Fótbolti

FH boðar til endur­reisnar­kvölds með Eiði Smára

Atli Arason skrifar
Eiður Smári mun fara yfir stöðuna á endurreisnarkvöldi FH-inga.
Eiður Smári mun fara yfir stöðuna á endurreisnarkvöldi FH-inga. Hulda Margrét

FH-ingar ætla annað kvöld að halda stuðningsmannakvöld til að þjappa saman raðirnar fyrir komandi átök í Bestu-deild karla þar sem liðið er á ókunnum slóðum, í fallbaráttu.

„Staðan hefur verið bjartari en nú er komið að upprisunni,“ er skrifað við viðburðinn sem FH-ingar ætla að halda í veislusal sínum í Kaplakrika, Sjónarhóli.

FH er í 10. sæti Bestu-deildarinnar, aðeins einu stigi fyrir ofan fallsvæðið þegar liðið á aðeins fimm leiki eftir áður en deildinni verður tvískipt í efri og neðri hluta.

„Þetta er ný staða fyrir alla í félaginu sama hvort það séu leikmenn, stjórnendur eða stuðningsmenn. Við erum í stöðu sem við höfum ekki verið í síðan 1995 svo nú er það eina sem við getum gert að þjappa raðirnar og búa til alvöru stemmningu,“ stendur enn fremur í tilkynningunni með viðburðinum.

Óhætt er að fullyrða að þetta er ekki sú staða sem stuðningsmenn FH væntu áður en tímabilið hófst en Eiður Smári, Sigurvin Ólafsson og Davíð Þór Viðarsson munu allir taka til orðs og fara yfir stöðuna sem nú blasir við félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×