Í tilkynningu frá lögreglu segir að gæsluvarðhald þeirra hafi verið framlengt um fjórar vikur í dag og renni út 14. september næstkomandi. Upphaflega voru fjórir menn handteknir en sá fjórði hefur verið færður í afplánun vegna annarra mála.
Kókaínið var vel falið í vörusendingu til landsins en í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að málið sé tilkomið vegna frumkvæðisrannsókna á skipulagðri brotastarfsemi.
Lögregla segist ekki geta veit frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.