallað talsvert um fyrirhugaða þungaflutninga um Suðurlandsveginn. Það er þýska fyrirtækið EP Power Minerals sem stendur að baki áformunum en fyrirtækið vill hefja efnistöku á vikri við Hafursey á Mýrdalssandi. Vikurinn yrði síðan fluttur með vörubílum alla leið til Þorlákshafnar - nýr bíll færi af stað á kortersfresti. „Nú þverar þjóðvegur 1 enn sem komið er nokkur þéttbýli á leiðinni til Þorlákshafnar. Þannig við leggjum það til hjá sveitarfélaginu að það verði skoðaður sá möguleiki að skipa þessu öllu út héðan frá ströndinni og ráðast í hafnargerð,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Vík er í dag eina sjávarþorp landsins þar sem ekki má finna neina höfn. Gríðarlega mikill sandur er nefnilega á hafsbotni allt í kring um bæinn. Er alveg raunhæft að koma hér upp höfn? „Ég held að mönnum hafi ekki fundist það raunhæft hingað til. En það hvað er raunhæft er auðvitað mjög afstætt. Menn héldu hér fyrir ekkert svo löngu síðan að það væri ekki raunhæft að brúa yfir jökulsá en þar er verið að klára núna glæsilega tvíbreiða brú. Það er búið að gera höfn í Landeyjahöfn og ég held að það sé vel hægt að læra af því módeli og betrumbæta það. Þannig að já, ég held að þetta sé alveg klárlega möguleiki sem er hægt að skoða,“ segir Einar. Sveitarfélagið hefur þegar sett sig í samband við þýska fyrirtækið, sem Einar segir að taki ekki endilega illa í þessa hugmynd. „Því að við sjáum ekki fyrir okkur að þetta yrði fjármagnað af opinberu fé. En getur boðið upp á tækifæri í alls konar atvinnuþróun; bara í ferðamennsku og sjávarútvegi líka. Þannig að þetta gæti verið mjög spennandi tækifæri fyrir okkur,“ segir Einar. Hann hefur miklar efasemdir um að hin leiðin - tíðar ferðir vöruflutningabíla sem keyra burt úr sveitarfélaginu með vikur til Þorlákshafnar til að flytja hann til meginlandsins þaðan - myndi skila miklum ávinningi fyrir íbúa Mýrdalshrepps.
Mýrdalshreppur Sjávarútvegur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Námuvinnsla Tengdar fréttir Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. 16. ágúst 2022 15:20 „Þetta heitir að selja ömmu sína tvisvar“ Fyrirhuguð stórfelld námuvinnsla og miklir þungaflutningar um Suðurland leggjast afar illa í marga sem keppast við að fordæma fyrirætlanirnar. 15. ágúst 2022 13:53 Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. 16. ágúst 2022 15:20
„Þetta heitir að selja ömmu sína tvisvar“ Fyrirhuguð stórfelld námuvinnsla og miklir þungaflutningar um Suðurland leggjast afar illa í marga sem keppast við að fordæma fyrirætlanirnar. 15. ágúst 2022 13:53
Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31