„Svolítið leiðinlegt lífið þessa dagana þegar þú ert ekki í Evrópukeppninni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2022 11:30 Ísak Snær Þorvaldsson reynir að komast framhjá Víkingnum Oliver Ekroth í leik liðanna í sumar. Vísir/Hulda Margrét Gunnlaugur Jónsson hitti þjálfara liða Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla fyrir innbyrðis leik liðanna í vikunni og ræddi meðal annars við þá um árangur liðanna í Evrópukeppninni í ár. Breiðablik og Víkingur komust lengst íslensku liðanna í Evrópukeppninni en bæði náðu þau að spila sex Evrópuleiki í sumar. Víkingar byrjuðu í undankeppni fyrir forkeppnina og spiluðu því alls átta Evrópuleiki í ár. Víkingsliðið tapaði ekki Evrópuleik í Víkinni í ár en liðið vann fjóra leiki þar og gerði eitt jafntefli. Blikar unnu þrjá fyrstu Evrópuleiki sína en þeir þrír síðustu töpuðu þar af báðir á móti mjög sterku tyrknesku liði Istanbul Basaksehir. En voru þjálfararnir tveir ánægðir með Evrópukeppnina hjá sínum liðum í sumar? Ber vott um ákveðinn stöðugleika „Þegar maður horfir á þetta heildstætt þá er ég ánægður með að við förum annað árið í röð í þriðju umferð forkeppnina og spilum þrjár umferðir og sex leiki. Mér finnst það bera vott um ákveðinn stöðugleika,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurleik hjá sínu liði.Vísir/Hulda Margrét „Ég hefði viljað sjá aðeins betri leiki á köflum en ég held að það sé alveg ljóst að langbesti leikurinn okkar var hérna heima á móti Istanbul Basaksehir. Mér fannst við mæta þeim jafnfætis á milli teiganna en þeir refsuðu okkur fyrir einbeitingaleysi og lélega einn á móti einum vörn þegar við gleymdum okkur í að elta menn. Þeir refsa okkur þar og á sama hátt þá náum við ekki að refsa þeim,“ sagði Óskar Hrafn. „Þetta voru erfiðir leikir og erfiðir andstæðingar og þá sérstaklega Buducnost og Istanbul. Ég er sáttur með þetta og nú þurfum við bara að halda áfram og gera enn harðari atlögu að komast lengra á næsta ári,“ sagði Óskar. Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik með Víkingum.Vísir/Hulda Margrét Neyddur til að kafa djúft „Ég er gríðarlega sáttur. Ég held að liðið hafi tekið mikið þroskaskref og ég líka persónulega sem þjálfari. Þessir leikir í Evrópukeppninni, með fullri virðingu fyrir leikjum í Bestu deildinni, eru bara allt annars eðlis. Þú ert neyddur til að kafa mjög djúpt í öll smáatriði hjá þínu liði og að sama skapi líka hjá þeim andstæðingum sem þú ert að fara að spila á móti,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. „Á þessu stigi, eins og við fengum að kynnast, þá eru bara ein mistök og þú ert bara úr leik. Þú ert kannski með stjórn á öllu 89 mínútur en svo koma þessu mistök og þú ert úr leik,“ sagði Arnar. „Ég held að allir í klúbbnum, líka utan frá, langi í þetta aftur. Það er svolítið leiðinlegt lífið þessa dagana þegar þú ert ekki í Evrópukeppninni. Mönnum langar í þetta aftur en þá þurfa menn að vera heiðarlegir með hvað við gerðum rangt og leita inn á við hvað við getum gert til að laga þessi smáatriði svo að við eigum möguleika á því að komast í riðlakeppnina einhvern tímann,“ sagði Arnar. Það má sjá þetta brot úr viðtölunum við þá hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn og Arnar: Evrópukeppnin í sumar Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Hafa hækkað rána ekki ósvipað og City og Liverpool hafa gert í Englandi“ Óskar Hrafn Þorvaldsson talaði aðeins varlegar en Arnar Gunnlaugsson þegar þeir voru spurðir að því hvort að lið þeirra væri að stinga önnur lið af hér á landi hvað varðar hugsjón, þjálfun og leikfræði. 17. ágúst 2022 10:30 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira
Breiðablik og Víkingur komust lengst íslensku liðanna í Evrópukeppninni en bæði náðu þau að spila sex Evrópuleiki í sumar. Víkingar byrjuðu í undankeppni fyrir forkeppnina og spiluðu því alls átta Evrópuleiki í ár. Víkingsliðið tapaði ekki Evrópuleik í Víkinni í ár en liðið vann fjóra leiki þar og gerði eitt jafntefli. Blikar unnu þrjá fyrstu Evrópuleiki sína en þeir þrír síðustu töpuðu þar af báðir á móti mjög sterku tyrknesku liði Istanbul Basaksehir. En voru þjálfararnir tveir ánægðir með Evrópukeppnina hjá sínum liðum í sumar? Ber vott um ákveðinn stöðugleika „Þegar maður horfir á þetta heildstætt þá er ég ánægður með að við förum annað árið í röð í þriðju umferð forkeppnina og spilum þrjár umferðir og sex leiki. Mér finnst það bera vott um ákveðinn stöðugleika,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurleik hjá sínu liði.Vísir/Hulda Margrét „Ég hefði viljað sjá aðeins betri leiki á köflum en ég held að það sé alveg ljóst að langbesti leikurinn okkar var hérna heima á móti Istanbul Basaksehir. Mér fannst við mæta þeim jafnfætis á milli teiganna en þeir refsuðu okkur fyrir einbeitingaleysi og lélega einn á móti einum vörn þegar við gleymdum okkur í að elta menn. Þeir refsa okkur þar og á sama hátt þá náum við ekki að refsa þeim,“ sagði Óskar Hrafn. „Þetta voru erfiðir leikir og erfiðir andstæðingar og þá sérstaklega Buducnost og Istanbul. Ég er sáttur með þetta og nú þurfum við bara að halda áfram og gera enn harðari atlögu að komast lengra á næsta ári,“ sagði Óskar. Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik með Víkingum.Vísir/Hulda Margrét Neyddur til að kafa djúft „Ég er gríðarlega sáttur. Ég held að liðið hafi tekið mikið þroskaskref og ég líka persónulega sem þjálfari. Þessir leikir í Evrópukeppninni, með fullri virðingu fyrir leikjum í Bestu deildinni, eru bara allt annars eðlis. Þú ert neyddur til að kafa mjög djúpt í öll smáatriði hjá þínu liði og að sama skapi líka hjá þeim andstæðingum sem þú ert að fara að spila á móti,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. „Á þessu stigi, eins og við fengum að kynnast, þá eru bara ein mistök og þú ert bara úr leik. Þú ert kannski með stjórn á öllu 89 mínútur en svo koma þessu mistök og þú ert úr leik,“ sagði Arnar. „Ég held að allir í klúbbnum, líka utan frá, langi í þetta aftur. Það er svolítið leiðinlegt lífið þessa dagana þegar þú ert ekki í Evrópukeppninni. Mönnum langar í þetta aftur en þá þurfa menn að vera heiðarlegir með hvað við gerðum rangt og leita inn á við hvað við getum gert til að laga þessi smáatriði svo að við eigum möguleika á því að komast í riðlakeppnina einhvern tímann,“ sagði Arnar. Það má sjá þetta brot úr viðtölunum við þá hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Hrafn og Arnar: Evrópukeppnin í sumar
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Hafa hækkað rána ekki ósvipað og City og Liverpool hafa gert í Englandi“ Óskar Hrafn Þorvaldsson talaði aðeins varlegar en Arnar Gunnlaugsson þegar þeir voru spurðir að því hvort að lið þeirra væri að stinga önnur lið af hér á landi hvað varðar hugsjón, þjálfun og leikfræði. 17. ágúst 2022 10:30 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Sjá meira
„Hafa hækkað rána ekki ósvipað og City og Liverpool hafa gert í Englandi“ Óskar Hrafn Þorvaldsson talaði aðeins varlegar en Arnar Gunnlaugsson þegar þeir voru spurðir að því hvort að lið þeirra væri að stinga önnur lið af hér á landi hvað varðar hugsjón, þjálfun og leikfræði. 17. ágúst 2022 10:30